Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2024 06:43 Í Búrfellslundi neðan Sultartangastíflu er gert ráð fyrir allt að þrjátíu vindmyllum með allt að 120 megavatta afli. Landsvirkjun Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá. Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin einnig að skora á ríkisstjórn Íslands að bregðast við og standa við loforð um nýja skattalega umgjörð um orkuvinnslu á Íslandi. Slík lög væru forsenda fyrir frekari uppbyggingu orkumannvirkja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fundargerð kemur fram að Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé mikilvægasta orkuvinnslusvæði Íslands en helmingur afls á svæðinu sé staðsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir séu á dagskrá en fyrir liggi að fyrirhugaðar virkjanir muni ekki skila sveitarfélaginu neinum tekjum. Það sitji hins vegar uppi með neikvæð umhverfisáhrif og veikara samfélag. „Í byrjun árs 2023 framkvæmdi KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar kom fram að sveitarfélagið hefur mjög takmarkaðan ávinning af þeirri gríðarlegu orkuframleiðslu sem á sér stað innan marka þess og í flestum þeim sviðsmyndum sem dregnar voru fram hefur starfsemin beint fjárhagslegt tap á rekstur Skeiða- og Gnúpverjahrepps,“ segir í fundargerðinni. „Vegna núverandi lagaumgjarðar er starfsemi Landsvirkjunar mesti áhættuþáttur í rekstri sveitarfélagsins. Slík staða er óásættanleg.“ Þá sé einnig óásættanleg sú staða sem lög um orkuvinnslu hafi skapað, þar sem gengið sé gegn sjálfstjórnunarrétti sveitarfélaga, þau svipt hluta af lögbundnum tekjustofnum sínum og skipulagsvald þeirra takmarkað. „Síðustu tvö ár hefur gríðarlega mikil vinna farið í að finna leiðir til þess að laga núverandi stöðu, bæði á vegum sveitarfélaga og ríkisins. Þann 8. febrúar 2024 kynnti fjármálaráðherra tillögur sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu. Frá þeim tíma hefur málið ekkert þokast áfram og telur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut fyrr en ný lög hafa tekið gildi, sem tryggja sveitarfélögum sanngjarnan efnahagslegan ávinning af núverandi virkjunum og þeim virkjunarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.“ Aðför gegn skipulagsvaldinu og hættulegt fordæmi Um Búrfellslund segir meðal annars að Landsvirkjun hafi talið að það þyrfti ekki að sækja um breytingar á skipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna lundarins, þar sem vindmyllurnar verði staðsettar í Rangárþingi ytra. Hins vegar sé ljóst að Búrfellslundur takmarki landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna nálægðar við sveitarfélagið. „Sú staðreynd sem uppi er, að sveitarfélög geti sett í skipulag sitt vindorkuver á sveitarfélagamörkum sínum án samráðs við aðliggjandi sveitarfélög er aðför að skipulagsvaldi þeirra og takmarkar landnotkun á því svæði sem næst eru vindorkuverunum. Slík vinnubrögð eru óásættanleg og gríðarlega hættulegt fordæmi í komandi uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi,“ segir í fundargerðinni. „Stjórnvöld á Íslandi hafa boðað stefnumörkun um vindorkuver á landinu þar sem fram kemur að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Staðsetning Búrfellslundar stríðir gegn þessari stefnumörkun þar sem hann er innan miðhálendislínunnar, við hliðina á Þjórsárdal þar sem er stærsta friðlýsing menningarminja, náttúru- og menningarlandslags á Íslandi. Vindorkuverið er jafnframt í nágrenni við gríðarlega uppbyggingu í ferðaþjónustu í Þjórsárdal.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá. Á sama fundi samþykkti sveitarstjórnin einnig að skora á ríkisstjórn Íslands að bregðast við og standa við loforð um nýja skattalega umgjörð um orkuvinnslu á Íslandi. Slík lög væru forsenda fyrir frekari uppbyggingu orkumannvirkja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fundargerð kemur fram að Þjórsár- og Tungnaársvæðið sé mikilvægasta orkuvinnslusvæði Íslands en helmingur afls á svæðinu sé staðsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Umfangsmiklar virkjanaframkvæmdir séu á dagskrá en fyrir liggi að fyrirhugaðar virkjanir muni ekki skila sveitarfélaginu neinum tekjum. Það sitji hins vegar uppi með neikvæð umhverfisáhrif og veikara samfélag. „Í byrjun árs 2023 framkvæmdi KPMG fjárhagslega greiningu á áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar kom fram að sveitarfélagið hefur mjög takmarkaðan ávinning af þeirri gríðarlegu orkuframleiðslu sem á sér stað innan marka þess og í flestum þeim sviðsmyndum sem dregnar voru fram hefur starfsemin beint fjárhagslegt tap á rekstur Skeiða- og Gnúpverjahrepps,“ segir í fundargerðinni. „Vegna núverandi lagaumgjarðar er starfsemi Landsvirkjunar mesti áhættuþáttur í rekstri sveitarfélagsins. Slík staða er óásættanleg.“ Þá sé einnig óásættanleg sú staða sem lög um orkuvinnslu hafi skapað, þar sem gengið sé gegn sjálfstjórnunarrétti sveitarfélaga, þau svipt hluta af lögbundnum tekjustofnum sínum og skipulagsvald þeirra takmarkað. „Síðustu tvö ár hefur gríðarlega mikil vinna farið í að finna leiðir til þess að laga núverandi stöðu, bæði á vegum sveitarfélaga og ríkisins. Þann 8. febrúar 2024 kynnti fjármálaráðherra tillögur sem gætu tryggt efnahagslegan ávinning nærumhverfis sveitarfélaga af orkuvinnslu. Frá þeim tíma hefur málið ekkert þokast áfram og telur sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut fyrr en ný lög hafa tekið gildi, sem tryggja sveitarfélögum sanngjarnan efnahagslegan ávinning af núverandi virkjunum og þeim virkjunarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.“ Aðför gegn skipulagsvaldinu og hættulegt fordæmi Um Búrfellslund segir meðal annars að Landsvirkjun hafi talið að það þyrfti ekki að sækja um breytingar á skipulagi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna lundarins, þar sem vindmyllurnar verði staðsettar í Rangárþingi ytra. Hins vegar sé ljóst að Búrfellslundur takmarki landnýtingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna nálægðar við sveitarfélagið. „Sú staðreynd sem uppi er, að sveitarfélög geti sett í skipulag sitt vindorkuver á sveitarfélagamörkum sínum án samráðs við aðliggjandi sveitarfélög er aðför að skipulagsvaldi þeirra og takmarkar landnotkun á því svæði sem næst eru vindorkuverunum. Slík vinnubrögð eru óásættanleg og gríðarlega hættulegt fordæmi í komandi uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi,“ segir í fundargerðinni. „Stjórnvöld á Íslandi hafa boðað stefnumörkun um vindorkuver á landinu þar sem fram kemur að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Staðsetning Búrfellslundar stríðir gegn þessari stefnumörkun þar sem hann er innan miðhálendislínunnar, við hliðina á Þjórsárdal þar sem er stærsta friðlýsing menningarminja, náttúru- og menningarlandslags á Íslandi. Vindorkuverið er jafnframt í nágrenni við gríðarlega uppbyggingu í ferðaþjónustu í Þjórsárdal.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira