Spilar fótbolta til að vera í landsliðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2024 19:15 Gylfi Þór var ferskur eftir æfingu með Val á Hlíðarenda í dag. Vísir/Sigurjón „Á meðan ég get spilað fótbolta mun ég spila fyrir landsliðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem verður með A-landsliði karla í fótbolta í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Gylfi Þór var á meðal þeirra leikmanna sem Åge Hareide valdi í landsliðshóp Íslands í dag fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Gylfi er ánægður að snúa aftur. „Tilfinningin er mjög góð, ég er búinn að bíða eftir þessu í tæpt ár núna. Tíu mánuði sirka. Ég er mjög ánægður og hlakka mikið til næstu viku,“ segir Gylfi í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Gylfi mættur aftur í landsliðið Fyrir þessum tíu mánuðum bætti Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 27 mörk. Í millitíðinni hefur hins vegar verið smá vesen á Gylfa. „Það voru bara meiðsli, að koma mér aftur í form og það var minnir mig í síðasta landsliðsglugga sem ég var byrjaður að fá í bakið, smá brjósklos. Þetta er búinn að vera smá tími og smá basl en ánægður núna að vera heill heilsu og kominn aftur í liðið,“ segir Gylfi. Það skemmtilegasta sem hann gerir Í fyrrakvöld tilkynnti Alfreð Finnbogason að landsliðsskór hans væru komnir upp í hillu. Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu í núverandi hópi sem eftir standa af gamla bandinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. „Af gömlu köllunum, held ég það. Aron er auðvitað byrjaður að spila aftur eftir löng og erfið meiðsli. Það eru ekki margir eftir, því miður. Ég held að við Jói reynum að vera í landsliðinu eins lengi og við getum spilað fótbolta,“ segir Gylfi. Hann segir því tíðindin frá félaga hans Alfreð ekki hafa gert að verkum að hann sé farin að huga að því að hætta með landsliðinu. „Ég veit alveg að það styttist því miður í það. En eins og ég segi, þá er það svo lengi sem ég get spilað fótbolta og landsliðsþjálfarinn vill fá mig, þá mun ég halda áfram að spila til að vera í landsliðinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er mikill heiður í hvert skipti sem maður spilar fyrir Ísland, það er eitthvað sérstakt við það.“ Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Gylfi Þór var á meðal þeirra leikmanna sem Åge Hareide valdi í landsliðshóp Íslands í dag fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Gylfi er ánægður að snúa aftur. „Tilfinningin er mjög góð, ég er búinn að bíða eftir þessu í tæpt ár núna. Tíu mánuði sirka. Ég er mjög ánægður og hlakka mikið til næstu viku,“ segir Gylfi í Sportpakkanum á Stöð 2. Klippa: Gylfi mættur aftur í landsliðið Fyrir þessum tíu mánuðum bætti Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Hann er markahæstur í sögu landsliðsins með 27 mörk. Í millitíðinni hefur hins vegar verið smá vesen á Gylfa. „Það voru bara meiðsli, að koma mér aftur í form og það var minnir mig í síðasta landsliðsglugga sem ég var byrjaður að fá í bakið, smá brjósklos. Þetta er búinn að vera smá tími og smá basl en ánægður núna að vera heill heilsu og kominn aftur í liðið,“ segir Gylfi. Það skemmtilegasta sem hann gerir Í fyrrakvöld tilkynnti Alfreð Finnbogason að landsliðsskór hans væru komnir upp í hillu. Gylfi og Jóhann Berg Guðmundsson eru þeir einu í núverandi hópi sem eftir standa af gamla bandinu sem fór á EM 2016 og HM 2018. „Af gömlu köllunum, held ég það. Aron er auðvitað byrjaður að spila aftur eftir löng og erfið meiðsli. Það eru ekki margir eftir, því miður. Ég held að við Jói reynum að vera í landsliðinu eins lengi og við getum spilað fótbolta,“ segir Gylfi. Hann segir því tíðindin frá félaga hans Alfreð ekki hafa gert að verkum að hann sé farin að huga að því að hætta með landsliðinu. „Ég veit alveg að það styttist því miður í það. En eins og ég segi, þá er það svo lengi sem ég get spilað fótbolta og landsliðsþjálfarinn vill fá mig, þá mun ég halda áfram að spila til að vera í landsliðinu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er mikill heiður í hvert skipti sem maður spilar fyrir Ísland, það er eitthvað sérstakt við það.“ Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira