Gummi Emil grípur til sinna ráða eftir fangelsisdóm Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. júní 2024 13:02 Gummi var dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að keyra próflaus. Einkaþjálfarinn, áhrifavaldurinn og nú listamaðurinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hefur hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil. Hann segir ágóðann af bolasölunni fara uppi í málskostnaðinn en hann var nýverið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Dóminn fékk Guðmundur Emil fyrir að keyra próflaus. Þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn við akstur án ökuréttinda. Í dóminum segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Hvert varstu að fara þegar þú varst stöðvaður af lögreglunni? „Ég þurfti að hitta ráðgjafa vegna þjálfunar í Keflavík, annars hjóla ég allt í bænum.“ Heldur þú að þú fáir bílprófið einhvern tímann aftur? „Já klárlega. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég mun ekki brjóta lög og reglur aftur þar sem þær eru gerðar til þess að halda uppi samfélaginu.“ Bolina hannaði Hlynur Hákonarson fatahönnuður. Tekur einn dag í einu Gummi hefur ekki setið auðum höndum eftir að dómurinn var upp kveðinn. Hann hefur hafið sölu á stuttermabolum til að eiga fyrir málskostnaðinum auk þess sem hann hefur samið stutt lag um athæfið. „Mér finnst gott að tjá mínar upplifanir og túlkun á heiminum í gegnum list,“ segir Gummi og segir aðspurður alla vita að hann semji tónlist. Hvernig líður þér eftir dóminn? „Sjaldan liðið betur. Ég finn bara fyrir miklum stuðning meðal minna nánustu og þó svo að á móti blási er fókusinn á lási. Sá eini sem getur dregið þig niður ert þú sjálfur. Svo lengi sem ég veit að ég er að gera góða hluti og gera það besta fyrir mig. Það verða alltaf hindranir en ætlarðu að lifa í eftirsjá eða skömm? Þá getur þú orðið veikur. Ef þú ert reiður, leiður og kvíðinn ertu að skapa þér leiðinlegan heim. En ef þú lifir í þakklæti og kærleika og tæklar hlutina í einlægni skapar þú þér fallegan heim. Þú sjálfur ert skapari og stjórnandi í eigin lífi og skapar fallegan veruleika. Það skiptir máli að gera það besta núna og taka einn dag í einu.“ Lagið stutta má heyra í spilaranum hér að neðan: Klippa: Gummi Emil Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Guðmundur tjáði Vísi í gær að hann reiknaði með því að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Dóminn fékk Guðmundur Emil fyrir að keyra próflaus. Þetta er í þriðja sinn sem hann er gripinn við akstur án ökuréttinda. Í dóminum segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Hvert varstu að fara þegar þú varst stöðvaður af lögreglunni? „Ég þurfti að hitta ráðgjafa vegna þjálfunar í Keflavík, annars hjóla ég allt í bænum.“ Heldur þú að þú fáir bílprófið einhvern tímann aftur? „Já klárlega. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég mun ekki brjóta lög og reglur aftur þar sem þær eru gerðar til þess að halda uppi samfélaginu.“ Bolina hannaði Hlynur Hákonarson fatahönnuður. Tekur einn dag í einu Gummi hefur ekki setið auðum höndum eftir að dómurinn var upp kveðinn. Hann hefur hafið sölu á stuttermabolum til að eiga fyrir málskostnaðinum auk þess sem hann hefur samið stutt lag um athæfið. „Mér finnst gott að tjá mínar upplifanir og túlkun á heiminum í gegnum list,“ segir Gummi og segir aðspurður alla vita að hann semji tónlist. Hvernig líður þér eftir dóminn? „Sjaldan liðið betur. Ég finn bara fyrir miklum stuðning meðal minna nánustu og þó svo að á móti blási er fókusinn á lási. Sá eini sem getur dregið þig niður ert þú sjálfur. Svo lengi sem ég veit að ég er að gera góða hluti og gera það besta fyrir mig. Það verða alltaf hindranir en ætlarðu að lifa í eftirsjá eða skömm? Þá getur þú orðið veikur. Ef þú ert reiður, leiður og kvíðinn ertu að skapa þér leiðinlegan heim. En ef þú lifir í þakklæti og kærleika og tæklar hlutina í einlægni skapar þú þér fallegan heim. Þú sjálfur ert skapari og stjórnandi í eigin lífi og skapar fallegan veruleika. Það skiptir máli að gera það besta núna og taka einn dag í einu.“ Lagið stutta má heyra í spilaranum hér að neðan: Klippa: Gummi Emil Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Guðmundur tjáði Vísi í gær að hann reiknaði með því að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu.
Tónlist Dómsmál Tengdar fréttir Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. 25. júní 2024 12:46