Segir Arnór búa yfir snilligáfu Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Arnór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu gegn Oxford United. Hann kveðst í enn betra formi núna en á síðustu leiktíð. Getty/Lee Parker Arnór Sigurðsson þurfti ekki langan tíma til að skora sitt fyrsta mark í ensku B-deildinni í fótbolta um helgina. Þjálfari hans hrósar íslenska landsliðsmanninum í hástert. Arnór kom inn á og skoraði sigurmark Blackburn í 2-1 sigri gegn Oxford United á laugardag, og þar með hefur Blackburn náð í sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum og er í 3. sæti deildarinnar. Snoturt mark Arnórs, í stöng og inn, má sjá hér að neðan. 🎙️ "𝙒𝙝𝙖𝙩 𝙖 𝙜𝙤𝙧𝙜𝙚𝙤𝙪𝙨 𝙛𝙞𝙣𝙞𝙨𝙝!"🧊 @arnorsigurdsson fired in off the post to win it late on!#Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/elnhKwG8OE— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 „Siggy [Arnór Sigurðsson] er með þessa snilligáfu, þennan smáklassa sem þarf til að skora svona og við erum himinlifandi fyrir hans hönd,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, við heimasíðu félagsins. „Hann hefur þetta og við sjáum það á æfingum. Hann finnur þessi góðu svæði á vellinum og nýtt líkamann virkilega vel til að geta snúið að markinu,“ sagði Eustace. Arnór missti af síðustu mánuðum síðustu leiktíðar eftir skelfilega tæklingu Ísraelans Roy Revivo í undanúrslitum EM-umspilsins í mars. Það gladdi Eustace því enn frekar að sjá Íslendinginn aftur upp á sitt besta: „Þetta hefur verið svolítið erfitt fyrir hann eftir að hann sneri aftur. Hann meiddist í lok síðustu leiktíðar og hefur lagt óhemju hart að sér á undirbúningstímabilinu. Það er afskaplega ánægjulegt fyrir bæði hann og alla aðra að hann skyldi skora sigurmarkið,“ sagði Eustace. 🗣️ "𝙄𝙩 𝙧𝙚𝙖𝙡𝙡𝙮 𝙢𝙚𝙖𝙣𝙨 𝙖 𝙡𝙤𝙩, 𝙨𝙘𝙤𝙧𝙞𝙣𝙜 𝙖𝙣𝙙 𝙬𝙞𝙣𝙣𝙞𝙣𝙜 𝙞𝙣 𝙛𝙧𝙤𝙣𝙩 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝘽𝙡𝙖𝙘𝙠𝙗𝙪𝙧𝙣 𝙀𝙣𝙙."📺 Watch match-winner @arnorsigurdsson's full interview on our YouTube channel ⬇️#Rovers 🔵⚪️— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 Arnór var að sjálfsögðu á sama máli. „Eftir erfið meiðsli í lok síðustu leiktíðar þá hefur það mikla þýðingu fyrir mig að koma til baka og skora sigurmarkið, sérstaklega fyrir framan Blackburn End. Við erum að byrja þetta tímabil vel, mér líður mjög vel og er í betra formi en á síðustu leiktíð,“ sagði Arnór. Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira
Arnór kom inn á og skoraði sigurmark Blackburn í 2-1 sigri gegn Oxford United á laugardag, og þar með hefur Blackburn náð í sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum og er í 3. sæti deildarinnar. Snoturt mark Arnórs, í stöng og inn, má sjá hér að neðan. 🎙️ "𝙒𝙝𝙖𝙩 𝙖 𝙜𝙤𝙧𝙜𝙚𝙤𝙪𝙨 𝙛𝙞𝙣𝙞𝙨𝙝!"🧊 @arnorsigurdsson fired in off the post to win it late on!#Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/elnhKwG8OE— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 „Siggy [Arnór Sigurðsson] er með þessa snilligáfu, þennan smáklassa sem þarf til að skora svona og við erum himinlifandi fyrir hans hönd,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, við heimasíðu félagsins. „Hann hefur þetta og við sjáum það á æfingum. Hann finnur þessi góðu svæði á vellinum og nýtt líkamann virkilega vel til að geta snúið að markinu,“ sagði Eustace. Arnór missti af síðustu mánuðum síðustu leiktíðar eftir skelfilega tæklingu Ísraelans Roy Revivo í undanúrslitum EM-umspilsins í mars. Það gladdi Eustace því enn frekar að sjá Íslendinginn aftur upp á sitt besta: „Þetta hefur verið svolítið erfitt fyrir hann eftir að hann sneri aftur. Hann meiddist í lok síðustu leiktíðar og hefur lagt óhemju hart að sér á undirbúningstímabilinu. Það er afskaplega ánægjulegt fyrir bæði hann og alla aðra að hann skyldi skora sigurmarkið,“ sagði Eustace. 🗣️ "𝙄𝙩 𝙧𝙚𝙖𝙡𝙡𝙮 𝙢𝙚𝙖𝙣𝙨 𝙖 𝙡𝙤𝙩, 𝙨𝙘𝙤𝙧𝙞𝙣𝙜 𝙖𝙣𝙙 𝙬𝙞𝙣𝙣𝙞𝙣𝙜 𝙞𝙣 𝙛𝙧𝙤𝙣𝙩 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝘽𝙡𝙖𝙘𝙠𝙗𝙪𝙧𝙣 𝙀𝙣𝙙."📺 Watch match-winner @arnorsigurdsson's full interview on our YouTube channel ⬇️#Rovers 🔵⚪️— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 Arnór var að sjálfsögðu á sama máli. „Eftir erfið meiðsli í lok síðustu leiktíðar þá hefur það mikla þýðingu fyrir mig að koma til baka og skora sigurmarkið, sérstaklega fyrir framan Blackburn End. Við erum að byrja þetta tímabil vel, mér líður mjög vel og er í betra formi en á síðustu leiktíð,“ sagði Arnór.
Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira