Tryggja sér 650 milljóna króna fjármögnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 11:02 Fólkið á bak við PLAIO. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur tryggt sér fjármögnun upp á 4,3 milljóna evra, eða um 650 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að fjármögnunin verði notuð til að efla starfsemi PLAIO í Evrópu og til sóknar á Bandaríkjamarkað, ásamt því að nýtast til þróunar á Coplanner, nýju tóli fyrirtækisins sem notar gervigreind til að auðvelda yfirsýn og ákvarðanir stjórnenda þegar kemur að nýtingu aðfanga. Iðunn, fjárfestingarsjóður í umsjá eignastýringu Kviku banka, leiðir fjármögnunina með áframhaldandi þátttöku frá núverandi fjárfestum, Frumtaki og Dr. Agon. Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, og Andri Sveinsson frá Dr. Agon taka í kjölfarið sæti í stjórn PLAIO. PLAIO var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind fyrir lyfja- og líftæknifyrirtæki. Hugbúnaðurinn sjálfvirknivæðir aðfangakeðjur með það að markmiði að hagræða í rekstri og hámarka nýtingu aðfanga. „Hugbúnaðurinn er sérstaklega hannaður til að mæta þörfum lyfjaiðnaðarins og er einfaldur í uppsetningu, sem þýðir minni tími og kostnaður viðskiptavina við innleiðingu. Viðskiptavinum PLAIO hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum, og eru alþjóðleg lyfjafyrirtæki á borð við Covis Pharma, Camarus og Alvotech á meðal viðskiptavina,“ segir í tilkynningu. „Við stofnuðum PLAIO í þeim tilgangi að breyta úreltum, ónákvæmum og óhagkvæmum aðferðum í aðfangastýringu innan lyfjageirans. Ég hef starfað lengi að stýringu aðfangakeðjunnar og orðið vitni að þeim flóknu vandamálum sem lyfjafyrirtæki standa frammi fyrir á hverjum degi þegar að kemur að ákvarðanatöku í aðfangakeðjunni. Það er meginástæðan fyrir því að við hófum þetta ferðalag, og þar sem áhugi og þróun á gervigreind heldur áfram að vaxa, erum við að upplifa mikinn vöxt og áhuga. Við erum spennt fyrir komandi misserum, og þessi fjármögnun mun hjálpa okkur að halda áfram að sækja fram og vaxa,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO, í tilkynningu. „PLAIO er í forystu þegar kemur að stafrænni byltingu innan lyfjageirans, Við sjáum PLAIO sem mikilvæga lausn fyrir lyfjafyrirtæki og hún mun geta skipt sköpum þegar það kemur hámörkun og betri nýtingu hráefna. Við höfum sterka trú á að fyrirtækið muni vera leiðandi á þessu sviði innan nokkurra ára, og erum afar spennt að taka þátt í þessari vegferð,“ segir Pétur Richter, fjárfestingastjóri hjá Iðunni. Vísindi Lyf Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Þar segir að fjármögnunin verði notuð til að efla starfsemi PLAIO í Evrópu og til sóknar á Bandaríkjamarkað, ásamt því að nýtast til þróunar á Coplanner, nýju tóli fyrirtækisins sem notar gervigreind til að auðvelda yfirsýn og ákvarðanir stjórnenda þegar kemur að nýtingu aðfanga. Iðunn, fjárfestingarsjóður í umsjá eignastýringu Kviku banka, leiðir fjármögnunina með áframhaldandi þátttöku frá núverandi fjárfestum, Frumtaki og Dr. Agon. Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, og Andri Sveinsson frá Dr. Agon taka í kjölfarið sæti í stjórn PLAIO. PLAIO var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind fyrir lyfja- og líftæknifyrirtæki. Hugbúnaðurinn sjálfvirknivæðir aðfangakeðjur með það að markmiði að hagræða í rekstri og hámarka nýtingu aðfanga. „Hugbúnaðurinn er sérstaklega hannaður til að mæta þörfum lyfjaiðnaðarins og er einfaldur í uppsetningu, sem þýðir minni tími og kostnaður viðskiptavina við innleiðingu. Viðskiptavinum PLAIO hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum, og eru alþjóðleg lyfjafyrirtæki á borð við Covis Pharma, Camarus og Alvotech á meðal viðskiptavina,“ segir í tilkynningu. „Við stofnuðum PLAIO í þeim tilgangi að breyta úreltum, ónákvæmum og óhagkvæmum aðferðum í aðfangastýringu innan lyfjageirans. Ég hef starfað lengi að stýringu aðfangakeðjunnar og orðið vitni að þeim flóknu vandamálum sem lyfjafyrirtæki standa frammi fyrir á hverjum degi þegar að kemur að ákvarðanatöku í aðfangakeðjunni. Það er meginástæðan fyrir því að við hófum þetta ferðalag, og þar sem áhugi og þróun á gervigreind heldur áfram að vaxa, erum við að upplifa mikinn vöxt og áhuga. Við erum spennt fyrir komandi misserum, og þessi fjármögnun mun hjálpa okkur að halda áfram að sækja fram og vaxa,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO, í tilkynningu. „PLAIO er í forystu þegar kemur að stafrænni byltingu innan lyfjageirans, Við sjáum PLAIO sem mikilvæga lausn fyrir lyfjafyrirtæki og hún mun geta skipt sköpum þegar það kemur hámörkun og betri nýtingu hráefna. Við höfum sterka trú á að fyrirtækið muni vera leiðandi á þessu sviði innan nokkurra ára, og erum afar spennt að taka þátt í þessari vegferð,“ segir Pétur Richter, fjárfestingastjóri hjá Iðunni.
Vísindi Lyf Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira