LIV-kylfingar mega áfram taka þátt í Ryder-bikarnum og PGA-meistaramótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 23:31 LIV-kylfingurinn Brooks Koepka mun áfram geta keppt á PGA-meistaramótinu sem og verið hluti af liði Ryder-liði Bandaríkjanna. Vísir/Getty Images PGA-samtökin hafa gefið út að þeir kylfingar sem hafa gengið til liðs við LIV-mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu muni nú geta tekið þátt í Ryder-bikarnum sem og PGA-meistaramótinu í golfi. Mikið var rætt og ritað þegar LIV-mótaröðin braust fram á sjónarsviðið þar sem fjöldi heimsþekktra kylfinga sagði skilið við PGA og tók gylliboðum LIV. Nú hefur PGA staðfest að LIV-kylfingar geti tekið þátt bæði í PGA-meistaramótinu sem og Ryder-bikarnum. Í yfirlýsingu PGA segir að markmiðið sé að bjóða upp á eins sterkt meistaramót og hægt sé. Þá sé markmiðið að geta stillt upp sterkasta liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum og því geti LIV-kylfingar þar til greina séu þeir með nægilega mörg stig. Þetta eru þannig séð ekki nýjar fréttir þar sem LIV-kylfingar hafa tekið þátt á meistaramótinu undanfarin tvö ár og þá var Brooks Koepka hluti af liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum á síðasta ári. A Statement from the PGA of America. pic.twitter.com/Lg92Dl8U30— PGA of America (@PGA) September 19, 2024 Nú hefur hins vegar verið staðfest að það verði áfram þannig og hver veit nema fleiri kylfingar taki því gylliboðum LIV-mótaraðarinnar á næstu misserum. Golf PGA-meistaramótið Ryder-bikarinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mikið var rætt og ritað þegar LIV-mótaröðin braust fram á sjónarsviðið þar sem fjöldi heimsþekktra kylfinga sagði skilið við PGA og tók gylliboðum LIV. Nú hefur PGA staðfest að LIV-kylfingar geti tekið þátt bæði í PGA-meistaramótinu sem og Ryder-bikarnum. Í yfirlýsingu PGA segir að markmiðið sé að bjóða upp á eins sterkt meistaramót og hægt sé. Þá sé markmiðið að geta stillt upp sterkasta liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum og því geti LIV-kylfingar þar til greina séu þeir með nægilega mörg stig. Þetta eru þannig séð ekki nýjar fréttir þar sem LIV-kylfingar hafa tekið þátt á meistaramótinu undanfarin tvö ár og þá var Brooks Koepka hluti af liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum á síðasta ári. A Statement from the PGA of America. pic.twitter.com/Lg92Dl8U30— PGA of America (@PGA) September 19, 2024 Nú hefur hins vegar verið staðfest að það verði áfram þannig og hver veit nema fleiri kylfingar taki því gylliboðum LIV-mótaraðarinnar á næstu misserum.
Golf PGA-meistaramótið Ryder-bikarinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira