„Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2024 23:41 Strákarnir sem leigðu af Sæbjörgu héldu risastórt partí í bakgarðinum. Vísir Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. „Ég er oft búin að leigja einhverjum yfir Þjóðhátíð, og ég vissi alveg að ég þyrfti að skúra og skipta um á rúmum sko, en þetta var bara eitthvað annað. Heimilið var bara ógeðslegt,“ segir Sæbjörg. Hún greinir frá því að bjórpollar hafi verið á víð og dreif um húsið, eldhúsplatan væri skemmd vegna bleytu sem og gólfið inni á baði, gardína ónýt, þakið væri beyglað og rusl, lummur, dósir væru á víð og dreif um húsið. Þá væru óhreinir sokkar og nærbuxur á hverju strái. Hún kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég hugsaði bara vá mig langar bara að kveikja í húsinu.“ Óhreinir sokkar og nærbuxur voru um allt gólf.Vísir Dósir og bjórpollar út um allt.Vísir Fyrir viku síðan var greint frá því að hópur fólk sem samanstóð af hljómsveitinni Húbbabúbba og aðstandendum þeirra, hefði lagt heimili Skærings, sem þeir leigðu yfir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í rúst. Búið var að brjóta myndaramma og rúður, og heimilið undirlagt rusli og viðbjóði. Hann sagði að mesta óvirðingin hefði verið að þeir hafi ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Húbbabúbba tróðu upp í risapartíi í garðinum Þeir sem leigðu hjá Sæbjörgu voru ekki þeir sömu og hjá Skæringi, en á myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá Húbbabúbbamenn í partíi í húsinu hennar, þar sem þeir héldu tónleika. Sæbjörg segir að hún hafi leigt tíu strákum húsið, ekki þrjú hundruð. Einnig hafi húsið ekki verið leigt sem skemmtistaður.Vísir Á myndbandi má sjá risastórt garðpartí sem haldið var í garði Sæbjargar. Þar héldu Húbbabúbbamenn tónleika, sem og Prettyboitjokko. Vilja ekki borga allt tjónið Sæbjörg segir að tjónið hljóði upp á 530.000 krónur, en strákarnir vilji ekki borga meira en 216.000 krónur. Hún segir að samskipti við þá hafi gengið brösulega síðustu vikur. Þakið á kofa í garðinum er beyglað eftir partíið.Vísir Stólarnir brotnir og pallurinn þakinn klessum og viðbjóði.Vísir „Ég er búin að vera í viðræðum við þá, að láta þá borga. Þeir fara bara neðar og neðar,“ segir hún. Hún segist hafa talað við lögfræðing og að næsta skref sé að senda innheimtu beint í heimabankann hjá þeim hún hefur verið í samskiptum við. „Fyrir utan það er ég ekki einu sinni búin að fá afsökunarbeiðni,“ segir hún. Gólfið á baðinu bólgnaði upp vegna vatnsskemmda.Vísir Borðplatan í eldhúsinu skemmdist.Vísir Ætlar að senda þeim nærbuxurnar í pósti Sæbjörg segir hún hafi verið í heila viku að þrífa húsið. „Ég var að skúra í níunda skiptið eftir þetta í dag,“ segir hún. „Ég gat ekki boðið börnum mínum að vera hérna fyrst um sinn. Yngsti strákurinn minn var hjá pabba sínum, ég hefði aldrei getað boðið honum að vera hérna,“ segir hún, en yngsti sonur hennar er fjögurra ára. Hún kveðst aldrei hafa séð annan eins viðbjóð og þegar hún kom heim eftir hátíðina. „Ég er að tína upp naríur eftir einhvern annan, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég tók þær upp og setti þær í ruslið. En ég ætla að taka þær aftur upp og senda þeim þær í pósti,“ segir hún. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
„Ég er oft búin að leigja einhverjum yfir Þjóðhátíð, og ég vissi alveg að ég þyrfti að skúra og skipta um á rúmum sko, en þetta var bara eitthvað annað. Heimilið var bara ógeðslegt,“ segir Sæbjörg. Hún greinir frá því að bjórpollar hafi verið á víð og dreif um húsið, eldhúsplatan væri skemmd vegna bleytu sem og gólfið inni á baði, gardína ónýt, þakið væri beyglað og rusl, lummur, dósir væru á víð og dreif um húsið. Þá væru óhreinir sokkar og nærbuxur á hverju strái. Hún kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég hugsaði bara vá mig langar bara að kveikja í húsinu.“ Óhreinir sokkar og nærbuxur voru um allt gólf.Vísir Dósir og bjórpollar út um allt.Vísir Fyrir viku síðan var greint frá því að hópur fólk sem samanstóð af hljómsveitinni Húbbabúbba og aðstandendum þeirra, hefði lagt heimili Skærings, sem þeir leigðu yfir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í rúst. Búið var að brjóta myndaramma og rúður, og heimilið undirlagt rusli og viðbjóði. Hann sagði að mesta óvirðingin hefði verið að þeir hafi ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Húbbabúbba tróðu upp í risapartíi í garðinum Þeir sem leigðu hjá Sæbjörgu voru ekki þeir sömu og hjá Skæringi, en á myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá Húbbabúbbamenn í partíi í húsinu hennar, þar sem þeir héldu tónleika. Sæbjörg segir að hún hafi leigt tíu strákum húsið, ekki þrjú hundruð. Einnig hafi húsið ekki verið leigt sem skemmtistaður.Vísir Á myndbandi má sjá risastórt garðpartí sem haldið var í garði Sæbjargar. Þar héldu Húbbabúbbamenn tónleika, sem og Prettyboitjokko. Vilja ekki borga allt tjónið Sæbjörg segir að tjónið hljóði upp á 530.000 krónur, en strákarnir vilji ekki borga meira en 216.000 krónur. Hún segir að samskipti við þá hafi gengið brösulega síðustu vikur. Þakið á kofa í garðinum er beyglað eftir partíið.Vísir Stólarnir brotnir og pallurinn þakinn klessum og viðbjóði.Vísir „Ég er búin að vera í viðræðum við þá, að láta þá borga. Þeir fara bara neðar og neðar,“ segir hún. Hún segist hafa talað við lögfræðing og að næsta skref sé að senda innheimtu beint í heimabankann hjá þeim hún hefur verið í samskiptum við. „Fyrir utan það er ég ekki einu sinni búin að fá afsökunarbeiðni,“ segir hún. Gólfið á baðinu bólgnaði upp vegna vatnsskemmda.Vísir Borðplatan í eldhúsinu skemmdist.Vísir Ætlar að senda þeim nærbuxurnar í pósti Sæbjörg segir hún hafi verið í heila viku að þrífa húsið. „Ég var að skúra í níunda skiptið eftir þetta í dag,“ segir hún. „Ég gat ekki boðið börnum mínum að vera hérna fyrst um sinn. Yngsti strákurinn minn var hjá pabba sínum, ég hefði aldrei getað boðið honum að vera hérna,“ segir hún, en yngsti sonur hennar er fjögurra ára. Hún kveðst aldrei hafa séð annan eins viðbjóð og þegar hún kom heim eftir hátíðina. „Ég er að tína upp naríur eftir einhvern annan, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég tók þær upp og setti þær í ruslið. En ég ætla að taka þær aftur upp og senda þeim þær í pósti,“ segir hún.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira