Arne Slot ætlaði ekki að vera svona harðorður um Quansah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 18:00 Jarell Quansah var í byrjunarliði Liverpool í fyrsta leik tímabilsins en var síðan tekinn af velli í hálfleik á móti Ipswich Town. Getty/Bradley Collyer Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var á blaðamannafundi í dag spurður út í ákvörðun sína að taka Jarell Quansah af velli í hálfleik á móti Ipswich. Quansah var tekinn af velli í stöðunni 0-0 og eftir dapran fyrri hálfleik hjá Liverpool. Liverpool tók yfir leikinn í þeim seinni og vann sannfærandi 2-0 sigur. Ibrahima Konate kom inn fyrir Quansah. Á blaðamannafundinum var Slot spurður út í viðbrögð miðvarðarins unga. Það vakti talverða athygli þegar Slot sagði eftir leikinn að hann hefði tekið miðvörðinn af velli vegna þess að Quansah hefði tapað öllum einvígum sínum í hálfleiknum. „Hann brást við eins og þú býst við að leikmaður bregðist við. Ég ræddi við hann strax eftir leikinn og svo aftur daginn eftir. Í lok þess samtals spurði hann hvort hann mætti æfa á sunnudeginum. Hann hefði því átt að vera í endurheimt en vildi æfa,“ sagði Slot. Hinn 21 árs gamli Quansah vildi ólmur vinna í sínum leik og það sem fyrst. „Því miður þá meiddist hann á þriðjudaginn og gat ekki æft með okkur á miðvikudaginn. Við sjáum til hvort hann geti æft með okkur í dag,“ sagði Slot. Liverpool mætir Brentford á Anfield á sunnudaginn. „Ég held að það sé ekki mikið í þessu satt að segja. Kannski var enskukunnáttan mín vandamálið. Ég ætlaði aldrei að segja að hann hafi tapað öllum einvígum. Hann tapaði aftur á móti nokkrum mikilvægum einvígum og einu af þeim rétt fyrir hálfleik,“ sagði Slot. „Það sem mér hefur verið sagt er að ég hafi sagt hann hafa tapað öllum einvígum en ég ætlaði ekki að segja það,“ sagði Slot. Slot on Quansah: "Spoke to him immediately after the game and on Sunday. On Tuesday he picked up a bit of a injury so let's see if he can train today. I just said he lost one or two important duels."— James Pearce (@JamesPearceLFC) August 23, 2024 Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira
Quansah var tekinn af velli í stöðunni 0-0 og eftir dapran fyrri hálfleik hjá Liverpool. Liverpool tók yfir leikinn í þeim seinni og vann sannfærandi 2-0 sigur. Ibrahima Konate kom inn fyrir Quansah. Á blaðamannafundinum var Slot spurður út í viðbrögð miðvarðarins unga. Það vakti talverða athygli þegar Slot sagði eftir leikinn að hann hefði tekið miðvörðinn af velli vegna þess að Quansah hefði tapað öllum einvígum sínum í hálfleiknum. „Hann brást við eins og þú býst við að leikmaður bregðist við. Ég ræddi við hann strax eftir leikinn og svo aftur daginn eftir. Í lok þess samtals spurði hann hvort hann mætti æfa á sunnudeginum. Hann hefði því átt að vera í endurheimt en vildi æfa,“ sagði Slot. Hinn 21 árs gamli Quansah vildi ólmur vinna í sínum leik og það sem fyrst. „Því miður þá meiddist hann á þriðjudaginn og gat ekki æft með okkur á miðvikudaginn. Við sjáum til hvort hann geti æft með okkur í dag,“ sagði Slot. Liverpool mætir Brentford á Anfield á sunnudaginn. „Ég held að það sé ekki mikið í þessu satt að segja. Kannski var enskukunnáttan mín vandamálið. Ég ætlaði aldrei að segja að hann hafi tapað öllum einvígum. Hann tapaði aftur á móti nokkrum mikilvægum einvígum og einu af þeim rétt fyrir hálfleik,“ sagði Slot. „Það sem mér hefur verið sagt er að ég hafi sagt hann hafa tapað öllum einvígum en ég ætlaði ekki að segja það,“ sagði Slot. Slot on Quansah: "Spoke to him immediately after the game and on Sunday. On Tuesday he picked up a bit of a injury so let's see if he can train today. I just said he lost one or two important duels."— James Pearce (@JamesPearceLFC) August 23, 2024
Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira