Taka flugið til Tyrklands Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 10:17 Fyrsta flug Play til Antalya verður farið 15. apríl á næsta ári. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Þar segir að Antalya bjóði upp á heillandi blöndu af sögu, menningu og náttúru, sem geri borgina að einum af aðaláfangastöðunum við Miðjarðahafið. „Þar er hægt að ganga um götur Kaleici-hverfisins og virða fyrir sér byggingarstíl frá tímum Ottómana á sama tíma og hægt er að skoða spennandi verslanir og bregða sér á sjarmerandi kaffihús. Þeir sem sækja í afslöppun munu eiga góðar stundir á Konyaalti og Lara-ströndunum. Náttúruunnendur geta einnig virt fyrir sér Düden-fossana og hina fornu borg Termessos sem veitir mikilvæga innsýn í sögu Tyrklands. Antalya er einnig frábær áfangastaður fyrir kylfinga en í hálftíma fjarlægð frá borginni er bærinn Belek sem er frægur fyrir golfvelli sína sem eru á heimsmælikvarða. Í Antalya má einnig finna skemmtigarðinn The Land of Legends sem er einn af þeim stærstu og glæsilegustu í Tyrklandi. Þar má finna vatnsrennibrautir, rússíbana, sýningar, verslanir og veitingastaði,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play að Antalya sé einstaklega áhugaverður áfangastaður sem muni vafalaust laða að marga Íslendinga á næsta ári. „Borgin mun heilla jafnt þá sem hafa áhuga á sögu og menningu Tyrklands sem og þá sem vilja magnaða sólarlandaupplifun. Við höfum það að markmiði að bjóða eina flottustu sólarlandaáætlun sem völ er á og styrkjum hana enn frekar með þessum frábæra áfangastað,” segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play. Þar segir að Antalya bjóði upp á heillandi blöndu af sögu, menningu og náttúru, sem geri borgina að einum af aðaláfangastöðunum við Miðjarðahafið. „Þar er hægt að ganga um götur Kaleici-hverfisins og virða fyrir sér byggingarstíl frá tímum Ottómana á sama tíma og hægt er að skoða spennandi verslanir og bregða sér á sjarmerandi kaffihús. Þeir sem sækja í afslöppun munu eiga góðar stundir á Konyaalti og Lara-ströndunum. Náttúruunnendur geta einnig virt fyrir sér Düden-fossana og hina fornu borg Termessos sem veitir mikilvæga innsýn í sögu Tyrklands. Antalya er einnig frábær áfangastaður fyrir kylfinga en í hálftíma fjarlægð frá borginni er bærinn Belek sem er frægur fyrir golfvelli sína sem eru á heimsmælikvarða. Í Antalya má einnig finna skemmtigarðinn The Land of Legends sem er einn af þeim stærstu og glæsilegustu í Tyrklandi. Þar má finna vatnsrennibrautir, rússíbana, sýningar, verslanir og veitingastaði,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play að Antalya sé einstaklega áhugaverður áfangastaður sem muni vafalaust laða að marga Íslendinga á næsta ári. „Borgin mun heilla jafnt þá sem hafa áhuga á sögu og menningu Tyrklands sem og þá sem vilja magnaða sólarlandaupplifun. Við höfum það að markmiði að bjóða eina flottustu sólarlandaáætlun sem völ er á og styrkjum hana enn frekar með þessum frábæra áfangastað,” segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Sjá meira