Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2024 07:17 Ríkharður Jónsson frá Brúnastöðum í Fljótum rifjar upp síldarleitarflug Loftleiðamanna og segir frá samskiptum þeirra við heimamenn. Sigurjón Ólason Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur. Í þættinum Flugþjóðin sýna þau Inga Dagfinnsdóttir, dóttir Dagfinns Stefánssonar flugstjóra, og Ríkharður Jónsson frá Brúnastöðum okkur bækistöð síldarleitarflugs Loftleiða við Miklavatn. Inga Dagfinnsdóttir sýnir hvar bækistöð síldarleitarflugsins var. Fyrir aftan er Loftleiðafánanum flaggað.Sigurjón Ólason „Hér voru þeir frumkvöðlarnir Alfreð, Kristinn Olsen, pabbi, Smári Karlsson og fleiri. Og þeir flugu hérna daginn út og daginn inn í leit að síldinni. Þarna var verið að byggja upp heila starfsgrein í fluginu,“ segir Inga. Frá bækistöð síldarleitarflugs Loftleiða við Miklavatn.Halldór Sigurjónsson Margar af bestu ljósmyndunum sem til eru frá upphafsárum Loftleiða tók fyrsti flugvirki félagsins, Halldór Sigurjónsson. Sonur hans, Kristinn Halldórsson, varðveitir myndasafn föður síns og sýnir í þættinum fjölda sögulegra mynda, meðal annars frá síldarleitinni. Flugbátur Loftleiða í flugtaksbruni á Miklavatni.Halldór Sigurjónsson Systkinin Geirþrúður og Haukur Alfreðsbörn svara því hversvegna talað er um Loftleiðaævintýrið en aðeins tveimur árum eftir stofnun félagsins keyptu Loftleiðamenn fjögurra hreyfla Skymaster-flugvél, fjarka, fyrstu stóru millilandaflugvél Íslendinga. Ríkharður Jónsson man eftir upphafinu á Miklavatni en hann var þá níu ára gamall. Á vatnsbakkanum sýnir hann okkur minjar frá síldarleitinni og rifjar upp sögur af samskiptum Loftleiðamanna við Fljótamenn. Gert var við flugvélarnar undir berum himni á vatnsbakkanum.Halldór Sigurjónsson Þau Inga og Ríkharður lýsa tilverunni við Miklavatn hjá þessum brautryðjendum íslensks atvinnuflugs. Þeir sváfu í tjöldum, veiddu silung í matinn og gerðu við flugvélarnar undir berum himni. „Það voru böll í Haganesvík, það var kallað Hótel Vík, og ég heyrði að þeir hefðu verið eftirsóttir á þessum böllum, af kvenþjóðinni. Þeir fóru í sínum flugbúningi og húfu og þá náttúrlega tóku þær eftir þeim. Þeir áttu séns,“ segir Ríkharður. Unnið að hreyfilviðgerð við Miklavatn.Halldór Sigurjónsson Í þættinum er heilsað upp á fyrrum Loftleiðastarfsmenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða en einnig flugfreyjur sem unnu hjá Loftleiðum og kalla sig Átturnar. Þær hafa meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra í hópnum, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hóf ferilinn á DC 6-vélum. Þátturinn um Loftleiðir verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 16:55. Hér má sjá tíu mínútna myndskeið úr þættinum: Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Fjórði þáttur er á dagskrá annaðkvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um umfang flugstarfsemi á Íslandi og efnahagsáhrif hennar. Flugþjóðin Icelandair Fréttir af flugi Skagafjörður Fornminjar Tengdar fréttir Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið Samstarf Loftleiðamanna við flugfélag norska skipakóngsins Ludvigs Braathen var í raun byrjunin á Loftleiðaævintýrinu, að mati barna Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin. 16. september 2024 21:21 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin sýna þau Inga Dagfinnsdóttir, dóttir Dagfinns Stefánssonar flugstjóra, og Ríkharður Jónsson frá Brúnastöðum okkur bækistöð síldarleitarflugs Loftleiða við Miklavatn. Inga Dagfinnsdóttir sýnir hvar bækistöð síldarleitarflugsins var. Fyrir aftan er Loftleiðafánanum flaggað.Sigurjón Ólason „Hér voru þeir frumkvöðlarnir Alfreð, Kristinn Olsen, pabbi, Smári Karlsson og fleiri. Og þeir flugu hérna daginn út og daginn inn í leit að síldinni. Þarna var verið að byggja upp heila starfsgrein í fluginu,“ segir Inga. Frá bækistöð síldarleitarflugs Loftleiða við Miklavatn.Halldór Sigurjónsson Margar af bestu ljósmyndunum sem til eru frá upphafsárum Loftleiða tók fyrsti flugvirki félagsins, Halldór Sigurjónsson. Sonur hans, Kristinn Halldórsson, varðveitir myndasafn föður síns og sýnir í þættinum fjölda sögulegra mynda, meðal annars frá síldarleitinni. Flugbátur Loftleiða í flugtaksbruni á Miklavatni.Halldór Sigurjónsson Systkinin Geirþrúður og Haukur Alfreðsbörn svara því hversvegna talað er um Loftleiðaævintýrið en aðeins tveimur árum eftir stofnun félagsins keyptu Loftleiðamenn fjögurra hreyfla Skymaster-flugvél, fjarka, fyrstu stóru millilandaflugvél Íslendinga. Ríkharður Jónsson man eftir upphafinu á Miklavatni en hann var þá níu ára gamall. Á vatnsbakkanum sýnir hann okkur minjar frá síldarleitinni og rifjar upp sögur af samskiptum Loftleiðamanna við Fljótamenn. Gert var við flugvélarnar undir berum himni á vatnsbakkanum.Halldór Sigurjónsson Þau Inga og Ríkharður lýsa tilverunni við Miklavatn hjá þessum brautryðjendum íslensks atvinnuflugs. Þeir sváfu í tjöldum, veiddu silung í matinn og gerðu við flugvélarnar undir berum himni. „Það voru böll í Haganesvík, það var kallað Hótel Vík, og ég heyrði að þeir hefðu verið eftirsóttir á þessum böllum, af kvenþjóðinni. Þeir fóru í sínum flugbúningi og húfu og þá náttúrlega tóku þær eftir þeim. Þeir áttu séns,“ segir Ríkharður. Unnið að hreyfilviðgerð við Miklavatn.Halldór Sigurjónsson Í þættinum er heilsað upp á fyrrum Loftleiðastarfsmenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða en einnig flugfreyjur sem unnu hjá Loftleiðum og kalla sig Átturnar. Þær hafa meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra í hópnum, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hóf ferilinn á DC 6-vélum. Þátturinn um Loftleiðir verður endursýndur á Stöð 2 síðdegis í dag, sunnudag, klukkan 16:55. Hér má sjá tíu mínútna myndskeið úr þættinum: Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Fjórði þáttur er á dagskrá annaðkvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um umfang flugstarfsemi á Íslandi og efnahagsáhrif hennar.
Flugþjóðin Icelandair Fréttir af flugi Skagafjörður Fornminjar Tengdar fréttir Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið Samstarf Loftleiðamanna við flugfélag norska skipakóngsins Ludvigs Braathen var í raun byrjunin á Loftleiðaævintýrinu, að mati barna Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin. 16. september 2024 21:21 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið Samstarf Loftleiðamanna við flugfélag norska skipakóngsins Ludvigs Braathen var í raun byrjunin á Loftleiðaævintýrinu, að mati barna Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin. 16. september 2024 21:21
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27