Fann fimm ástæður fyrir því af hverju Man. City verður ekki enskur meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 08:01 Algeng sjón á vorin. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, brosandi með enska meistarabikarinn. Getty/Michael Regan/ Veðbankar eru á því að Manchester City verði enskur meistari fimmta árið í röð en það er von fyrir önnur lið samkvæmt fróðlegum pistli á ESPN. Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld með leik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á laugardaginn og sunnudaginn. Ryan O'Hanlon, knattspyrnusérfræðingur ESPN, fjallar um ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega um sigurlíkur City. Sex af síðustu sjö titlum Frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City þá hefur liðinu alltaf verið spáð titlinum og spámenn hafa næstum því alltaf haft rétt fyrir sér. City hefur unnið sex af síðustu sjö titlum eða alla titla nema tímabilið 2019-20 þegar Liverpool vann. Chelsea vann fyrsta tímabil Guardiola í deildinni en síðan hefur honum aðeins einu sinni mistekist að gera City að enskum meisturum. Magnaður árangur hjá mögnuðum stjóra. Breytist eitthvað? Er eitthvað í spilunum til að þetta breytist eitthvað í vetur? Já kannski. O'Hanlon fann fimm ástæður fyrir því af hverju Manchester City verður ekki enskur meistari. Hann lagðist yfir tölurnar og staðreyndirnar frá sigri City manna á síðasta tímabili. Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð. Það er erfitt fyrir flesta að sjá fyrir sér annað en sigur Manchester City í vor. Liðið í fyrra var engu að síður ekki nærri því sama öfluga liðið og það sem vann þrennuna tímabilið 2022-23. Kannski ekkert skrýtið enda það lið líklega eitt allra besta lið sögunnar. Kai Havertz og Mikel Arteta fagna einum af sigrum Arsenal í fyrra.Getty Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og setti City því met í fyrra. Það væri mikið afrek að vinna hana fimmta árið í röð og yrði þá enn ein sönnun á snilld Guardiola sem knattspyrnustjóra. Einhvern tímann kemur þó að því að sigurgangan endar. Pælingar O'Hanlon sýna að það er smá von fyrir hin liðin. Hefur trú á Arsenal Hann hefur mikla trú á liði Arsenal sem hefur ekki unnið titilinn í meira en tuttugu ár. Liðið hefur endað í öðru sæti undanfarin tvö tímabil og var lengst af í efsta sætinu á síðustu leiktíð. Arsenal er á leiðinni en komast þeir alla leið í markið að þessu sinni? Pistilinn má lesa hér. Hvort að hann sé næg ástæða til að setja peningana á Arsenal er erfitt að segja en áhugasamir fá alla vega vonarglætu um að enska úrvalsdeildin bjóði upp á eitthvað nýtt þegar bikarinn fer á loft næsta vor. Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld með leik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á laugardaginn og sunnudaginn. Ryan O'Hanlon, knattspyrnusérfræðingur ESPN, fjallar um ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega um sigurlíkur City. Sex af síðustu sjö titlum Frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City þá hefur liðinu alltaf verið spáð titlinum og spámenn hafa næstum því alltaf haft rétt fyrir sér. City hefur unnið sex af síðustu sjö titlum eða alla titla nema tímabilið 2019-20 þegar Liverpool vann. Chelsea vann fyrsta tímabil Guardiola í deildinni en síðan hefur honum aðeins einu sinni mistekist að gera City að enskum meisturum. Magnaður árangur hjá mögnuðum stjóra. Breytist eitthvað? Er eitthvað í spilunum til að þetta breytist eitthvað í vetur? Já kannski. O'Hanlon fann fimm ástæður fyrir því af hverju Manchester City verður ekki enskur meistari. Hann lagðist yfir tölurnar og staðreyndirnar frá sigri City manna á síðasta tímabili. Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð. Það er erfitt fyrir flesta að sjá fyrir sér annað en sigur Manchester City í vor. Liðið í fyrra var engu að síður ekki nærri því sama öfluga liðið og það sem vann þrennuna tímabilið 2022-23. Kannski ekkert skrýtið enda það lið líklega eitt allra besta lið sögunnar. Kai Havertz og Mikel Arteta fagna einum af sigrum Arsenal í fyrra.Getty Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og setti City því met í fyrra. Það væri mikið afrek að vinna hana fimmta árið í röð og yrði þá enn ein sönnun á snilld Guardiola sem knattspyrnustjóra. Einhvern tímann kemur þó að því að sigurgangan endar. Pælingar O'Hanlon sýna að það er smá von fyrir hin liðin. Hefur trú á Arsenal Hann hefur mikla trú á liði Arsenal sem hefur ekki unnið titilinn í meira en tuttugu ár. Liðið hefur endað í öðru sæti undanfarin tvö tímabil og var lengst af í efsta sætinu á síðustu leiktíð. Arsenal er á leiðinni en komast þeir alla leið í markið að þessu sinni? Pistilinn má lesa hér. Hvort að hann sé næg ástæða til að setja peningana á Arsenal er erfitt að segja en áhugasamir fá alla vega vonarglætu um að enska úrvalsdeildin bjóði upp á eitthvað nýtt þegar bikarinn fer á loft næsta vor.
Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Sjá meira