Ed Sheeran eignast hlut í ensku félagi en frábiður sér kvart og kvein Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 22:30 Ed Sheeran er eldheitur stuðningsmaður Ipswich Town. Getty/Joe Giddens Söngvarinn Ed Sheeran er ekki lengur aðeins harður stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Ipswich því hann hefur nú eignast hlut í félaginu. Sheeran hefur stutt Ipswich frá barnsaldri og fagnaði því ákaft þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Núna hefur Sheeran fest kaup á 1,4% hlut í Ipswich. Það þýðir þó ekki að hann muni taka sæti í stjórn félagsins og hann frábiður sér allt tuð yfir leikmannakaupum og stefnu félagsins. Hann mun hins vegar eiga sitt hólf á leikvangi félagsins, Portman Road. Sheeran hefur einnig átt aðalauglýsinguna á treyjum Ipswich síðustu ár, eða frá 2021, og hinn svokallaði „þriðji búningur“ Ipswich í ár er bleik treyja hönnuð af söngvaranum. „Það er draumur allra fótboltastuðningsmanna að eignast félagið sem þeir styðja og ég er svo ánægður með þetta tækifæri,“ sagði hinn 33 ára gamli Sheeran sem er alinn upp í Suffolk-héraðinu, þar sem félagið sem hann elskar svo heitt er staðsett. „Ég hef búið í Suffolk síðan ég var þriggja ára gamall og þegar ég ferðast um heiminn, og líður stundum eins og aðkomumanni í stórborgunum, þá láta Suffolk og Ipswich mér alltaf líða eins og ég sé öruggur og hluti af samfélaginu. Það er svo gaman að vera stuðningsmaður Ipswich Town. Gengið er upp og niður en fótboltinn snýst um að geta tekið því góða og því slæma. Ég er ekki að fara að verða hluthafi með kosningarétt eða stjórnarmaður, ég er bara að setja peninga í félagið sem ég elska og þeir að gera vel við mig í staðinn, svo vinsamlegast ekki kvarta í mér varðandi kaup á leikmönnum eða breytingar á taktík,“ sagði Sheeran léttur. Ipswich byrjar leiktíð sína sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni á því að mæta Liverpool á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira
Sheeran hefur stutt Ipswich frá barnsaldri og fagnaði því ákaft þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Núna hefur Sheeran fest kaup á 1,4% hlut í Ipswich. Það þýðir þó ekki að hann muni taka sæti í stjórn félagsins og hann frábiður sér allt tuð yfir leikmannakaupum og stefnu félagsins. Hann mun hins vegar eiga sitt hólf á leikvangi félagsins, Portman Road. Sheeran hefur einnig átt aðalauglýsinguna á treyjum Ipswich síðustu ár, eða frá 2021, og hinn svokallaði „þriðji búningur“ Ipswich í ár er bleik treyja hönnuð af söngvaranum. „Það er draumur allra fótboltastuðningsmanna að eignast félagið sem þeir styðja og ég er svo ánægður með þetta tækifæri,“ sagði hinn 33 ára gamli Sheeran sem er alinn upp í Suffolk-héraðinu, þar sem félagið sem hann elskar svo heitt er staðsett. „Ég hef búið í Suffolk síðan ég var þriggja ára gamall og þegar ég ferðast um heiminn, og líður stundum eins og aðkomumanni í stórborgunum, þá láta Suffolk og Ipswich mér alltaf líða eins og ég sé öruggur og hluti af samfélaginu. Það er svo gaman að vera stuðningsmaður Ipswich Town. Gengið er upp og niður en fótboltinn snýst um að geta tekið því góða og því slæma. Ég er ekki að fara að verða hluthafi með kosningarétt eða stjórnarmaður, ég er bara að setja peninga í félagið sem ég elska og þeir að gera vel við mig í staðinn, svo vinsamlegast ekki kvarta í mér varðandi kaup á leikmönnum eða breytingar á taktík,“ sagði Sheeran léttur. Ipswich byrjar leiktíð sína sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni á því að mæta Liverpool á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira