Hvers vegna að fella ísbirni? Bjarki Sigurðsson skrifar 20. september 2024 22:31 Þorvaldur Þór Björnsson er hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Vísir/Vilhelm Ísbjörninn sem kom á land á Hornströndum í gær var birna, líklegast tveggja eða þriggja vetra. Birnan var ekki í góðum holdum þegar hún kom hingað á land. Líklega hafði aðeins reynt á fituforðann síðustu daga. Kona á níræðisaldri í sumarhúsi tilkynnti lögreglu um birnuna sem var felld nokkrum tímum síðar. Koma ísbjarna á íslenska grundu vekur ávallt mikla athygli. Húnninn í gær kom upp á land við Höfðaströnd á Hornströndum. Fyrir það kom síðast hingað stálpuð birna sumarið 2016 og þar á undan björn árið 2011. Bæði dýr voru felld. Lítill björn sem gekk á land janúar 2010 á Þistilfirði var einnig felldur. Tvö dýr komu svo á land 2008 með einungis tveggja vikna millibili. Fyrri björninn var felldur í byrjun júní. Sú ákvörðun þótti afar umdeild og þegar annar björn kom á land tveimur vikum síðar var ákveðið að reyna að svæfa hann og flytja hann úr landi. Novator, félag Björgólfs Thors, bauðst til þess að greiða fyrir flutninginn og hingað til lands kom danskur sérfræðingur með ísbjarnabúr. Sá þurfti að komast í þrjátíu metra fjarlægð frá birninum til að svæfa hann en á leið sinni nær truflaðist björninn og stefndi í átt að hafi. Því var ákveðið að fella hann líka. Eftir þetta hefur ekki verið reynt að svæfa björn en í skýrslu sem starfshópur skilaði af sér eftir málin tvö segir að vænlegasti kosturinn fyrir íslensku þjóðina sé að fella dýrin. En hvers vegna er verið að fella dýrin? „Þó við myndum svæfa það, sem þarf að gerast við alveg sérstök skilyrði því ef þú skýtur deyfilyfi í dýr sem er stressað, þá virkar kannski ekki sprautan og ef hún virkar og það ofhitnar, þá drepst dýrið úr hitakrampa. En við getum hvergi komið því fyrir. Danir neita að taka við því fyrir hönd Grænlendinga, eða hafa milligöngu með það,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Hræið er nú hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Vilhelm „Það var haft samband við grænlenskan dýralækni núna og hann sagði nei. Þeir vildu ekki fá það. Ef við erum með það og gefum því að borða í einhvern tíma, þá verður það mannvant. Ef við myndum sleppa dýrinu í Grænlandi myndi það fara beint inn í þorp. Hann myndi finna það.“ Birnirnir ættu erfitt með að lifa af hér á landi. „Ég hef hitt útlendinga og talað við marga. Ég tek símann úr sambandi yfir nóttina því það er hringt í mig endalaust og sagt hvað ég er vondur maður þó ég komi þannig ekki að þessu. En ég hef sagt við menn sem ég hef hitt á Hornströndum að birnir gætu lifað hér á landi ef við fengjum nóg af túristum,“ segir Þorvaldur kíminn. Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Danmörk Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
Koma ísbjarna á íslenska grundu vekur ávallt mikla athygli. Húnninn í gær kom upp á land við Höfðaströnd á Hornströndum. Fyrir það kom síðast hingað stálpuð birna sumarið 2016 og þar á undan björn árið 2011. Bæði dýr voru felld. Lítill björn sem gekk á land janúar 2010 á Þistilfirði var einnig felldur. Tvö dýr komu svo á land 2008 með einungis tveggja vikna millibili. Fyrri björninn var felldur í byrjun júní. Sú ákvörðun þótti afar umdeild og þegar annar björn kom á land tveimur vikum síðar var ákveðið að reyna að svæfa hann og flytja hann úr landi. Novator, félag Björgólfs Thors, bauðst til þess að greiða fyrir flutninginn og hingað til lands kom danskur sérfræðingur með ísbjarnabúr. Sá þurfti að komast í þrjátíu metra fjarlægð frá birninum til að svæfa hann en á leið sinni nær truflaðist björninn og stefndi í átt að hafi. Því var ákveðið að fella hann líka. Eftir þetta hefur ekki verið reynt að svæfa björn en í skýrslu sem starfshópur skilaði af sér eftir málin tvö segir að vænlegasti kosturinn fyrir íslensku þjóðina sé að fella dýrin. En hvers vegna er verið að fella dýrin? „Þó við myndum svæfa það, sem þarf að gerast við alveg sérstök skilyrði því ef þú skýtur deyfilyfi í dýr sem er stressað, þá virkar kannski ekki sprautan og ef hún virkar og það ofhitnar, þá drepst dýrið úr hitakrampa. En við getum hvergi komið því fyrir. Danir neita að taka við því fyrir hönd Grænlendinga, eða hafa milligöngu með það,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Hræið er nú hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Vilhelm „Það var haft samband við grænlenskan dýralækni núna og hann sagði nei. Þeir vildu ekki fá það. Ef við erum með það og gefum því að borða í einhvern tíma, þá verður það mannvant. Ef við myndum sleppa dýrinu í Grænlandi myndi það fara beint inn í þorp. Hann myndi finna það.“ Birnirnir ættu erfitt með að lifa af hér á landi. „Ég hef hitt útlendinga og talað við marga. Ég tek símann úr sambandi yfir nóttina því það er hringt í mig endalaust og sagt hvað ég er vondur maður þó ég komi þannig ekki að þessu. En ég hef sagt við menn sem ég hef hitt á Hornströndum að birnir gætu lifað hér á landi ef við fengjum nóg af túristum,“ segir Þorvaldur kíminn.
Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Danmörk Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira