„Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” Árni Gísli Magnússon skrifar 12. september 2024 21:30 Skarphéðinn Ívar lék uppeldisfélagið grátt. Haukar Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA á Akureyri nú í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 26-34. Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA í sumar og átti frábæran leik í kvöld og skoraði 8 mörk úr 12 skotum. Það var því gráupplagt að fá Skarphéðinn í stutt viðtal eftir að hafa leikið sína gömlu félaga grátt. „Það er alltaf gaman að spila í KA heimilinu, þótt að ég sé vanari að vera í gula búningum þá en alltaf góð tilfinning, alltaf jafn geggjuð stemming hérna.” Haukar spila í rauðu og því tilfinningin eflaust skrítin fyrir uppalinn KA mann að ganga inn á völlinn í litum sem Þór, erkifjendur KA, kenna sig við. „Það er smá öðruvísi sko, þetta eru smá blendnar tilfinningar, en ég veit ekki maður verður bara að halda áfram að spila”. Eins og fyrr segir skoraði Skarphéðinn átta mörk í dag og má vel við una. „Já bara mjög solid leikur hjá mér, mér fannst þetta ganga mjög fínt hjá okkur. Við dettum þarna niður aðeins í endann á fyrri hálfleik en annars bara góður heilsteyptur leikur.” „Við fáum einhverjar tvisvar tvær mínútur dæmdar á okkur og svo einhvernveginn hrynur bara allt á okkur í einhverjar sjö mínútur, ég man ekki hvað þetta var langur tími, en ég veit ekki, þetta bara allt á þessum tveimur mínútum og svo einhver keðja að mistökum eftir það”, sagði Skarphéðinn þegar hann var spurður út í kaflann í loks fyrri hálfleiks þegar KA skorar fimm mörk í röð og minnkar muninn í tvö mörk fyrir hálfleik. Skarphéðinn ber söguna vel af Haukum eftir vistaskiptin. „Eins og er líður mér bara mjög vel. Æfingarnar búnar að ganga vel bara og lífið fyrir sunnan bara fínt sko.” „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi handbolti, meiri svona handbolti 101 og svona stórir og þéttir gaurar þarna og bara fín breyting, bara fínt að spila með þessum gaurum sko.” „Nú er það bara ÍR í næsta leik og svo einhvernveginn er ég ekki búinn að skoða mikið meira sko, ég reyni bara að taka einn leik í einu, bara gamla klisjan, ég er ekki með neitt annað sko” sagði Skarphéðinn kíminn að lokum aðspurður hvernig framhaldið liti út. Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Það var því gráupplagt að fá Skarphéðinn í stutt viðtal eftir að hafa leikið sína gömlu félaga grátt. „Það er alltaf gaman að spila í KA heimilinu, þótt að ég sé vanari að vera í gula búningum þá en alltaf góð tilfinning, alltaf jafn geggjuð stemming hérna.” Haukar spila í rauðu og því tilfinningin eflaust skrítin fyrir uppalinn KA mann að ganga inn á völlinn í litum sem Þór, erkifjendur KA, kenna sig við. „Það er smá öðruvísi sko, þetta eru smá blendnar tilfinningar, en ég veit ekki maður verður bara að halda áfram að spila”. Eins og fyrr segir skoraði Skarphéðinn átta mörk í dag og má vel við una. „Já bara mjög solid leikur hjá mér, mér fannst þetta ganga mjög fínt hjá okkur. Við dettum þarna niður aðeins í endann á fyrri hálfleik en annars bara góður heilsteyptur leikur.” „Við fáum einhverjar tvisvar tvær mínútur dæmdar á okkur og svo einhvernveginn hrynur bara allt á okkur í einhverjar sjö mínútur, ég man ekki hvað þetta var langur tími, en ég veit ekki, þetta bara allt á þessum tveimur mínútum og svo einhver keðja að mistökum eftir það”, sagði Skarphéðinn þegar hann var spurður út í kaflann í loks fyrri hálfleiks þegar KA skorar fimm mörk í röð og minnkar muninn í tvö mörk fyrir hálfleik. Skarphéðinn ber söguna vel af Haukum eftir vistaskiptin. „Eins og er líður mér bara mjög vel. Æfingarnar búnar að ganga vel bara og lífið fyrir sunnan bara fínt sko.” „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi handbolti, meiri svona handbolti 101 og svona stórir og þéttir gaurar þarna og bara fín breyting, bara fínt að spila með þessum gaurum sko.” „Nú er það bara ÍR í næsta leik og svo einhvernveginn er ég ekki búinn að skoða mikið meira sko, ég reyni bara að taka einn leik í einu, bara gamla klisjan, ég er ekki með neitt annað sko” sagði Skarphéðinn kíminn að lokum aðspurður hvernig framhaldið liti út.
Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira