Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. október 2024 12:02 Sigríður Dóra er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem send var út í morgun kom fram að lokað hefði verið fyrir aðgengi trúnaðarlæknis Samgöngustofu að sjúkraskrám. Sjá einnig: Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Það hafi verið gert að fyrirmælum Landlæknisembættisins, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að lagastoð hefði skort fyrir beinum aðgangi hans að sjúkraskrám. Segja upp samningum við fleiri Forstjóri heilsugæslunnar segir málið tekið alvarlega, og samningnum, sem síðast var endurnýjaður árið 2020, lokað um leið og óskað var eftir því. „Á sama hátt vorum við með trúnaðarlækna Fluglæknaseturs, sem voru einnig með aðgang í gegnum miðlæga sjúkraskrá hjá okkur samkvæmt samningi. Þeim aðgangi var sömuleiðis rift,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við vorum að þjónusta KSÍ, að vista hjartalínurit hjá heilbrigðum íþróttamönnum, við lokuðum á þann aðgang.“ Boltinn hjá yfirvöldum Verið sé að skoða fleiri samninga, sem ekki hafi verið lokað, í ljósi úrskurðar Persónuverndar. Þar sé meðal annars undir samvinna við Vinnumálastofnun um heilbrigðisskoðanir hælisleitenda. „Við erum bara í þessum töluðu orðum að fara yfir það og leysa það mál.“ Sigríður Dóra segir litið svo á að frekari breytingar sem mögulega þurfi að gera á fyrirkomulaginu í framhaldinu séu ekki á borði heilsugæslunnar. „Þarna er búið að gera athugasemd við þessa leið, og þá er það bara Samgöngustofu og yfirvalda að hanna þá það lagaumhverfi að þeir hafi aðgengi að upplýsingum,“ segir Sigríður Dóra. Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Tengdar fréttir Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem send var út í morgun kom fram að lokað hefði verið fyrir aðgengi trúnaðarlæknis Samgöngustofu að sjúkraskrám. Sjá einnig: Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Það hafi verið gert að fyrirmælum Landlæknisembættisins, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að lagastoð hefði skort fyrir beinum aðgangi hans að sjúkraskrám. Segja upp samningum við fleiri Forstjóri heilsugæslunnar segir málið tekið alvarlega, og samningnum, sem síðast var endurnýjaður árið 2020, lokað um leið og óskað var eftir því. „Á sama hátt vorum við með trúnaðarlækna Fluglæknaseturs, sem voru einnig með aðgang í gegnum miðlæga sjúkraskrá hjá okkur samkvæmt samningi. Þeim aðgangi var sömuleiðis rift,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við vorum að þjónusta KSÍ, að vista hjartalínurit hjá heilbrigðum íþróttamönnum, við lokuðum á þann aðgang.“ Boltinn hjá yfirvöldum Verið sé að skoða fleiri samninga, sem ekki hafi verið lokað, í ljósi úrskurðar Persónuverndar. Þar sé meðal annars undir samvinna við Vinnumálastofnun um heilbrigðisskoðanir hælisleitenda. „Við erum bara í þessum töluðu orðum að fara yfir það og leysa það mál.“ Sigríður Dóra segir litið svo á að frekari breytingar sem mögulega þurfi að gera á fyrirkomulaginu í framhaldinu séu ekki á borði heilsugæslunnar. „Þarna er búið að gera athugasemd við þessa leið, og þá er það bara Samgöngustofu og yfirvalda að hanna þá það lagaumhverfi að þeir hafi aðgengi að upplýsingum,“ segir Sigríður Dóra.
Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Tengdar fréttir Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22