Ítrekaði mikilvægi samkomulags um vopnahlé við Netanjahú Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 23:45 Forseti Bandaríkjanna ræddi við forsætisráðherra Ísrael í síma í dag. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kom fram að forsetinn hefði lagt áherslu á mikilvægi þess að koma á vopnahlé og að öllum gíslum verði sleppt úr haldi. Þá sagði hann viðræðurnar í Kaíró mikilvægar til að leysa úr þeim ágreiningi sem enn á eftir að leysa úr. Þá segir í yfirlýsingunni að þeir hafi einnig rætt aðgerðir Bandaríkjanna sem eigi að styðja við Ísrael og vernda þau fyrir hótunum frá Íran og frá Hamas, Hezbollah og Hútum. Símtalið fylgdi heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, til Miðausturlanda en henni lauk í gær, þriðjudag. Blinken yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Fram kemur í frétt Reuters að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hafi einnig tekið þátt í símtalinu. Harris tekur formlega við tilnefningu flokksins um að vera forsetaframbjóðandi hans á morgun á ráðstefnu flokksins í Chicago. Þar kemur einnig fram að Biden sé eins og stendur í fríi með fjölskyldu sinni í Kaliforníu. Það er talið honum afar mikilvægt að koma á vopnahléi á meðan hann er forseti. Greint var frá því fyrr í dag að samningaviðræðurnar strandi á kröfu Hamas um algert brotthvarf Ísrael frá Gasa, þar á meðal frá svæði sem kallað er Fíladelfíu-gangurinn. Gangurinn er 14,5 kílómetra langt landsvæði við landamæri Egyptalands. Ísraelar vilja halda landsvæðinu en þeir náðu því á sitt vald í maí. Þeir sögðust hafa eyðilagt á svæðinu tugi gangna sem hafi verið notuð til að smygla vopnum til stríðandi fylkinga á Gasa. Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Íran Tengdar fréttir „Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. 18. ágúst 2024 18:01 Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19 Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01 Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kom fram að forsetinn hefði lagt áherslu á mikilvægi þess að koma á vopnahlé og að öllum gíslum verði sleppt úr haldi. Þá sagði hann viðræðurnar í Kaíró mikilvægar til að leysa úr þeim ágreiningi sem enn á eftir að leysa úr. Þá segir í yfirlýsingunni að þeir hafi einnig rætt aðgerðir Bandaríkjanna sem eigi að styðja við Ísrael og vernda þau fyrir hótunum frá Íran og frá Hamas, Hezbollah og Hútum. Símtalið fylgdi heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, til Miðausturlanda en henni lauk í gær, þriðjudag. Blinken yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Fram kemur í frétt Reuters að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hafi einnig tekið þátt í símtalinu. Harris tekur formlega við tilnefningu flokksins um að vera forsetaframbjóðandi hans á morgun á ráðstefnu flokksins í Chicago. Þar kemur einnig fram að Biden sé eins og stendur í fríi með fjölskyldu sinni í Kaliforníu. Það er talið honum afar mikilvægt að koma á vopnahléi á meðan hann er forseti. Greint var frá því fyrr í dag að samningaviðræðurnar strandi á kröfu Hamas um algert brotthvarf Ísrael frá Gasa, þar á meðal frá svæði sem kallað er Fíladelfíu-gangurinn. Gangurinn er 14,5 kílómetra langt landsvæði við landamæri Egyptalands. Ísraelar vilja halda landsvæðinu en þeir náðu því á sitt vald í maí. Þeir sögðust hafa eyðilagt á svæðinu tugi gangna sem hafi verið notuð til að smygla vopnum til stríðandi fylkinga á Gasa.
Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Íran Tengdar fréttir „Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. 18. ágúst 2024 18:01 Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19 Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01 Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
„Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. 18. ágúst 2024 18:01
Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19
Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01
Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07