Drap 81 dýr á þremur tímum Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 15:23 Lögregla fann riffla, haglabyssur og skammbyssur á vettvangi. Eftir að hafa leitað í húsbíl Vicente Arroyo fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. AP Maður sem grunaður er um að hafa drepið 81 dýr í Norður-Kaliforníu, þar á meðal smáhesta, geitur, hænur og páfagauka, segist alsaklaus. Meðal fórnarlamba hans voru smáhestarnir Lucky, Princess og Estrella auk fjölda annarra. Hinn 39 ára Vicente Arroyo mætti í dómsal á fimmtudag eftir að lögregla Monterey-sýslu handtók hann á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa skotið dýrin í stíum, hesthúsum og búrum á lóð í þorpinu Prunedale í Kaliforníu. Samkvæmt dómskjölum er Arroyo ákærður fyrir að drepa fjórtán geitur, níu hænur, sjö endur, fimm kanínur, hamstur, 33 páfagauka og þrjá smáhesta sem hétu Lucky, Estrella og Princess. Að sögn lögreglu lifðu einhver dýranna af skotárásina en vegna alvarleika áverka þeirra þurfti samt að lóga þeim. Efast um að Arroyo sé heill á geði Arroyo bjó í húsbíl á vínekru við hliðina á lóðinni þar sem dýrin voru geymd. Ekki er enn vitað hvers vegna hann ákvað að drepa dýrin. William Pernik, lögfræðingur Arroyo, sagði að eftir að hafa rætt við skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans hafi hann beðið dómarann um að framkvæmt yrði mat á geðheilbrigði Arroyo. „Við erum að eiga við einstakling sem hefur hlotið mjög alvarlegar ákærur og virðist ekki vera í réttu hugarástandi til að skilja málshöfðunina gegn sér,“ sagði Pernik í samtali við AP. Hann greindi einnig frá því að fjölskylda Arroyo hefði leitað til nokkurra geðheilbrigðisstofnana til að koma honum í hendur sérfræðinga en allt kom fyrir ekki. Dómarinn varð við beiðni lögfræðingsins um að framkvæmt yrði mat á Arroyo. „Hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð“ Lögregluyfirvöld í Monterey sögðust hafa fengið fjölda neyðarlínuhringinga upp úr þrjú aðfaranótt þriðjudags um að verið væri að hleypa af skotum í þorpinu Prunedal sem er þrettán kílómetra frá borginni Salinas. Eftir að lögregla mætti á svæðið var SWAT-teymi Monterey-sýslu kallað til og var Arroyo handtekinn í kjölfarið án nokkurrar mótspyrnu. Mynd af skothylkjum og byssukúlum sem fundust í húsbíl Arroyo.AP Lögregla fann átta skotvopn, þar á meðal riffla, haglabyssur og skammbyssur, á vettvangi og eftir að hafa leitað í húsbíl Arroyo þá fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. Arroyo hefur verið ákærður í mörgum ákæruliðum, þar á meðal fyrir dýraníð, fyrir að hleypa af byssu af vítaverðu gáleysi, skemmdarverk og glæpsamlegar hótanir. „Þetta er augljóslega hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð í þessari sýslu. Ég er viss um það,“ sagði Berkley Bannon umdæmissaksóknari við fjölmiðla á fimmtudag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Hestar Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Hinn 39 ára Vicente Arroyo mætti í dómsal á fimmtudag eftir að lögregla Monterey-sýslu handtók hann á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa skotið dýrin í stíum, hesthúsum og búrum á lóð í þorpinu Prunedale í Kaliforníu. Samkvæmt dómskjölum er Arroyo ákærður fyrir að drepa fjórtán geitur, níu hænur, sjö endur, fimm kanínur, hamstur, 33 páfagauka og þrjá smáhesta sem hétu Lucky, Estrella og Princess. Að sögn lögreglu lifðu einhver dýranna af skotárásina en vegna alvarleika áverka þeirra þurfti samt að lóga þeim. Efast um að Arroyo sé heill á geði Arroyo bjó í húsbíl á vínekru við hliðina á lóðinni þar sem dýrin voru geymd. Ekki er enn vitað hvers vegna hann ákvað að drepa dýrin. William Pernik, lögfræðingur Arroyo, sagði að eftir að hafa rætt við skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans hafi hann beðið dómarann um að framkvæmt yrði mat á geðheilbrigði Arroyo. „Við erum að eiga við einstakling sem hefur hlotið mjög alvarlegar ákærur og virðist ekki vera í réttu hugarástandi til að skilja málshöfðunina gegn sér,“ sagði Pernik í samtali við AP. Hann greindi einnig frá því að fjölskylda Arroyo hefði leitað til nokkurra geðheilbrigðisstofnana til að koma honum í hendur sérfræðinga en allt kom fyrir ekki. Dómarinn varð við beiðni lögfræðingsins um að framkvæmt yrði mat á Arroyo. „Hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð“ Lögregluyfirvöld í Monterey sögðust hafa fengið fjölda neyðarlínuhringinga upp úr þrjú aðfaranótt þriðjudags um að verið væri að hleypa af skotum í þorpinu Prunedal sem er þrettán kílómetra frá borginni Salinas. Eftir að lögregla mætti á svæðið var SWAT-teymi Monterey-sýslu kallað til og var Arroyo handtekinn í kjölfarið án nokkurrar mótspyrnu. Mynd af skothylkjum og byssukúlum sem fundust í húsbíl Arroyo.AP Lögregla fann átta skotvopn, þar á meðal riffla, haglabyssur og skammbyssur, á vettvangi og eftir að hafa leitað í húsbíl Arroyo þá fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. Arroyo hefur verið ákærður í mörgum ákæruliðum, þar á meðal fyrir dýraníð, fyrir að hleypa af byssu af vítaverðu gáleysi, skemmdarverk og glæpsamlegar hótanir. „Þetta er augljóslega hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð í þessari sýslu. Ég er viss um það,“ sagði Berkley Bannon umdæmissaksóknari við fjölmiðla á fimmtudag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Hestar Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira