Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 23:01 Lamine Yamal fagnar marki sínu gegn Frakklandi. getty/Halil Sagirkaya Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig Frakka og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór í stöngina og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Randal Kolo Muani hafði komið Frökkum yfir á 5. mínútu. Mark Yamals var sögulegt en hann er nú yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann verður sautján ára á laugardaginn. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Yamals skoraði Dani Olmo sigurmark Spánverja. Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Jules Koundé en var svo fært yfir á Olmo sem hefur nú skorað þrjú mörk á EM. Mörkin úr leiknum á Allianz Arena í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Randall Kolo Muani kom Frökkum yfir snemma leiks í dag gegn Spánverjum 🇫🇷 pic.twitter.com/RqjEuiStHF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Ungstirnið Lamine Yamal jafnaði metin með þessu stórkostlega langskoti. Þetta geta ekki margir 16 ára strákar í undanúrslitum EM 🚀 pic.twitter.com/uBSIdNB1LI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Dani Olmo kom Spánverjum yfir eftir frábæra hreyfingu. Jules Koundé reyndi að komast fyrir skotið en boltinn fór af honum og inn 🇪🇸 pic.twitter.com/OoIeWsicuq— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Spánn hefur unnið alla sex leiki sína á EM, skorað þrettán mörk í þeim og aðeins fengið á sig þrjú. Það kemur í ljós á morgun hvort England eða Holland verður andstæðingur Spánar í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Sjá meira
Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig Frakka og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór í stöngina og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Randal Kolo Muani hafði komið Frökkum yfir á 5. mínútu. Mark Yamals var sögulegt en hann er nú yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann verður sautján ára á laugardaginn. Fjórum mínútum eftir jöfnunarmark Yamals skoraði Dani Olmo sigurmark Spánverja. Markið var upphaflega skráð sem sjálfsmark Jules Koundé en var svo fært yfir á Olmo sem hefur nú skorað þrjú mörk á EM. Mörkin úr leiknum á Allianz Arena í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Randall Kolo Muani kom Frökkum yfir snemma leiks í dag gegn Spánverjum 🇫🇷 pic.twitter.com/RqjEuiStHF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Ungstirnið Lamine Yamal jafnaði metin með þessu stórkostlega langskoti. Þetta geta ekki margir 16 ára strákar í undanúrslitum EM 🚀 pic.twitter.com/uBSIdNB1LI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Dani Olmo kom Spánverjum yfir eftir frábæra hreyfingu. Jules Koundé reyndi að komast fyrir skotið en boltinn fór af honum og inn 🇪🇸 pic.twitter.com/OoIeWsicuq— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2024 Spánn hefur unnið alla sex leiki sína á EM, skorað þrettán mörk í þeim og aðeins fengið á sig þrjú. Það kemur í ljós á morgun hvort England eða Holland verður andstæðingur Spánar í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Sjá meira
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15