Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2024 10:17 Bifreiðin keyrði beint yfir umferðareyjuna. Facebook/Skjáskot Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. „Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls,“ sagði í dagbók lögreglu en Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að um sama mál sé að ræða. Hægt er að berja myndskeið af atvikinu augum í spilaranum hér að neðan. Að sögn Unnars var maðurinn talsvert ölvaður en hann reyndi að aka á brott frá vettvangi eftir að slysið átti sér stað. „Það var mikið tjón á umferðareyjunni og bílnum líka. Hann reyndi að aka í burtu en bíllinn stöðvaði að lokum,“ sagði hann og bætti við að maðurinn gisti enn í fangageymslu lögreglunnar. Gott framtak og galin framkvæmd Myndskeiðið var birt á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd og hefur vakið þó nokkra athygli en 39 manns hafa sett athugasemd við færsluna. Myndskeiðinu var einnig deilt á Facebook-hóp fyrir íbúa á Seltjarnarnesi þar sem sumir íbúar virðast fagna eignaspjöllunum. „Gott framtak, enda er þetta galin framkvæmd,“ sagði íbúi sem deildi myndskeiðinu sem virðist ekki hafa verið ánægður með umferðareyjuna. Tímaspursmál hvenær einhver myndi keyra á „Það var algjört tímaspursmál hvenær einhver myndi bara keyra yfir þessa umferðareyju og vera kærulaus fyrir allan peninginn,“ sagði annar íbúi í athugasemd við færsluna. Hann kveðst hafa beðið eftir því að þetta myndi gerast. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar eru súpersjéní, svo klár að ekki hlustað á venjulega bjána eins og t.d. mig, var á fræðslufundi í vetur um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og nefndi þar að mér þætti þetta allt of nálægt hringtorginu, en svarið var auðvitað að sérfræðingar væru með þetta allt á kristaltæru. Svona er farið með skattfé okkar,“ sagði enn annar íbúi í athugasemd við færsluna á Facebook-hópnum fyrir íbúa Seltjarnarness. Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
„Ölvaður ökumaður veldur tjóni á umferðarmannvirki í vesturbænum. Ökumaðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð og hann vistaður vegna rannsókn þessa máls,“ sagði í dagbók lögreglu en Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að um sama mál sé að ræða. Hægt er að berja myndskeið af atvikinu augum í spilaranum hér að neðan. Að sögn Unnars var maðurinn talsvert ölvaður en hann reyndi að aka á brott frá vettvangi eftir að slysið átti sér stað. „Það var mikið tjón á umferðareyjunni og bílnum líka. Hann reyndi að aka í burtu en bíllinn stöðvaði að lokum,“ sagði hann og bætti við að maðurinn gisti enn í fangageymslu lögreglunnar. Gott framtak og galin framkvæmd Myndskeiðið var birt á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd og hefur vakið þó nokkra athygli en 39 manns hafa sett athugasemd við færsluna. Myndskeiðinu var einnig deilt á Facebook-hóp fyrir íbúa á Seltjarnarnesi þar sem sumir íbúar virðast fagna eignaspjöllunum. „Gott framtak, enda er þetta galin framkvæmd,“ sagði íbúi sem deildi myndskeiðinu sem virðist ekki hafa verið ánægður með umferðareyjuna. Tímaspursmál hvenær einhver myndi keyra á „Það var algjört tímaspursmál hvenær einhver myndi bara keyra yfir þessa umferðareyju og vera kærulaus fyrir allan peninginn,“ sagði annar íbúi í athugasemd við færsluna. Hann kveðst hafa beðið eftir því að þetta myndi gerast. „Sérfræðingar Vegagerðarinnar eru súpersjéní, svo klár að ekki hlustað á venjulega bjána eins og t.d. mig, var á fræðslufundi í vetur um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og nefndi þar að mér þætti þetta allt of nálægt hringtorginu, en svarið var auðvitað að sérfræðingar væru með þetta allt á kristaltæru. Svona er farið með skattfé okkar,“ sagði enn annar íbúi í athugasemd við færsluna á Facebook-hópnum fyrir íbúa Seltjarnarness.
Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira