Frakkar ganga að kjörborðinu Árni Sæberg skrifar 30. júní 2024 08:43 Kjörstaðir hafa verið opnaðið í Frakklandi, meðal annars í Saint-Vaast-sur-Seulles í Calvados, þar sem þessi mynd er tekin. Artur Widak/Getty Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi, sem hófst í morgun. Emmanuel Macron boðaði nokkuð óvænt til kosninga í kjölfar stórsigurs hægriafla í Evrópuþingskosningum í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Þjóðfylkingin hefur bætt við sig talsverðu fylgi í síðustu skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar. Búist er við mikilli kjörsókn í fyrri umferð kosninganna og útlitið er svart fyrir Miðjuflokk Macrons, Frakklandsforseta. Stjórnmálaskýrendur eru flestir sammála um að líklegustu niðurstöður verði afdrifaríkar fyrir Frakkland. Þá gæti reynst ómögulegt að mynda meirihluta eftir aðra umferð kosninganna 7. júlí. Talsverðar líkur eru þannig á því að Jordan Bardella, forseti Þjóðfylkingarinnar verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Jordan Bardella er 28 ára gamall maður sem hefur ekki setið í ríkisstjórn áður. Bardella hefur tilkynnt að hann muni ekki tilla sér í stól forsætisráðherra nema Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta á franska þinginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sú tilkynning gæti dregið dilk á eftir sér, Frakkar muni hugsanlega kjósa taktískt í seinni umferð kosninganna til þess að koma í veg fyrir að Bardella verði forsætisráðherra. Seinni umferð kosninganna fer fram þann 7. júlí. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi, sem hófst í morgun. Emmanuel Macron boðaði nokkuð óvænt til kosninga í kjölfar stórsigurs hægriafla í Evrópuþingskosningum í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Þjóðfylkingin hefur bætt við sig talsverðu fylgi í síðustu skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar. Búist er við mikilli kjörsókn í fyrri umferð kosninganna og útlitið er svart fyrir Miðjuflokk Macrons, Frakklandsforseta. Stjórnmálaskýrendur eru flestir sammála um að líklegustu niðurstöður verði afdrifaríkar fyrir Frakkland. Þá gæti reynst ómögulegt að mynda meirihluta eftir aðra umferð kosninganna 7. júlí. Talsverðar líkur eru þannig á því að Jordan Bardella, forseti Þjóðfylkingarinnar verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Jordan Bardella er 28 ára gamall maður sem hefur ekki setið í ríkisstjórn áður. Bardella hefur tilkynnt að hann muni ekki tilla sér í stól forsætisráðherra nema Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta á franska þinginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sú tilkynning gæti dregið dilk á eftir sér, Frakkar muni hugsanlega kjósa taktískt í seinni umferð kosninganna til þess að koma í veg fyrir að Bardella verði forsætisráðherra. Seinni umferð kosninganna fer fram þann 7. júlí.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira