Skoðun

Við­reisn mun leggja fram til­lögu um íbúakosningu um Coda Terminal verk­efnið í Hafnar­firði

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Mikil umræða hefur skapast á undanförnum mánuðum um ágæti þess að gefa fyrirtækinu Carbfix leyfi til að koma upp aðstöðu hér í Hafnarfirði fyrir loftslagsverkefni sitt Coda Terminal. Í stuttu máli snýst það um að binda kolefni í bergi á um 700 metra dýpi. Verkefnið hefur verið í þróun undanfarinn áratug á Hellisheiði.

Forsendur verkefnisins eru m.a. þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins.

Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.

Opin og gagnsæ stjórnsýsla er og verður eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði.

Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×