Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 09:47 Mynd af Helenu sem tekin var úr gervhnetti, áður en auga fellibylsins náði landi í Flórída. AP/NOAA Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. Rúmlega 2,4 milljónir íbúa á svæðinu eru án rafmagns en öflugar vindhviður eru sagðar hafa valdið miklum skaða á dreifikerfi Flórída og Georgíu. Einn er sagður hafa dáið í Flórída þegar skilti fauk á bíl viðkomandi og tveir létu lífið vegna hvirfilbyls í Georgíu. Vindhraði Helenu mældist þegar mest var allt að 63 metrar á sekúndu, samkvæmt Washington Post. Sjór náði langt inn á land Embættismenn í Flórída höfðu varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra vegna Helenu. Sjávarhæðarmælar í Tampa-Flóa, sem er nokkuð frá staðnum þar sem Helena náði landi, sýndu að hæstu sjávarhæð sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1950. Fimm slíkir mælar eru í Tampa Bay, sem er í rúmlega hundrað og fimmtíu kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem auga Helenu náði landi. Allir mælar sýndu umtalsverða hækkun frá gamla metinu, samkvæmt frétt CNN. Met eins mælis hækkað um 69 sentímetra. Þvermál Helenu mældist þegar mest var um 675 kílómetrar, sem er mun meira en aðrir kröftugir fellibylir sem farið hafa yfir svæðið á undanförnum árum. Flóðbylgjur sem fellibyljir af þessar stærðargráðu valda eru iðulega það hættulegasta við þá. Vindur getur fellt tré, rifið þök af húsi og valdið rafmagnsleysi. Flóðbylgjurnar geta þó rifið hús af grunni, skolað vegum og brúm á brott og drekkt fólki í massavís. Sérfræðingar segja flóðbylgjur valda mun fleiri dauðsföllum en sterkar vindhviður. Enn er nótt í Flórída og er lítið til af mynefni af skemmdunum sem Helena hefur valdið. Margir rigningarmælar í Flórída og Norður- og Suður-Karólínu hafa sýnt allt að 23 sentímetra rigningu. Íbúar þessara ríkja hafa verið varaðir við skyndiflóðum. In particular the inland wind hazards of #Helene are highlighted by the new experimental cone. A widespread area of Tropical Storm Warnings are still in effect for North Florida, most of Georgia, all of South Carolina, and Western North Carolina. pic.twitter.com/7o2sJASqwy— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2024 The Skyway Bridge and the Howard Frankland Bridge are both CLOSED due to high winds and storm surge. Motorists should stay off the highways. #Helene pic.twitter.com/OAM2aMUPEP— FHP Tampa (@FHPTampa) September 26, 2024 Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Rúmlega 2,4 milljónir íbúa á svæðinu eru án rafmagns en öflugar vindhviður eru sagðar hafa valdið miklum skaða á dreifikerfi Flórída og Georgíu. Einn er sagður hafa dáið í Flórída þegar skilti fauk á bíl viðkomandi og tveir létu lífið vegna hvirfilbyls í Georgíu. Vindhraði Helenu mældist þegar mest var allt að 63 metrar á sekúndu, samkvæmt Washington Post. Sjór náði langt inn á land Embættismenn í Flórída höfðu varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra vegna Helenu. Sjávarhæðarmælar í Tampa-Flóa, sem er nokkuð frá staðnum þar sem Helena náði landi, sýndu að hæstu sjávarhæð sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1950. Fimm slíkir mælar eru í Tampa Bay, sem er í rúmlega hundrað og fimmtíu kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem auga Helenu náði landi. Allir mælar sýndu umtalsverða hækkun frá gamla metinu, samkvæmt frétt CNN. Met eins mælis hækkað um 69 sentímetra. Þvermál Helenu mældist þegar mest var um 675 kílómetrar, sem er mun meira en aðrir kröftugir fellibylir sem farið hafa yfir svæðið á undanförnum árum. Flóðbylgjur sem fellibyljir af þessar stærðargráðu valda eru iðulega það hættulegasta við þá. Vindur getur fellt tré, rifið þök af húsi og valdið rafmagnsleysi. Flóðbylgjurnar geta þó rifið hús af grunni, skolað vegum og brúm á brott og drekkt fólki í massavís. Sérfræðingar segja flóðbylgjur valda mun fleiri dauðsföllum en sterkar vindhviður. Enn er nótt í Flórída og er lítið til af mynefni af skemmdunum sem Helena hefur valdið. Margir rigningarmælar í Flórída og Norður- og Suður-Karólínu hafa sýnt allt að 23 sentímetra rigningu. Íbúar þessara ríkja hafa verið varaðir við skyndiflóðum. In particular the inland wind hazards of #Helene are highlighted by the new experimental cone. A widespread area of Tropical Storm Warnings are still in effect for North Florida, most of Georgia, all of South Carolina, and Western North Carolina. pic.twitter.com/7o2sJASqwy— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2024 The Skyway Bridge and the Howard Frankland Bridge are both CLOSED due to high winds and storm surge. Motorists should stay off the highways. #Helene pic.twitter.com/OAM2aMUPEP— FHP Tampa (@FHPTampa) September 26, 2024
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira