Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2024 09:59 Ísraelar gera reglulega loftárásir í Sýrlandi en í flestum tilfellum virðast þær beinast að Írönum og vígamönnum Hezbollah. Hér má sjá menn þrífa eftir loftárás í Damascus, sem gerð var aðfaranótt 2. október en ráðgjafi Byltingarvarðar Írans er sagður hafa fallið í henni. AP/Omar Sanadiki Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. Herstöðin kallast Khmeimim og er nærri hafnarborginni Lattakia í vesturhluta Sýrlands. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir það að hergögn hafi verið geymd á staðnum. Rússneskir herbloggarar segja vöruskemmurnar hafa verið notaðar af sýrlenskum og írönskum hermönnum og að Ísraelar hafi notað stýriflaugar við árásina. Þeir segja rússneska hermenn hafa reynt að skjóta flaugarnar niður. Einhverjar stýriflaugar voru skotnar niður, samkvæmt herbloggurunum, en ljóst er að miklar sprengingar urðu í vöruskemmunum. Israel reportedly struck a warehouse of Iranian and Syrian weapons (you can see missiles or rockets cooking off) in the town of Jableh near the main Russian base of Hmeimim in Syria. The base itself has not been touched, per Russian accounts, and the Russians apparently tried to… pic.twitter.com/kyTlaPWWnu— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) October 3, 2024 Eins og fram kemur í frétt Times of Israel hafa forsvarsmenn ísraelska hersins heitið því að stöðva allar vopnasendingar frá Íran til Hezbollah í Líbanon. Sýrland hefur reglulega verið notað til slíkra sendinga og hafa Ísraelar gert fjölmargar árásir þar á undanförnum árum. Þessar árásir hafa bæði beinst að vopna og hergagnasendingum til Hezbollah og gegn samtökunum sjálfum, sem hafa verið umsvifamikil í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin hófst þar á síðasta áratug. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Fjölmiðlar í Íran segja að meðlimur Byltingarvarðar Írans, sem hafi starfað í Sýrlandi sem ráðgjafi, hafi fallið í árás Ísraela á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, fyrr í þessari viku. Ísrael Íran Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Herstöðin kallast Khmeimim og er nærri hafnarborginni Lattakia í vesturhluta Sýrlands. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir það að hergögn hafi verið geymd á staðnum. Rússneskir herbloggarar segja vöruskemmurnar hafa verið notaðar af sýrlenskum og írönskum hermönnum og að Ísraelar hafi notað stýriflaugar við árásina. Þeir segja rússneska hermenn hafa reynt að skjóta flaugarnar niður. Einhverjar stýriflaugar voru skotnar niður, samkvæmt herbloggurunum, en ljóst er að miklar sprengingar urðu í vöruskemmunum. Israel reportedly struck a warehouse of Iranian and Syrian weapons (you can see missiles or rockets cooking off) in the town of Jableh near the main Russian base of Hmeimim in Syria. The base itself has not been touched, per Russian accounts, and the Russians apparently tried to… pic.twitter.com/kyTlaPWWnu— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) October 3, 2024 Eins og fram kemur í frétt Times of Israel hafa forsvarsmenn ísraelska hersins heitið því að stöðva allar vopnasendingar frá Íran til Hezbollah í Líbanon. Sýrland hefur reglulega verið notað til slíkra sendinga og hafa Ísraelar gert fjölmargar árásir þar á undanförnum árum. Þessar árásir hafa bæði beinst að vopna og hergagnasendingum til Hezbollah og gegn samtökunum sjálfum, sem hafa verið umsvifamikil í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin hófst þar á síðasta áratug. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Fjölmiðlar í Íran segja að meðlimur Byltingarvarðar Írans, sem hafi starfað í Sýrlandi sem ráðgjafi, hafi fallið í árás Ísraela á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, fyrr í þessari viku.
Ísrael Íran Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01
Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25