Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir skrifar 24. september 2024 14:03 Ofhugsun, þráhyggja, áhyggjur, of margar hugsanir of hraðar hugsanir, neikvæðar hugsanir...‘ Er þvottavélin á yfirsnúningi? Þegar kemur að lífsgæðum okkar, almennu heilbrigði og líðan er lykilatriði að gefa hugsunum okkar ríkan gaum. Já, þú þarft að hugsa um hvað þú ert að hugsa! Hver hugsun er orka. Við erum að hugsa 60-80.000 hugsanir daglega. Það er gríðarleg orkuframleiðsla. Krónískir ofhugsarar hugsa jafnvel margfalt fleiri hugsanir á hverjum degi en hinn venjulegi meðalhugsari. Oft eru þessar hugsanir einnig neikvæðar sem gerir vandann meiri. Óheilbrigt hugarfar er ein af meginrótum þreytu, orkuleysis og vanlíðunar, sérstaklega ofhugsanir. Ef hugsanirnar eru alltaf á miljón, alltof margar, alltof hraðar og jafnvel neikvæðar, þá er þetta eins og að vera í stöðugri erfiðisvinnu í hausnum á sér alla daga allan daginn. Hver hugsun er orka og öll orkan þín fer í allar þessar endalausu hugsanir og þú átt þá enga orku eftir. Ofhugsarar glíma einnig oft við svefnleysi eða óheilbrigðan svefn. Þeir ná ekki að róa hugann og þar með koma ró á orkuna sína sem er mikilvægt til að ná að sofna og sofa vel. Jafnvel þótt líkaminn liggi kyrr upp í rúmi, ef hugsanirnar eru á fullri ferð í allar áttir þá er orkan okkar á fullri ferð í allar áttir líka. Allt er orka. Orkan okkar hverju sinni stýrir lífsgæðum okkar, líðan okkar og heilsu. Er orkan þín full af ófriði, streitu, kvíða, ótta, reiði, þreytu eða jafnvel hatri? Eða er orkan þín full af friði, ró, kærleika, gleði, frelsi, von, trú og trausti? Þú hefur val. Þú getur umbreytt orkunni þinni og þar með líðan þinni. Orkan þín samanstendur af hugsunum þínum, því sem þú trúir í hjarta þínu og því sem þú segir. Með því að breyta þessu getur þú breytt orkunni þinni. Rót ofhugsana er óheilbrigð ábyrgð. Að trúa því í hjarta sínu að maður beri ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. Trúa jafnvel því að maður verði að bjarga öllu og öllum. Að maður sé bjargvætturinn mikli. Að maður beri ábyrgð á tilfinningum annarra, að ekkert slæmt gerist, að öllum líði vel, osfrv. Dæmi: Trú: „Ég ber ábyrgð á því að ekkert slæmt gerist“ Afleiðing þessa eru stanslausar ofhugsanir um allt það slæma sem mögulega gæti gerst, og hvernig þú myndir bregðast við því hverju sinni til að afstýra því að það slæma myndi gerast. Af því að innst inni ertu að reyna að axla þessa ábyrgð. En engin manneskja getur axlað slíka ábyrgð. Fyrir utan það að það eru lítil takmörk fyrir því sem getur gerst. Enginn getur fyrirséð allt slíkt og verið þannig ,,undirbúinn undir það“. Fólk á það samt sem áður til að slíta sér út við að reyna. Þetta er mikið álag. Annað dæmi er einstaklingur sem trúir því að hann beri ábyrgð á að ,,öllum líði vel“. Hann verður afar meðvirkur með tilfinningum annarra og hugsar stanslaust um líðan annarra og forðast í lengstu lög allt það sem gæti látið öðrum líða illa eða verið óþægilegt. Hann fær ofhugsanir um hvernig hinum og þessum myndi líða ef hann myndi gera eða segja þetta eða hitt. Hann lætur síðan stjórnast af eigin ofhugsunum og ályktunum um hugsanleg tilfinningaviðbrögð annarra við eigin hegðun. Viðkomandi gefur frá sér frelsið sitt og gefur tilfinningum annarra vald yfir lífi sínu. Óheilbrigð ábyrgð getur verið mjög þung byrði að bera og er aldrei gagnleg. Lausnin? Að öðlast heilbrigða ábyrgð og vinna með eigið hugarfar. Fyrsta skrefið er að endurskilgreina eigin ábyrgð. Á hverju ber ég ábyrgð raunverulega? Hafðu það einfalt. Mér. Börnunum mínum ef þau eru enn börn. Hundinum mínum. Punktur. Þú berð ekki ábyrgð á fullorðnum börnum þínum. Þú berð ekki ábyrgð á barnabörnunum. Foreldrarnir bera þá ábyrgð. Þú berð ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og hvað þá þeirra tilfinningum eða hugsunum. Hver manneskja ber ábyrgð á sjálfri sér. Vá þvílíkur léttir og frelsi og friður í hugann. :) Gangi þér vel. Höfundur er dáleiðari og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ofhugsun, þráhyggja, áhyggjur, of margar hugsanir of hraðar hugsanir, neikvæðar hugsanir...‘ Er þvottavélin á yfirsnúningi? Þegar kemur að lífsgæðum okkar, almennu heilbrigði og líðan er lykilatriði að gefa hugsunum okkar ríkan gaum. Já, þú þarft að hugsa um hvað þú ert að hugsa! Hver hugsun er orka. Við erum að hugsa 60-80.000 hugsanir daglega. Það er gríðarleg orkuframleiðsla. Krónískir ofhugsarar hugsa jafnvel margfalt fleiri hugsanir á hverjum degi en hinn venjulegi meðalhugsari. Oft eru þessar hugsanir einnig neikvæðar sem gerir vandann meiri. Óheilbrigt hugarfar er ein af meginrótum þreytu, orkuleysis og vanlíðunar, sérstaklega ofhugsanir. Ef hugsanirnar eru alltaf á miljón, alltof margar, alltof hraðar og jafnvel neikvæðar, þá er þetta eins og að vera í stöðugri erfiðisvinnu í hausnum á sér alla daga allan daginn. Hver hugsun er orka og öll orkan þín fer í allar þessar endalausu hugsanir og þú átt þá enga orku eftir. Ofhugsarar glíma einnig oft við svefnleysi eða óheilbrigðan svefn. Þeir ná ekki að róa hugann og þar með koma ró á orkuna sína sem er mikilvægt til að ná að sofna og sofa vel. Jafnvel þótt líkaminn liggi kyrr upp í rúmi, ef hugsanirnar eru á fullri ferð í allar áttir þá er orkan okkar á fullri ferð í allar áttir líka. Allt er orka. Orkan okkar hverju sinni stýrir lífsgæðum okkar, líðan okkar og heilsu. Er orkan þín full af ófriði, streitu, kvíða, ótta, reiði, þreytu eða jafnvel hatri? Eða er orkan þín full af friði, ró, kærleika, gleði, frelsi, von, trú og trausti? Þú hefur val. Þú getur umbreytt orkunni þinni og þar með líðan þinni. Orkan þín samanstendur af hugsunum þínum, því sem þú trúir í hjarta þínu og því sem þú segir. Með því að breyta þessu getur þú breytt orkunni þinni. Rót ofhugsana er óheilbrigð ábyrgð. Að trúa því í hjarta sínu að maður beri ábyrgð á öllu mögulegu og ómögulegu. Trúa jafnvel því að maður verði að bjarga öllu og öllum. Að maður sé bjargvætturinn mikli. Að maður beri ábyrgð á tilfinningum annarra, að ekkert slæmt gerist, að öllum líði vel, osfrv. Dæmi: Trú: „Ég ber ábyrgð á því að ekkert slæmt gerist“ Afleiðing þessa eru stanslausar ofhugsanir um allt það slæma sem mögulega gæti gerst, og hvernig þú myndir bregðast við því hverju sinni til að afstýra því að það slæma myndi gerast. Af því að innst inni ertu að reyna að axla þessa ábyrgð. En engin manneskja getur axlað slíka ábyrgð. Fyrir utan það að það eru lítil takmörk fyrir því sem getur gerst. Enginn getur fyrirséð allt slíkt og verið þannig ,,undirbúinn undir það“. Fólk á það samt sem áður til að slíta sér út við að reyna. Þetta er mikið álag. Annað dæmi er einstaklingur sem trúir því að hann beri ábyrgð á að ,,öllum líði vel“. Hann verður afar meðvirkur með tilfinningum annarra og hugsar stanslaust um líðan annarra og forðast í lengstu lög allt það sem gæti látið öðrum líða illa eða verið óþægilegt. Hann fær ofhugsanir um hvernig hinum og þessum myndi líða ef hann myndi gera eða segja þetta eða hitt. Hann lætur síðan stjórnast af eigin ofhugsunum og ályktunum um hugsanleg tilfinningaviðbrögð annarra við eigin hegðun. Viðkomandi gefur frá sér frelsið sitt og gefur tilfinningum annarra vald yfir lífi sínu. Óheilbrigð ábyrgð getur verið mjög þung byrði að bera og er aldrei gagnleg. Lausnin? Að öðlast heilbrigða ábyrgð og vinna með eigið hugarfar. Fyrsta skrefið er að endurskilgreina eigin ábyrgð. Á hverju ber ég ábyrgð raunverulega? Hafðu það einfalt. Mér. Börnunum mínum ef þau eru enn börn. Hundinum mínum. Punktur. Þú berð ekki ábyrgð á fullorðnum börnum þínum. Þú berð ekki ábyrgð á barnabörnunum. Foreldrarnir bera þá ábyrgð. Þú berð ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki og hvað þá þeirra tilfinningum eða hugsunum. Hver manneskja ber ábyrgð á sjálfri sér. Vá þvílíkur léttir og frelsi og friður í hugann. :) Gangi þér vel. Höfundur er dáleiðari og fyrirlesari.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar