Móðurfélag Össurar hagnaðist um 2,8 milljarða á metfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2024 08:52 Vöxtur var í sölu félagsins sem hefur uppfært fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2024. Vísir/Vilhelm Embla Medical, móðurfélag stoðtækjafyrirtækisins Össurar skilaði 2,8 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi 2024 og jókst hann um 26 prósent frá sama tíma í fyrra. Tekjur námu 30,2 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem samsvarar 9 prósent vexti í staðbundinni mynt. Félagið sá 6 prósent innri vöxt í sölu á stoðtækjum, 2 prósent á spelkum og stuðningsvörum, og 9 prósent í þjónustu við sjúklinga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá móðurfélagi Össurar sem tók upp nafnið Embla Medical hf. í febrúar á þessu ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 6,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 22 prósentum af veltu á tímabilinu. Jókst hann um 26 prósent milli ára en til samanburðar var EBITDA 19 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi 2023. Vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz tilkynnt í byrjun þessa árs. Metfjórðungur og eiga von á söluaukningu í Bandaríkjunum Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra félagsins í tilkynningu að annar ársfjórðungur sé söluhæsti fjórðungur í sögu þess. „Það hefur verið lykilstef í stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í nýsköpun með það að leiðarljósi að auka hreyfanleika okkar skjólstæðinga sem og að búa til hagkvæmar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá afrakstur hvoru tveggja í ársfjórðungnum, þar sem við annars vegar kynntum tvær nýjar hátæknivörur í flokki stoðtækja sem og að opinbera sjúkratryggingakerfið í Bandaríkjunum hefur aukið verulega aðgengi að hágæða stoðtækjum.“ Félagið lýsir nýju stoðtækjunum Icon® frá College Park og NAVii® frá Össuri sem hátæknihnjám og eru þau sögð nýta gervigreind til að hámarka virkni og upplifun notandans. „Okkur miðar jafnfram vel að vaxtarstefnu okkar „Growth’27“ sem við kynntum í byrjun síðasta árs en fjárhagsáætlun fyrir 2024 hefur verið uppfærð í 6-8% innri vöxtur (áður 5-8%) og ~20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða (áður 19-20%),“ segir Sveinn jafnframt í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Össur Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Sjá meira
Tekjur námu 30,2 milljörðum króna á ársfjórðungnum sem samsvarar 9 prósent vexti í staðbundinni mynt. Félagið sá 6 prósent innri vöxt í sölu á stoðtækjum, 2 prósent á spelkum og stuðningsvörum, og 9 prósent í þjónustu við sjúklinga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá móðurfélagi Össurar sem tók upp nafnið Embla Medical hf. í febrúar á þessu ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 6,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 22 prósentum af veltu á tímabilinu. Jókst hann um 26 prósent milli ára en til samanburðar var EBITDA 19 prósent af veltu á öðrum ársfjórðungi 2023. Vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz tilkynnt í byrjun þessa árs. Metfjórðungur og eiga von á söluaukningu í Bandaríkjunum Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra félagsins í tilkynningu að annar ársfjórðungur sé söluhæsti fjórðungur í sögu þess. „Það hefur verið lykilstef í stefnu fyrirtækisins að fjárfesta í nýsköpun með það að leiðarljósi að auka hreyfanleika okkar skjólstæðinga sem og að búa til hagkvæmar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið. Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá afrakstur hvoru tveggja í ársfjórðungnum, þar sem við annars vegar kynntum tvær nýjar hátæknivörur í flokki stoðtækja sem og að opinbera sjúkratryggingakerfið í Bandaríkjunum hefur aukið verulega aðgengi að hágæða stoðtækjum.“ Félagið lýsir nýju stoðtækjunum Icon® frá College Park og NAVii® frá Össuri sem hátæknihnjám og eru þau sögð nýta gervigreind til að hámarka virkni og upplifun notandans. „Okkur miðar jafnfram vel að vaxtarstefnu okkar „Growth’27“ sem við kynntum í byrjun síðasta árs en fjárhagsáætlun fyrir 2024 hefur verið uppfærð í 6-8% innri vöxtur (áður 5-8%) og ~20% EBITDA framlegð að teknu tilliti til einskiptisliða (áður 19-20%),“ segir Sveinn jafnframt í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Össur Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Sjá meira