Fulltrúar Hamas og Fatah funda í Kína í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2024 13:24 Xi Jinping Kínaforseti og utanríkisráðherrann Wang Yi ræða saman. Stjórnvöld í Kína hafa löngum freistað þess að taka sér hlutverk sáttasemjara í ýmsum deilum. AP/Sergey Savostyanov Fulltrúar Hamas og Fatah munu funda í Kína í næstu viku og freista þess að ná saman, sem margir segja forsendu þess að hægt verði að endurbyggja Gasa að átökum loknum. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, mun leiða sendinefnd samtakanna en Fatah mun senda þrjá fulltrúa, þeirra á meðal Mahmoud al-Aloul, varaformann flokksins. Fundað verður í Pekíng. Fulltrúar Hamas og Fatah hittust síðast í höfuðborginni í apríl síðastliðnum en fundir þeirra þá skiluðu ekki áþreifanlegum árangri. Kína hefur freistað þess að miðla málum milli fylkinganna, sem hafa barist um völd á Gasa og Vesturbakkanum. Samkvæmt talsmanni Fatah munu sendinefndirnar funda með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, 21. og 23. júlí en einnig hittast þess á milli. Bandaríkjamenn hafa sagt að Palestínska heimastjórnin, sem er undir stjórn Fatah, ætti að spila stóran þátt í endurreisn Gasa en þáttur Hamas er á reiki. Flestir eru sammála um að Ísraelsmönnum muni ekki takast að útrýma Hamas, eins og þeir hafa heitið, og að Hamas verði að eiga einhverja aðkomu að málum. Á sama tíma myndi aðkoma Hamas torvelda allar aðgerðir, þar sem mörg ríki hafa skilgreint samtökin sem hryðjuverkasamtök og bannað alla fjármögnun slíkra samtaka. Leiðtogar Hamas hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að afsala sér yfirráðum á Gasa, það er að segja stjórnun svæðisins dag frá degi, en hafa þverneitað að leggja niður hernaðararm samtakanna. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Kína Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, mun leiða sendinefnd samtakanna en Fatah mun senda þrjá fulltrúa, þeirra á meðal Mahmoud al-Aloul, varaformann flokksins. Fundað verður í Pekíng. Fulltrúar Hamas og Fatah hittust síðast í höfuðborginni í apríl síðastliðnum en fundir þeirra þá skiluðu ekki áþreifanlegum árangri. Kína hefur freistað þess að miðla málum milli fylkinganna, sem hafa barist um völd á Gasa og Vesturbakkanum. Samkvæmt talsmanni Fatah munu sendinefndirnar funda með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, 21. og 23. júlí en einnig hittast þess á milli. Bandaríkjamenn hafa sagt að Palestínska heimastjórnin, sem er undir stjórn Fatah, ætti að spila stóran þátt í endurreisn Gasa en þáttur Hamas er á reiki. Flestir eru sammála um að Ísraelsmönnum muni ekki takast að útrýma Hamas, eins og þeir hafa heitið, og að Hamas verði að eiga einhverja aðkomu að málum. Á sama tíma myndi aðkoma Hamas torvelda allar aðgerðir, þar sem mörg ríki hafa skilgreint samtökin sem hryðjuverkasamtök og bannað alla fjármögnun slíkra samtaka. Leiðtogar Hamas hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til að afsala sér yfirráðum á Gasa, það er að segja stjórnun svæðisins dag frá degi, en hafa þverneitað að leggja niður hernaðararm samtakanna.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Kína Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira