Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 08:01 Martin Ödegaard fann vel fyrir þessu eins og sjá má hér. Norðmenn kláruðu leikinn án hans en svo er að sjá hvað Arsenal liðið gerir missi hann af næstu leikjum. Getty/Mateusz Slodkowski Martin Ödegaard kemur ekki heill úr þessum landsleikjaglugga. Fyrirliði Arsenal meiddist í leik Norðmanna og Austurríkismanna í Þjóðadeildinni í gærkvöldi. Það er líklegt að Arsenal verði án eins síns besta leikmanns í næstu leikjum og næst á dagskrá er einmitt nágrannaslagurinn við Tottenham um næstu helgi. Ödegaard var augljóslega sárþjáður og hélt fyrir andlit sitt eftir að hann meiddist á vinstri ökkla. Ödegaard virtist snúa ökklann á sér eftir tæklingu frá austurríska miðjumanninum Christoph Baumgartner. ESPN segir frá. Ödegaard reyndi að halda áfram en haltraði af velli tveimur mínútum síðar. Erling Haaland kom til hans og reyndi að hughreysta fyrirliða sinn sem var mjög svekktur. „Meiðsli Martins Ödegaard litu líka illa út í búningsklefanum. Hann sat með sjúkraþjálfarana í kringum sig en það var enginn möguleiki fyrir hann að halda áfram. Við vitum að þetta var ökklatognun,“ sagði Stale Solbakken, þjálfari norska liðsins við TV2. „Þetta er vissulega tognun en við sem höfum spilað fótbolta vitum að þetta getur verið minniháttar ef heppnin er með þér og liðböndin eru ekki slitin,“ sagði Solbakken. Læknir norska liðsins vildi meina að þetta væri ekki mjög alvarleg tognun en að leikmaðurinn þurfi að fara í myndatöku til að þeir viti meira. Hann viðurkenndi samt að það væri erfitt að greina þetta almennilega fyrr en að bólgan hefur hjaðnað og þeir hafa séð myndir af ökklanum. Arsenal spilar við Tottenham næsta sunnudag og það er vitað að Declan Rice verður ekki með þar sem hann er í leikbanni. Svo tekur við Meistaradeildarleikur við Atalanta og svo toppslagur við Manchester City 22. september. Rosaleg vika framundan og Arsenal mögulega án fyrirliðans. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Sjá meira
Það er líklegt að Arsenal verði án eins síns besta leikmanns í næstu leikjum og næst á dagskrá er einmitt nágrannaslagurinn við Tottenham um næstu helgi. Ödegaard var augljóslega sárþjáður og hélt fyrir andlit sitt eftir að hann meiddist á vinstri ökkla. Ödegaard virtist snúa ökklann á sér eftir tæklingu frá austurríska miðjumanninum Christoph Baumgartner. ESPN segir frá. Ödegaard reyndi að halda áfram en haltraði af velli tveimur mínútum síðar. Erling Haaland kom til hans og reyndi að hughreysta fyrirliða sinn sem var mjög svekktur. „Meiðsli Martins Ödegaard litu líka illa út í búningsklefanum. Hann sat með sjúkraþjálfarana í kringum sig en það var enginn möguleiki fyrir hann að halda áfram. Við vitum að þetta var ökklatognun,“ sagði Stale Solbakken, þjálfari norska liðsins við TV2. „Þetta er vissulega tognun en við sem höfum spilað fótbolta vitum að þetta getur verið minniháttar ef heppnin er með þér og liðböndin eru ekki slitin,“ sagði Solbakken. Læknir norska liðsins vildi meina að þetta væri ekki mjög alvarleg tognun en að leikmaðurinn þurfi að fara í myndatöku til að þeir viti meira. Hann viðurkenndi samt að það væri erfitt að greina þetta almennilega fyrr en að bólgan hefur hjaðnað og þeir hafa séð myndir af ökklanum. Arsenal spilar við Tottenham næsta sunnudag og það er vitað að Declan Rice verður ekki með þar sem hann er í leikbanni. Svo tekur við Meistaradeildarleikur við Atalanta og svo toppslagur við Manchester City 22. september. Rosaleg vika framundan og Arsenal mögulega án fyrirliðans. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Sjá meira