Scheffler Ólympíumeistari í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 15:53 Scottie Scheffler spilaði frábærlega á lokahringnum og jafnaði vallarmetið með því að spila á 62 höggum eða níu höggum undir pari. Getty/Kevin C. Cox Besti kylfingur heims heldur áfram að sýna styrk á stóra sviðinu en Scottie Scheffler varð í dag Ólympíumeistari karla í golfi. Scheffler kláraði hringina fjóra á nítján höggum undir pari eða einu höggi á undan Bretanum Tommy Fleetwood sem fékk silfur, og tveimur höggum á undan Japananum Hideki Matsuyama sem fékk brons. Spánverjinn Jon Rahm var í frábærri stöðu á lokahringum og um tíma með fjögurra högga forystu en hann náði ekki að halda út. Rahm endaði fjórum höggum á eftir Ólympíumeistaranum. Scheffler lék lokahringinn á 62 höggum eða níu höggum undir pari en hann byrjaði daginn fjórum höggum frá fyrsta sætinu. 62 högg er jöfnun á vallarmetinu. Scheffler vann líka tvö ristamót á árinu, fyrst PGA meistaramótið í mars og svo Mastersmótið í apríl. Hann er efstur á heimslistanum í golfi og hefur verið það í 63 vikur samfellt. SCOTTIE SCHEFFLER TIES THE COURSE RECORD WITH A 62 EN ROUTE TO WINNING GOLD IN PARIS 🥇 pic.twitter.com/5FMaq6hLgq— ESPN (@espn) August 4, 2024 Golf Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Scheffler kláraði hringina fjóra á nítján höggum undir pari eða einu höggi á undan Bretanum Tommy Fleetwood sem fékk silfur, og tveimur höggum á undan Japananum Hideki Matsuyama sem fékk brons. Spánverjinn Jon Rahm var í frábærri stöðu á lokahringum og um tíma með fjögurra högga forystu en hann náði ekki að halda út. Rahm endaði fjórum höggum á eftir Ólympíumeistaranum. Scheffler lék lokahringinn á 62 höggum eða níu höggum undir pari en hann byrjaði daginn fjórum höggum frá fyrsta sætinu. 62 högg er jöfnun á vallarmetinu. Scheffler vann líka tvö ristamót á árinu, fyrst PGA meistaramótið í mars og svo Mastersmótið í apríl. Hann er efstur á heimslistanum í golfi og hefur verið það í 63 vikur samfellt. SCOTTIE SCHEFFLER TIES THE COURSE RECORD WITH A 62 EN ROUTE TO WINNING GOLD IN PARIS 🥇 pic.twitter.com/5FMaq6hLgq— ESPN (@espn) August 4, 2024
Golf Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira