Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. ágúst 2024 20:31 Arnar/Ívar Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Breyting var gerð á reglum um bílastæðagjöld fyrir tveimur árum en þar kemur fram að rafmagnsbílar geti lagt í gjaldskyld bílastæði sér að kostnaðarlausu svo lengi sem þeir eru í hleðslu. Brot gegn þessu fellur undir sama sektarákvæði og að misnota bílastæði fyrir hreyfihamlaða. 700 sektir frá áramótum Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavík segir þau reglulega verða var við það að fólk svindli sér í stæði. „Þetta geta almennt verið bæði bensín- og dísilbílar. Síðan eru auðvitað líka rafmagnsbílar sem er lagt í og er ekki verið að hlaða. Frá áramótum hefur verið lagt á um 700 gjöld fyrir að leggja í stæði fyrir rafmagnsbíla. Sumir leggja beint í stæðin og eru ekkert að pæla frekar. Síðan eru aðrir sem tengja snúruna en hefja ekki hleðslu og það auðvitað er þá ekki rafbíll í hleðslu eins og lögin segja til um.“ Sömu lögmál gildi og um stæði fyrir hreyfihamlaða Hann tekur fram að starfsmenn Bílastæðasjóðar séu alltaf með augun opin fyrir brotum sem þessum. ísorka á og rekur rafhleðslustöðvar í miðborginni en Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn og að þau verði af miklum tekjum vegna þessa. „Þetta hefur líka áhrif á bara þjónustuverið hjá okkur. Það er fólk að hringja og kvarta. Það eru rafbílaeigendur sem verða fyrir þjónusturofi. Það er að segja þeir geta ekki hlaðið af því að það eru bílar lagðir í stæðin. Flestum er illa við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þannig að þetta á að snerta samviskuna þín jafn mikið að leggja í hleðslustæði.“ Þurfi að sýna notendum virðingu Sigurður hvetur fólk til að leggja ekki af ástæðulausu í rafhleðslustæði og sýna þar með þeim sem þurfa að hlaða virðingu. „Það væri bara ótrúlega nice að aðrir sem ekki eru að nýta þessi stæði bara leggi í þau stæði sem eru fyrir þá sem eru ekki með hleðslustöð og það er nóg af þeim!“ Bílastæði Reykjavík Bílar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Breyting var gerð á reglum um bílastæðagjöld fyrir tveimur árum en þar kemur fram að rafmagnsbílar geti lagt í gjaldskyld bílastæði sér að kostnaðarlausu svo lengi sem þeir eru í hleðslu. Brot gegn þessu fellur undir sama sektarákvæði og að misnota bílastæði fyrir hreyfihamlaða. 700 sektir frá áramótum Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavík segir þau reglulega verða var við það að fólk svindli sér í stæði. „Þetta geta almennt verið bæði bensín- og dísilbílar. Síðan eru auðvitað líka rafmagnsbílar sem er lagt í og er ekki verið að hlaða. Frá áramótum hefur verið lagt á um 700 gjöld fyrir að leggja í stæði fyrir rafmagnsbíla. Sumir leggja beint í stæðin og eru ekkert að pæla frekar. Síðan eru aðrir sem tengja snúruna en hefja ekki hleðslu og það auðvitað er þá ekki rafbíll í hleðslu eins og lögin segja til um.“ Sömu lögmál gildi og um stæði fyrir hreyfihamlaða Hann tekur fram að starfsmenn Bílastæðasjóðar séu alltaf með augun opin fyrir brotum sem þessum. ísorka á og rekur rafhleðslustöðvar í miðborginni en Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn og að þau verði af miklum tekjum vegna þessa. „Þetta hefur líka áhrif á bara þjónustuverið hjá okkur. Það er fólk að hringja og kvarta. Það eru rafbílaeigendur sem verða fyrir þjónusturofi. Það er að segja þeir geta ekki hlaðið af því að það eru bílar lagðir í stæðin. Flestum er illa við að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða þannig að þetta á að snerta samviskuna þín jafn mikið að leggja í hleðslustæði.“ Þurfi að sýna notendum virðingu Sigurður hvetur fólk til að leggja ekki af ástæðulausu í rafhleðslustæði og sýna þar með þeim sem þurfa að hlaða virðingu. „Það væri bara ótrúlega nice að aðrir sem ekki eru að nýta þessi stæði bara leggi í þau stæði sem eru fyrir þá sem eru ekki með hleðslustöð og það er nóg af þeim!“
Bílastæði Reykjavík Bílar Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira