Seðlabanki Íslands virðist lifa í hliðarveruleika við fólkið í landinu! Fjóla Einarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 07:01 Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Ef almenningur herðir sultarólina, ferðamenn hætta að keyra upp verðbólguna og nýbyggingar rísi hratt og örugglega (fyrir tilstilli álfa eða gnóma að næturlagi því verktakafyrirtæki halda að sér höndum á hávaxtatímum) til að anna eftirspurn. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti eru vægast sagt yfirþyrmandi ef ekki vafasamar. Hvar ertu Alþingi til þess að stoppa þessa vitleysu? Á meðan blæðir hinum almenna borgara út og sama má segja um litlu fyrirtækin í Iandinu. Gjaldþrot viku eftir viku. Nauðsynlegar framkvæmdir hjá sveitarfélögunum verða að bíða. Hvað er að frétta? Jú, það sem er að frétta er að ákvörðun Seðlabanka Íslands var kæfð í fjölmiðlum þar sem fréttir af Samgöngusáttmálanum (sem allir hafa skoðanir á) fór í loftið samdægurs. eldgosið kom svo á réttum tíma fyrir SÍ og tók yfir miðlana. Mótmæli stýrivaxtahækkana voru vart sjáanleg. Ragnar og Inga Sæland höfðu hátt en ekki hærra en eitt stykki samgöngusáttmáli og eldgos. Við þurfum öll að hafa hærra. Miklu hærra. Ég er að öskra núna. Nú eru mánaðarmót. Nú hefjast vanskilin af fullum þunga. Margir eru búnir að velta öllu eins langt og það kemst. Næsta sem verður ekki greitt eru húsnæðislánin. Staðreynd. Umboðsmaður skuldara veit það. Innheimtufyrirtækin vita það. Seðlabankastjóri Íslands sagði að vanskil væru ekki til staðar. Ha? Í hvaða hliðarveruleika eru vanskil á Íslandi ekki að aukast? Ætlum við sem þjóð að leyfa þessu að viðgangast og raungerast? Leyfa því að gerast að fólkið í landinu missi húsnæðin sín. Við sem höfum getu þurfum að vinna meira og hraðar til að ná að borga vextina. Þau sem hafa ekki þá getu láta húsnæðislánin ganga fyrir öllu, meiri að segja mat og nauðsynlegum lyfjum. Við sem þjóð eigum ekki að standa aðgerðalaus og horfa á okkar minnsta bróðir vera í þeirri aðstöðu. Punktur. Alþingi, í alvöru – hvar eru neyðarlögin? Það getur enginn beðið fram í nóvember ef hugsanlega, mögulega og kannski Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkunarferllið með örfáum punktum. En bara hugsanlega en þá þarf líka að vera búið að úthluta 10 þúsund lóðum og byggja 30 þúsund íbúðir á þeim á næstu þremur mánuðum…, nei 40 þúsund íbúðir á fimm þúsund lóðum, fækka ferðamönnum, lækka matvöruverð, lækka laun og ALLS ekki sóla á sér tærnar á Tene. Þá er fyrst hægt að mögulega, hugsanlega og kannski lækka vexti í NÓVEMBER. Veruleikinn sem við lifum í er orðinn hlægilegur. Hvar eru fulltrúar okkar, hins almenna borgara sem er að blæða út, á Alþingi þegar fulltrúar peningastefnunefndar Íslands fundar í Narníu á þriggja mánaða fresti og niðurstöðurnar eru eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Sjá meira
Það voru ansi margir sem urðu fyrir miklum og sárum vonbrigðum með ákvörðun Seðlabanka Íslands nú á dögunum um óbreytta stýrivexti. Mögulega, hugsanlega og kannski munu stýrivextir lækka örlítið, sáralítið eða oggupons í nóvember. Ef almenningur herðir sultarólina, ferðamenn hætta að keyra upp verðbólguna og nýbyggingar rísi hratt og örugglega (fyrir tilstilli álfa eða gnóma að næturlagi því verktakafyrirtæki halda að sér höndum á hávaxtatímum) til að anna eftirspurn. Kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti eru vægast sagt yfirþyrmandi ef ekki vafasamar. Hvar ertu Alþingi til þess að stoppa þessa vitleysu? Á meðan blæðir hinum almenna borgara út og sama má segja um litlu fyrirtækin í Iandinu. Gjaldþrot viku eftir viku. Nauðsynlegar framkvæmdir hjá sveitarfélögunum verða að bíða. Hvað er að frétta? Jú, það sem er að frétta er að ákvörðun Seðlabanka Íslands var kæfð í fjölmiðlum þar sem fréttir af Samgöngusáttmálanum (sem allir hafa skoðanir á) fór í loftið samdægurs. eldgosið kom svo á réttum tíma fyrir SÍ og tók yfir miðlana. Mótmæli stýrivaxtahækkana voru vart sjáanleg. Ragnar og Inga Sæland höfðu hátt en ekki hærra en eitt stykki samgöngusáttmáli og eldgos. Við þurfum öll að hafa hærra. Miklu hærra. Ég er að öskra núna. Nú eru mánaðarmót. Nú hefjast vanskilin af fullum þunga. Margir eru búnir að velta öllu eins langt og það kemst. Næsta sem verður ekki greitt eru húsnæðislánin. Staðreynd. Umboðsmaður skuldara veit það. Innheimtufyrirtækin vita það. Seðlabankastjóri Íslands sagði að vanskil væru ekki til staðar. Ha? Í hvaða hliðarveruleika eru vanskil á Íslandi ekki að aukast? Ætlum við sem þjóð að leyfa þessu að viðgangast og raungerast? Leyfa því að gerast að fólkið í landinu missi húsnæðin sín. Við sem höfum getu þurfum að vinna meira og hraðar til að ná að borga vextina. Þau sem hafa ekki þá getu láta húsnæðislánin ganga fyrir öllu, meiri að segja mat og nauðsynlegum lyfjum. Við sem þjóð eigum ekki að standa aðgerðalaus og horfa á okkar minnsta bróðir vera í þeirri aðstöðu. Punktur. Alþingi, í alvöru – hvar eru neyðarlögin? Það getur enginn beðið fram í nóvember ef hugsanlega, mögulega og kannski Seðlabanki Íslands muni hefja vaxtalækkunarferllið með örfáum punktum. En bara hugsanlega en þá þarf líka að vera búið að úthluta 10 þúsund lóðum og byggja 30 þúsund íbúðir á þeim á næstu þremur mánuðum…, nei 40 þúsund íbúðir á fimm þúsund lóðum, fækka ferðamönnum, lækka matvöruverð, lækka laun og ALLS ekki sóla á sér tærnar á Tene. Þá er fyrst hægt að mögulega, hugsanlega og kannski lækka vexti í NÓVEMBER. Veruleikinn sem við lifum í er orðinn hlægilegur. Hvar eru fulltrúar okkar, hins almenna borgara sem er að blæða út, á Alþingi þegar fulltrúar peningastefnunefndar Íslands fundar í Narníu á þriggja mánaða fresti og niðurstöðurnar eru eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun