Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 14:02 Pep Guardiola smellir kossi á Englandsmeistarabikarinn sem hann þekkir svo vel, en Manchester City hefur unnið titilinn fjögur ár í röð. Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ánægður með það að réttarhöld yfir félaginu geti hafist á mánudaginn, vegna 115 meintra brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Englandsmeistararnir voru ákærðir í febrúar 2023, eftir fjögurra ára rannsókn óháðrar nefndar á vegum úrvalsdeildarinnar. Nú er loks komið að „réttarhöldum aldarinnar í íþróttum“, eins og þau hafa verið kölluð, en talið er að þau muni standa yfir í um tíu vikur og að niðurstaða fáist mögulega snemma á næsta ári. Hin meintu brot ná yfir 14 ára tímabil en forráðamenn City hafa ávallt neitað sök. Verði félagið dæmt gæti það hins vegar orðið eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar, og félaginu í versta falli sparkað úr úrvalsdeildinni. Guardiola hefur hins vegar ekki áhyggjur af því að sú verði raunin og bíður spenntur eftir niðurstöðunni. „Þetta byrjar fljótlega og þessu lýkur vonandi fljótlega. Óháður dómur mun taka ákvörðun og ég hlakka til ákvörðunarinnar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag. „Ég er glaður yfir því að þetta byrji á mánudaginn. Ég veit að það verða orðrómar, nýir sérfræðingar um mögulega dóma. Við sjáum til. Ég veit til hvers fólk hlakkar, við hverju það býst, ég veit því ég hef lesið um það í mörg, mörg ár. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Svo við skulum sjá til,“ sagði Guardiola. Aké meiddur og óvissa um Haaland Manchester City hefur unnið átta Englandsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og fjölda fleiri titla frá því að núverandi eigendur, Abu Dhabi United Group, eignuðust félagið árið 2008. Liðið mætir Brentford á morgun þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju og sagði Guardiola að staðan yrði tekin varðandi Erling Haaland á morgun, en hann syrgir náinn fjölskylduvin sem lést í vikunni, 59 ára gamall. „Þetta er erfiður tími fyrir hann [Haaland] og hans fjölskyldu og við sjáum til á morgun hvort að hann ráði við þetta, likamlega og andlega,“ sagði Guardiola. Guardiola staðfesti jafnframt að hollenski miðvörðurinn Nathan Aké ætti við meiðsli að stríða og yrði ekki með City fyrr en eftir næsta landsleikjahlé, í október. Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira
Englandsmeistararnir voru ákærðir í febrúar 2023, eftir fjögurra ára rannsókn óháðrar nefndar á vegum úrvalsdeildarinnar. Nú er loks komið að „réttarhöldum aldarinnar í íþróttum“, eins og þau hafa verið kölluð, en talið er að þau muni standa yfir í um tíu vikur og að niðurstaða fáist mögulega snemma á næsta ári. Hin meintu brot ná yfir 14 ára tímabil en forráðamenn City hafa ávallt neitað sök. Verði félagið dæmt gæti það hins vegar orðið eitt stærsta fjármálahneyksli íþróttasögunnar, og félaginu í versta falli sparkað úr úrvalsdeildinni. Guardiola hefur hins vegar ekki áhyggjur af því að sú verði raunin og bíður spenntur eftir niðurstöðunni. „Þetta byrjar fljótlega og þessu lýkur vonandi fljótlega. Óháður dómur mun taka ákvörðun og ég hlakka til ákvörðunarinnar,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag. „Ég er glaður yfir því að þetta byrji á mánudaginn. Ég veit að það verða orðrómar, nýir sérfræðingar um mögulega dóma. Við sjáum til. Ég veit til hvers fólk hlakkar, við hverju það býst, ég veit því ég hef lesið um það í mörg, mörg ár. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð. Svo við skulum sjá til,“ sagði Guardiola. Aké meiddur og óvissa um Haaland Manchester City hefur unnið átta Englandsmeistaratitla, einn Evrópumeistaratitil og fjölda fleiri titla frá því að núverandi eigendur, Abu Dhabi United Group, eignuðust félagið árið 2008. Liðið mætir Brentford á morgun þegar enska úrvalsdeildin hefst að nýju og sagði Guardiola að staðan yrði tekin varðandi Erling Haaland á morgun, en hann syrgir náinn fjölskylduvin sem lést í vikunni, 59 ára gamall. „Þetta er erfiður tími fyrir hann [Haaland] og hans fjölskyldu og við sjáum til á morgun hvort að hann ráði við þetta, likamlega og andlega,“ sagði Guardiola. Guardiola staðfesti jafnframt að hollenski miðvörðurinn Nathan Aké ætti við meiðsli að stríða og yrði ekki með City fyrr en eftir næsta landsleikjahlé, í október.
Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira