Kynnir breytingar á hæstarétti og friðhelgi forseta Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2024 10:52 Biden hefur ekki viljað hrófla við Hæstarétti Bandaríkjanna þrátt fyrir óánægju flokkssystkina sinna. Nú telur hann réttinn hafa gengið of langt og traust almennings á honum sé stefnt í hættu. AP/Manuel Balce Ceneta Æviskipanir hæstaréttardómara heyra sögunni til og dómarar þurfa að starfa eftir siðareglum nái tillögur Joe Biden Bandaríkjaforseta fram að ganga. Fráfarandi forsetinn vill einnig breyta stjórnarskrá til þess að bregðast við nýlegum dómi um friðhelgi forseta. Tillögurnar sem Hvíta húsið kynnir í dag gera meðal annars ráð fyrir að sitjandi forseti skipi hæstaréttardómara á tveggja ára fresti. Dómararnir verði skipaðir til átján ára í stað lífstíðar. Markmiðið er sagt að tryggja endurnýjun réttarins og gera tilnefningaferlið fyrirsjáanlegra en það er nú. Hæstiréttur Bandaríkjanna er áhrifamikill í stjórnskipan landsins. Dómarar þar eru skipaðir til lífstíðar og þeir eru ekki bundnir af siðareglum, ólíkt dómurum á öðrum stigum dómskerfisins og opinberum embættismönnum. Frá 2016 hafa tveir dómarar látist í embætti, annar þeirra 79 ára en hinn 87 ára gamall. Störf réttarins hafa orðið æ umdeildari í seinni tíð og traust almennings til hans er nú í lægstu lægðum í skoðanakönnunum. Honum er nú stjórnað af afgerandi meirihluta íhaldssamra dómara sem voru skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikanaflokksins, þar á meðal þremur sem Donald Trump skipaði. Skipan bandarískra dómara er hápólitísk mál vegna þess hversu valdamikill dómstóllinn er. Íhaldssami dómarinn Antonin Scalia lést á síðasta ári Baracks Obama sem forseta árið 2016. Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti tilnefnt eftirmann hans með þeim rökum að það væri óeðlilegt þegar innan við ár væri til kosninga. Á síðustu mánuðum Trump í embætti flýttu þeir aftur á móti í gegn skipan eftirmanns Ruth Bader Ginsburg, frjálslynds dómara, sem lést innan við tveimur mánuðum fyrir kjördag 2020.Getty Umdeildir dómar og bitlausar siðareglur Íhaldsmennirnir sex hafa veitt repúblikönum og Trump sérstaklega hvern sigurinn á fætur öðrum á undanförnum misserum, stundum með því að snúa við áratugalöngu dómafordæmi eins og þegar þeir afnámu rétt kvenna til þungunarrofs og takmörkuðu völd ríkisstofnana. Til að bæta gráu ofan á svart hafa nýlega komið upp mál þar sem í ljós kom að dómarar höfðu þegið alls kyns gjafir og sporslur frá fjársterkum aðilum sem áttu hagsmuni undir í málum sem komu til kasta réttarins. Þá var fjallað um umdeilda fána sem tengdust stuðningsmönnum Trump og lygum hans um meint kosningasvik sem var flaggað við hús eins íhaldssamasta dómarans við réttinn á dögunum. Eiginkona annars var virkur þátttakandi í því að reyna að hnekkja kosningaúrslitunum. Hvorugur þeirra sagði sig frá málum sem tengdust síðustu kosningum þrátt fyrir það. Dómararnir hafa sjálfdæmi um hæfi sitt. Staðan „ekki eðlileg“ Þrátt fyrir vaxandi reiði demókrata út í réttinn og ástand mála hefur Biden forseti verið tregur til þess að styðja breytingar á réttinum, ekki síst hugmyndir um að fjölga dómurum til þess að jafna hlutföllin á milli íhaldsmanna og frjálslyndra dómara. Í aðsendri grein sem birtist í Washington Post í dag skrifar Biden að hann beri mikla virðingu fyrir stofnunum ríkisins og aðgreiningu ríkisvaldsins. „Það sem á sér stað núna er ekki eðlilegt og það grefur undan tiltrú almennings á ákvörðunum réttarins, þar á meðal þeirra sem snúast um einstaklingsfrelsi. Við stöndum núna í skarðinu,“ skrifar forsetinn sem dró nýlega framboð sitt til forseta til baka. Biden vill einnig að þingheimur samþykki stjórnarskrárbreytingu til þess að vinda ofan af tímamótadómi hæstaréttar frá því í sumar um að Bandaríkjaforseti njóti nær algerrar friðhelgi fyrir saksókn fyrir allar gjörðir sem tengjast opinberum athöfnum hans líkt og verjendur Trump í sakamáli á hendur honum héldu fram. Sá dómur þýddi að niðurstaða fæst ekki í sakamál á hendur Trump vegna tilrauna hans til þess að snúa við úrslitum síðustu kosninga fyrir þær næstu. Innlegg í kosningabaráttu demókrata Litlar líkur eru á að hugmyndir Biden nái fram að ganga. Repúblikanar eru með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og flokkarnir hafa jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni. Þó að demókratar ráði efri deildinni í raun með atkvæði varaforseta þarf í reynd aukinn meirihluta til þess að koma málum í gegn þar setji minnihlutinn sig upp á móti frumvarpi. Tillögurnar eiga þess í stað að hjálpa demókrötum að hamra á því við kjósendur hversu miklu máli atkvæði þeirra skiptir fyrir kosningarnar í nóvember. Kamala Harris, varaforseti, sem tekur væntanlega við kyndlinum af Biden sem forsetaefni demókrata hefur lýst kosningunum sem vali á milli „frelsis og glundroða“. Trump með Amy Coney Barrett, einn þriggja hæstaréttardómara sem hann skipaði á fjórum árum í embætti. Rétturinn er skipaður níu dómurum. Nú eru sex þeirra skipaðir af repúblikönum en þrír af demókrötum.Getty Margir demókratar vonast til þess að beisla óánægju margra kjósenda með takmarkanir og sums staðar nær algert bann við þungunarrofi sem Hæstiréttur lagði blessun sína yfir og eru almennt óvinsælar. Trump hefur sakað demókrata um að reyna að rústa réttarkerfinu með hugmyndum um breytingar á Hæstarétti. Joe Biden Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. 30. maí 2024 15:25 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020. 1. júlí 2024 15:43 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Tillögurnar sem Hvíta húsið kynnir í dag gera meðal annars ráð fyrir að sitjandi forseti skipi hæstaréttardómara á tveggja ára fresti. Dómararnir verði skipaðir til átján ára í stað lífstíðar. Markmiðið er sagt að tryggja endurnýjun réttarins og gera tilnefningaferlið fyrirsjáanlegra en það er nú. Hæstiréttur Bandaríkjanna er áhrifamikill í stjórnskipan landsins. Dómarar þar eru skipaðir til lífstíðar og þeir eru ekki bundnir af siðareglum, ólíkt dómurum á öðrum stigum dómskerfisins og opinberum embættismönnum. Frá 2016 hafa tveir dómarar látist í embætti, annar þeirra 79 ára en hinn 87 ára gamall. Störf réttarins hafa orðið æ umdeildari í seinni tíð og traust almennings til hans er nú í lægstu lægðum í skoðanakönnunum. Honum er nú stjórnað af afgerandi meirihluta íhaldssamra dómara sem voru skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikanaflokksins, þar á meðal þremur sem Donald Trump skipaði. Skipan bandarískra dómara er hápólitísk mál vegna þess hversu valdamikill dómstóllinn er. Íhaldssami dómarinn Antonin Scalia lést á síðasta ári Baracks Obama sem forseta árið 2016. Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti tilnefnt eftirmann hans með þeim rökum að það væri óeðlilegt þegar innan við ár væri til kosninga. Á síðustu mánuðum Trump í embætti flýttu þeir aftur á móti í gegn skipan eftirmanns Ruth Bader Ginsburg, frjálslynds dómara, sem lést innan við tveimur mánuðum fyrir kjördag 2020.Getty Umdeildir dómar og bitlausar siðareglur Íhaldsmennirnir sex hafa veitt repúblikönum og Trump sérstaklega hvern sigurinn á fætur öðrum á undanförnum misserum, stundum með því að snúa við áratugalöngu dómafordæmi eins og þegar þeir afnámu rétt kvenna til þungunarrofs og takmörkuðu völd ríkisstofnana. Til að bæta gráu ofan á svart hafa nýlega komið upp mál þar sem í ljós kom að dómarar höfðu þegið alls kyns gjafir og sporslur frá fjársterkum aðilum sem áttu hagsmuni undir í málum sem komu til kasta réttarins. Þá var fjallað um umdeilda fána sem tengdust stuðningsmönnum Trump og lygum hans um meint kosningasvik sem var flaggað við hús eins íhaldssamasta dómarans við réttinn á dögunum. Eiginkona annars var virkur þátttakandi í því að reyna að hnekkja kosningaúrslitunum. Hvorugur þeirra sagði sig frá málum sem tengdust síðustu kosningum þrátt fyrir það. Dómararnir hafa sjálfdæmi um hæfi sitt. Staðan „ekki eðlileg“ Þrátt fyrir vaxandi reiði demókrata út í réttinn og ástand mála hefur Biden forseti verið tregur til þess að styðja breytingar á réttinum, ekki síst hugmyndir um að fjölga dómurum til þess að jafna hlutföllin á milli íhaldsmanna og frjálslyndra dómara. Í aðsendri grein sem birtist í Washington Post í dag skrifar Biden að hann beri mikla virðingu fyrir stofnunum ríkisins og aðgreiningu ríkisvaldsins. „Það sem á sér stað núna er ekki eðlilegt og það grefur undan tiltrú almennings á ákvörðunum réttarins, þar á meðal þeirra sem snúast um einstaklingsfrelsi. Við stöndum núna í skarðinu,“ skrifar forsetinn sem dró nýlega framboð sitt til forseta til baka. Biden vill einnig að þingheimur samþykki stjórnarskrárbreytingu til þess að vinda ofan af tímamótadómi hæstaréttar frá því í sumar um að Bandaríkjaforseti njóti nær algerrar friðhelgi fyrir saksókn fyrir allar gjörðir sem tengjast opinberum athöfnum hans líkt og verjendur Trump í sakamáli á hendur honum héldu fram. Sá dómur þýddi að niðurstaða fæst ekki í sakamál á hendur Trump vegna tilrauna hans til þess að snúa við úrslitum síðustu kosninga fyrir þær næstu. Innlegg í kosningabaráttu demókrata Litlar líkur eru á að hugmyndir Biden nái fram að ganga. Repúblikanar eru með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og flokkarnir hafa jafnmarga þingmenn í öldungadeildinni. Þó að demókratar ráði efri deildinni í raun með atkvæði varaforseta þarf í reynd aukinn meirihluta til þess að koma málum í gegn þar setji minnihlutinn sig upp á móti frumvarpi. Tillögurnar eiga þess í stað að hjálpa demókrötum að hamra á því við kjósendur hversu miklu máli atkvæði þeirra skiptir fyrir kosningarnar í nóvember. Kamala Harris, varaforseti, sem tekur væntanlega við kyndlinum af Biden sem forsetaefni demókrata hefur lýst kosningunum sem vali á milli „frelsis og glundroða“. Trump með Amy Coney Barrett, einn þriggja hæstaréttardómara sem hann skipaði á fjórum árum í embætti. Rétturinn er skipaður níu dómurum. Nú eru sex þeirra skipaðir af repúblikönum en þrír af demókrötum.Getty Margir demókratar vonast til þess að beisla óánægju margra kjósenda með takmarkanir og sums staðar nær algert bann við þungunarrofi sem Hæstiréttur lagði blessun sína yfir og eru almennt óvinsælar. Trump hefur sakað demókrata um að reyna að rústa réttarkerfinu með hugmyndum um breytingar á Hæstarétti.
Joe Biden Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. 30. maí 2024 15:25 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020. 1. júlí 2024 15:43 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. 30. maí 2024 15:25
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23
Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020. 1. júlí 2024 15:43