Algeng þvæla um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 3. júlí 2024 08:30 Öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson „blaðamaður“ á Morgunblaðinu heldur áfram að skrifa áróðursgreinar á Vísir.is undir þeim hatti að þetta séu skoðanir sem hann hefur. Hinsvegar er hann bara að endurtaka lygar sem er margoft búið að afsanna. Eitt af því sem hann heldur fram er að Evrópuþingmenn séu valdalausir, sérstaklega þegar þeir koma frá litum aðildarríkjum. Evrópuþingmenn Möltu geta örugglega frætt Hjört um það hversu mikil völd þeir hafa sem Evrópuþingmenn. Þar sem Evrópuþingið starfar á grundvelli Evrópuþingflokka, ekki aðildarríkja og hefur gert frá stofnun. Þetta er staðreynd sem Hjörtur veit fullvel en lætur eins og hún sé ekki til, þar sem þessi staðreynd hentar ekki málflutning hans og annara andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Annað er fiskveiðimál, sem er nýjasti gamli áróðurinn sem Hjörtur skrifar um. Staðreyndin er hinsvegar sú að Íslendingar semja nú þegar um fiskveiðar við Evrópusambandið sem ríki utan Evrópusambandsins (eftir þörfum og hæfni sjávarútvegsráðherra á Íslandi á hverjum tíma). Það eina sem mundi breytast við inngöngu í Evrópusambandið er að Ísland mundi þá semja um fiskveiðar sem aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta veit Hjörtur einnig fullvel. Ef Ísland hefði samið um fiskveiðar við Evrópusambandið. Þá væri slíka samninga að finna hérna. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki samið um fiskveiðar við Evrópusambandið síðan árið 2008. Þarna er hinsvegar hægt að lesa eldri samning frá árinu 1993. Þarna má reyndar einnig sjá samning Íslands við Evrópusambandið um veiðar á makríl fyrir árið 2024. Auk annara samninga um fiskveiðar á stofnum sem flakka um lögsögur ríkja á Atlantshafinu. Það er staðreynd að málflutningur andstæðinga Evrópusambandinu er byggð á einhverri óskhyggju sem stenst og hefur aldrei staðist raunveruleikann. Þetta sést mjög vel á því hvað gerist og er ennþá að gerast í Bretlandi sem er eina ríki' og verður eina ríkið sem mun nokkurn tímann ganga úr Evrópusambandinu. Efnahagslega þá hefur Bretland dregist aftur úr. Síðan hafa ríkisborgarar Bretlands tapað réttinum til að búa og starfa hvar sem er innan Evrópusambandsins, réttur sem þeir höfuð fram til 31. janúar 2020 klukkan 23:00. Skoðun almennings hefur einnig breyst og er núna kominn stöðugur og fastur meirihluti fyrir því að Bretland gangi aftur inn í Evrópusambandið á næstu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki slíkt á dagskránni og líklegir stjórnarflokkar eftir næstu kosningar hafa slíkt ekki á dagskránni en það gæti breytst ef þrýstingur frá almenningi í Bretlandi verður nægur, sem er alveg möguleiki á því að það gerist. Það er hinsvegar ljóst að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hörmung fyrir almenning í Bretlandi og verður aldrei neitt annað. Þetta endalausa flóð af áróðursgreinum er ekkert nema tilraun til þess að koma Íslandi úr EES samningum og mögulega EFTA samningum. Þannig á að færa Ísland efnahagslega aftur til ársins 1963, þegar Íslandi var hvorki aðili að EFTA eða EEC en Framsóknarflokkurinn stöðvaði aðildarumsókn Íslands að EEC á þeim tíma og þótti enginn sómi af. Eins og má lesa um hérna. Það hefur verið slæmur hugsunarháttur á Íslandi að vera á móti framförum. Þessi ósiður hefur núna verið að dreifa sér til yngri kynslóða og er enginn sómi af þessu. Íslenskir stjórnmálamenn verða að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland, sem ríki getur aðeins tryggt stöðu sína með alþjóðlegu samningum og aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson „blaðamaður“ á Morgunblaðinu heldur áfram að skrifa áróðursgreinar á Vísir.is undir þeim hatti að þetta séu skoðanir sem hann hefur. Hinsvegar er hann bara að endurtaka lygar sem er margoft búið að afsanna. Eitt af því sem hann heldur fram er að Evrópuþingmenn séu valdalausir, sérstaklega þegar þeir koma frá litum aðildarríkjum. Evrópuþingmenn Möltu geta örugglega frætt Hjört um það hversu mikil völd þeir hafa sem Evrópuþingmenn. Þar sem Evrópuþingið starfar á grundvelli Evrópuþingflokka, ekki aðildarríkja og hefur gert frá stofnun. Þetta er staðreynd sem Hjörtur veit fullvel en lætur eins og hún sé ekki til, þar sem þessi staðreynd hentar ekki málflutning hans og annara andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Annað er fiskveiðimál, sem er nýjasti gamli áróðurinn sem Hjörtur skrifar um. Staðreyndin er hinsvegar sú að Íslendingar semja nú þegar um fiskveiðar við Evrópusambandið sem ríki utan Evrópusambandsins (eftir þörfum og hæfni sjávarútvegsráðherra á Íslandi á hverjum tíma). Það eina sem mundi breytast við inngöngu í Evrópusambandið er að Ísland mundi þá semja um fiskveiðar sem aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta veit Hjörtur einnig fullvel. Ef Ísland hefði samið um fiskveiðar við Evrópusambandið. Þá væri slíka samninga að finna hérna. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki samið um fiskveiðar við Evrópusambandið síðan árið 2008. Þarna er hinsvegar hægt að lesa eldri samning frá árinu 1993. Þarna má reyndar einnig sjá samning Íslands við Evrópusambandið um veiðar á makríl fyrir árið 2024. Auk annara samninga um fiskveiðar á stofnum sem flakka um lögsögur ríkja á Atlantshafinu. Það er staðreynd að málflutningur andstæðinga Evrópusambandinu er byggð á einhverri óskhyggju sem stenst og hefur aldrei staðist raunveruleikann. Þetta sést mjög vel á því hvað gerist og er ennþá að gerast í Bretlandi sem er eina ríki' og verður eina ríkið sem mun nokkurn tímann ganga úr Evrópusambandinu. Efnahagslega þá hefur Bretland dregist aftur úr. Síðan hafa ríkisborgarar Bretlands tapað réttinum til að búa og starfa hvar sem er innan Evrópusambandsins, réttur sem þeir höfuð fram til 31. janúar 2020 klukkan 23:00. Skoðun almennings hefur einnig breyst og er núna kominn stöðugur og fastur meirihluti fyrir því að Bretland gangi aftur inn í Evrópusambandið á næstu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki slíkt á dagskránni og líklegir stjórnarflokkar eftir næstu kosningar hafa slíkt ekki á dagskránni en það gæti breytst ef þrýstingur frá almenningi í Bretlandi verður nægur, sem er alveg möguleiki á því að það gerist. Það er hinsvegar ljóst að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hörmung fyrir almenning í Bretlandi og verður aldrei neitt annað. Þetta endalausa flóð af áróðursgreinum er ekkert nema tilraun til þess að koma Íslandi úr EES samningum og mögulega EFTA samningum. Þannig á að færa Ísland efnahagslega aftur til ársins 1963, þegar Íslandi var hvorki aðili að EFTA eða EEC en Framsóknarflokkurinn stöðvaði aðildarumsókn Íslands að EEC á þeim tíma og þótti enginn sómi af. Eins og má lesa um hérna. Það hefur verið slæmur hugsunarháttur á Íslandi að vera á móti framförum. Þessi ósiður hefur núna verið að dreifa sér til yngri kynslóða og er enginn sómi af þessu. Íslenskir stjórnmálamenn verða að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland, sem ríki getur aðeins tryggt stöðu sína með alþjóðlegu samningum og aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun