Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 11:22 Þrjú hundruð eru sagðir alvarlega særðir eftir sprengingar gærdagsins. AP Forsvarsmenn taívanska fyrirtækisins Gold Apollo, eins stærsta framleiðanda símboða heims, segjast ekki hafa framleitt tækin sem sprungu í Líbanon og Sýrlandi í gær. Þess í stað hafi tækin verið framleidd af ungversku fyrirtæki sem kallast BAC Consulting Kft. eftir að samningur var gerður milli fyrirtækjanna. Myndir af sprungnum símboðum sína merkingar sem benda til þess að símboðarnir hafi verið af gerðinni AR-924, sem upprunalega voru framleiddir af Gold Apollo. Hsu Ching-kuang, stofnandi Gold Apollo, sagði blaðamönnum í morgun að BAC hefði framleitt þessi tæki í tæp tvö ár og að hann hefði ekki hugmynd um hvernig sprengjum hefði verið komið fyrir í símboðunum. „Ég er bara að sinna fyrirtæki mínu. Af hverju er ég tengdur við einhverja hryðjuverkaárás,“ sagði Hsu, samkvæmt frétt Washington Post. Hsu Ching-kuang, stofnandi Apollo-Gold.AP/Johnson Lai New York Times hefur eftir Hsu að BAC hafi gott orðspor á símboðamarkaðnum. Vísaði hann þó til „undarlegs“ atviks þegar banki í Tavían stöðvaði millifærslu frá BAC vegna gruns um að millifærslan kæmi frá ríki í Mið-Austurlöndum. Viðskiptaráðuneyti Taívans segir gögn ekki sýna beinar sendingar símboða til Líbanon. Þess í stað hafi slík tæki að mestu verið send til Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirspurnum og símtölum til BAC hefur ekki verið svarað. Vefsíðu fyrirtækisins hefur þar að auki verið lokað. Þó nokkur fyrirtæki eru skráð með höfuðstöðvar í sama húsnæði og BAC Consulting KFT. Líklega er um skúffufélag að ræða.AP/Denes Erdos Blaðamenn AP fréttaveitunnar skoðuðu heimilisfangið í Búdapest, þar sem BAC er sagt vera til húsa. Þar kom kona til dyra sem neitaði að kynna sig. Hún sagði að húsnæðið væri skráð sem höfuðstöðvar nokkurra fyrirtækja. Cristiana Rosaria Bársony-Arcidiacono er skráður eigandi fyrirtækisins en fjölmiðlum ytra hefur ekki tekist að ná sambandi við hana. AP segir BAC líklega einhverskonar skúffufyrirtæki. Tala látinna komin í tólf Umræddur símboði getur einungis tekið við skilaboðum og sendir ekki neitt frá sér. Þá er rafhlaða hans á stærð við AA batterí og er ómögulegt að það geti sprungið svo fólk láti lífið, samkvæmt fyrirtækinu. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í morgun að tala látinna væri komin í tólf og þar af væru tvö börn. Um 2.800 manns eru sagðir hafa særst og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegu ástandi, samkvæmt ráðherranum. Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Skilaboðin eru sögð hafa virkjað sprengjur sem búið var að koma fyrir í fjölmörgum símboðum og sprungu þeir samstundis í Líbanon og í Sýrlandi, þar sem Hezbollah-hryðjuverkasamtökin eru umsvifamikil. Leiðtogar Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna hafa viðurkennt að símboðarnir voru þeirra. Þeir saka Ísraela um árásina og hafa heitið hefndum. New York Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að sprengjum hefði verið komið fyrir í símana á einhverjum tímapunkti áður en þeir voru seldir til Hezbollah. Líbanon Taívan Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Myndir af sprungnum símboðum sína merkingar sem benda til þess að símboðarnir hafi verið af gerðinni AR-924, sem upprunalega voru framleiddir af Gold Apollo. Hsu Ching-kuang, stofnandi Gold Apollo, sagði blaðamönnum í morgun að BAC hefði framleitt þessi tæki í tæp tvö ár og að hann hefði ekki hugmynd um hvernig sprengjum hefði verið komið fyrir í símboðunum. „Ég er bara að sinna fyrirtæki mínu. Af hverju er ég tengdur við einhverja hryðjuverkaárás,“ sagði Hsu, samkvæmt frétt Washington Post. Hsu Ching-kuang, stofnandi Apollo-Gold.AP/Johnson Lai New York Times hefur eftir Hsu að BAC hafi gott orðspor á símboðamarkaðnum. Vísaði hann þó til „undarlegs“ atviks þegar banki í Tavían stöðvaði millifærslu frá BAC vegna gruns um að millifærslan kæmi frá ríki í Mið-Austurlöndum. Viðskiptaráðuneyti Taívans segir gögn ekki sýna beinar sendingar símboða til Líbanon. Þess í stað hafi slík tæki að mestu verið send til Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirspurnum og símtölum til BAC hefur ekki verið svarað. Vefsíðu fyrirtækisins hefur þar að auki verið lokað. Þó nokkur fyrirtæki eru skráð með höfuðstöðvar í sama húsnæði og BAC Consulting KFT. Líklega er um skúffufélag að ræða.AP/Denes Erdos Blaðamenn AP fréttaveitunnar skoðuðu heimilisfangið í Búdapest, þar sem BAC er sagt vera til húsa. Þar kom kona til dyra sem neitaði að kynna sig. Hún sagði að húsnæðið væri skráð sem höfuðstöðvar nokkurra fyrirtækja. Cristiana Rosaria Bársony-Arcidiacono er skráður eigandi fyrirtækisins en fjölmiðlum ytra hefur ekki tekist að ná sambandi við hana. AP segir BAC líklega einhverskonar skúffufyrirtæki. Tala látinna komin í tólf Umræddur símboði getur einungis tekið við skilaboðum og sendir ekki neitt frá sér. Þá er rafhlaða hans á stærð við AA batterí og er ómögulegt að það geti sprungið svo fólk láti lífið, samkvæmt fyrirtækinu. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í morgun að tala látinna væri komin í tólf og þar af væru tvö börn. Um 2.800 manns eru sagðir hafa særst og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegu ástandi, samkvæmt ráðherranum. Klukkan 15:30 að staðartíma í Líbanon fengu allir símboðarnir skilaboð, sem virtust fyrst um sinn koma frá leiðtogum Hezbollah. Skilaboðin eru sögð hafa virkjað sprengjur sem búið var að koma fyrir í fjölmörgum símboðum og sprungu þeir samstundis í Líbanon og í Sýrlandi, þar sem Hezbollah-hryðjuverkasamtökin eru umsvifamikil. Leiðtogar Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna hafa viðurkennt að símboðarnir voru þeirra. Þeir saka Ísraela um árásina og hafa heitið hefndum. New York Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að sprengjum hefði verið komið fyrir í símana á einhverjum tímapunkti áður en þeir voru seldir til Hezbollah.
Líbanon Taívan Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Tengdar fréttir Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38
Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06