Hvort er betra, kreditkort eða debetkort? Haukur Skúlason skrifar 20. júní 2024 17:00 Við veltum oft fyrir okkur hvort sé betra að nota kreditkort eða debetkort, og erum oft sannfærð um að önnur tegundin sé betri en hin. Báðar tegundir hafa svo sannarlega sína kosti og galla, en það er mikilvægt að hafa nokkrar staðreyndir á hreinu áður en við ákveðum okkur hvor þeirra ætti að verða fyrir valinu sem okkar greiðsluleið. En eitt er alveg ljóst - flestir bankar rukka ansi mörg gjöld fyrir notkun á kortum, og þau gjöld eru missýnileg. Við þekkjum öll færslugjöld og árgjöld, en kannski síður gjaldeyrisálagið, sem oft er langstærsta einstaka gjaldtaka í kortanotkun. Með alls konar tilfærslum getum við minnkað þennan kostnað, ef við erum með greiðslukort frá stóru bönkunum, en spurningin vaknar af hverju ættum við að þurfa þess? Af hverju ættum við að borga fyrir að nota okkar eigin peninga? En byrjum á að skoða hvort það sé í raun og veru einhver munur á því hvað hægt er að gera með ólíkum greiðslukortum, og þá er fínt að byrja á því að kveða þá lífseigu þjóðsögu í kútinn að það sé auðveldara að fá endurgreitt ef við notum kreditkort frekar en debetkort. Staðreyndin er sú að bæði VISA og Mastercard gera engan greinarmun á réttinum til endurgreiðslu eftir því hvort kreditkort eða debetkort er notað. Rétturinn til endurgreiðslu er hinn sami og í flestum tilvikum er biðin eftir endurgreiðslu hin sama. Önnur þjóðsaga er sú að hjá sumum söluaðilum verðum við að nota kreditkort því þeir taki ekki við debetkortum. Staðreyndin er sú að söluaðilum er óheimilt að hafna einni tegund korta en samþykkja aðra tegund frá sama kortafyrirtæki - ef þeir gera það eru þeir að brjóta gegn skilmálum kortafyrirtækjanna og gætu átt á hættu að missa posann. Þeir söluaðilar sem þetta segja ættu að vita betur og kynna sér sínar skuldbindingar. Reyndar var það þannig “í gamla daga” að fyrirkomulag kortagreiðslna var með allt öðrum hætti og þá gátu söluaðilar hafnað kortum að vild - en það er liðin tíð að slíkt sé heimilt. Stundum erum við líka beðin, á netinu, um að slá inn kreditkortanúmer (en ekki einfaldlega greiðslukortanúmer) og þá getum við vel slegið inn kortanúmer debetkortsins - það virkar alveg jafn vel. Í raun er það villandi að biðja um kreditkortanúmerið, það ætti að biðja um númer á greiðslukorti (sem getur verið debet- eða kreditkort). En til að skoða hvor kortategundin sé hagkvæmari er gott að ímynda sér hinn dæmigerða korthafa sem reikna má út úr hagtölum Seðlabanka Íslands. Debetkort: Hinn dæmigerði korthafi debetkorta notar kortið fyrir 190 þúsund krónur á mánuði, þar af fyrir um 37 þúsund í erlendum gjaldmiðlum. Hann notar kortið líka ca 30 sinnum í mánuði. Þetta er nú bara meðaltal allra debetkorta á Íslandi og segir kannski ekki alla söguna um hvernig við sjálf notum kortin okkar, en dugar fyrir okkar einfalda reikningsdæmi. Margir útgefendur debetkorta bjóða upp á “ókeypis” færslur upp að tilteknu marki, og ef við tökum tillit til þess þá greiðir fólk 19-20 krónur fyrir hverja færslu, þá gera það um 4.000 krónur á ári sem fara í færslugjöld. Algengt árgjald debetkorta er um 950 krónur á ári. En stóri kostnaðarliðurinn sést þegar við skoðum gengisálagið á erlenda kortaveltu, sem er ca 2.5% af hverri einustu krónu sem verslað er fyrir í erlendri mynt. Það gera um 13 þúsund krónur á hverju ári. Samtals kostar því debetkortið korthafann rétt tæplega 18 þúsund krónur á ári. Það er kostnaðurinn sem við greiðum fyrir að nota okkar eigin peninga. Kreditkort: Hinn dæmigerði korthafi kreditkorta notar kortið sitt fyrir ca 273 þúsund á mánuði, þar af fyrir um 65 þúsund erlendis, og notar kortið ca 30 sinnum í mánuði. Hið sama gildir hér að um meðaltal er að ræða og við kunnum að hafa allt aðra upplifun af okkar eigin notkun. Engin færslugjöld eru innheimt af kreditkortum, en hins vegar borgar fólk um 130 krónur í lægsta seðilgjald á mánuði, eða 1.460 krónur á ári (og mun meira ef við viljum fá eiginlegan seðil). Algengt er svo að árgjaldið sé í kringum 15 þúsund krónur, þó það geti vissulega verið mun lægra, eða um 3.500 krónur, og einnig mun hærra, eða allt upp í 45 þúsund krónur. Gengisálagið er svo stundum enn hærra en á debetkortum, eða um 2.7%, skv. verðskrá eins stóru bankanna, sem kostar hinn dæmigerða korthafa í kringum 23 þúsund krónur á ári. Hver svo sem ástæða hærra gjaldeyrisálags á kreditkortum en á debetkortum er, hlýtur hún að vera afar áhugaverð. Samtals kostar því kreditkortið á bilinu 28 þúsund krónur og allt upp í 70 þúsund krónur, allt eftir því hvaða tegund kreditkorts viðkomandi velur. Í sumum tilfellum er boðið upp á ýmis konar fríðindi eða þjónustu tengda kreditkortum sem er hið besta mál. Ferðatryggingar eru dæmi um slíkt, en snöggur samanburður á ferðatryggingum kreditkorta og ferðatryggingum tryggingafélaganna leiðir í ljós að hægt er að fá samskonar, eða jafnvel betri, tryggingu með því að kaupa hana af tryggingafélögunum fyrir mun lægri fjárhæð - og mörg okkar eru nú þegar með slíkar tryggingar inni í heimilistryggingunum og því er það alger óþarfi að hafa aðra tryggingu á kreditkortinu. Fyrir mörg okkar er því lítið áunnið með ferðatryggingum kreditkorta og fyrir okkur hin gæti verið góður kostur að taka slíkar tryggingar sjálfstætt og nota ódýrara kreditkort. Stundum er boðið upp á ferðapunkta sem safnast saman þegar kortið er notað. Slík fríðindi fylgja oft kortunum með hæstu árgjöldin og getur tekið ansi langan tíma að safna punktum fyrir ferðalagið. En þegar punktarnir eru komnir í hús er svo sannarlega hægt að nota þá í langþráð frí, en einungis með einu flugfélagi - sem er í samkeppni við önnur sem bjóða kannski mun hagstæðari verð til sömu áfangastaða. Og gleymum ekki að yfirleitt borgum við aukalega fyrir að tengjast slíkum punktakerfum. Stundum hefur verið talað um að þegar við notum kreditkortið fáum við ókeypis lán í allt að 37 daga og getum geymt peningana okkar á vaxtaberandi reikningi á meðan. Það er alveg satt og rétt, en segir bara hálfa söguna. Lánið er jú ókeypis, en bankinn ætlar ekki að gefa okkur eitt né neitt, þannig að hann sækir tekjurnar af láninu annars staðar frá. Ef við gefum okkur að eigandi kreditkortsins að ofan sé búinn að fullkomna fyrirkomulagið - og notar kortið sitt í hverjum mánuði til allra útgjalda, greiði kortareikninginn á réttum tíma og geymi 273 þúsund krónur inni á góðum sparireikningi þess á milli. Þá fær hann vexti af reikningnum sem nema um 23 þúsund krónum á ári, og þá er kostnaður korthafans, þegar allt er til tekið, á bilinu 5 til 47 þúsund krónur á ári. Það er hreint ekki slæmur kostur ef fólk er tilbúið að skipuleggja sig vel og sýna góðan aga við að millifæra á milli reikninga. En staðreyndin er sú að við slíkt gerum við fæst, enda viljum við bara að umsýslan með okkar eigin peninga sé einföld og skilvirk. Fyrir flest okkar, þá höfum við mögulega ekki tíma né vilja til að standa í slíku, en fyrir þau okkar sem það gera, þá eru kreditkort mun betri kostur en debetkort, séu einhvers konar þjónustugjöld almennt innheimt af slíkum kortum. Höfum svo í huga að ef við gleymum, þó ekki sé nema í einn dag, að borga kreditkortareikninginn okkar á réttum tíma, þá rukkar bankinn okkur umsvifalaust dráttarvexti sem eru 17% á ári. Nei, bankinn gefur okkur ekki neitt þegar kemur að kreditkortum, frekar en gosdrykkjaframleiðendur geta sagt að þeir gefi okkur 20 krónur í formi drykkjarumbúða í hvert skipti sem við kaupum vörurnar þeirra (þ.e. ef við förum með þær í endurvinnslu). Mig langar að hvetja alla viðskiptavini bankanna, sem finnst ósanngjarnt að borga fyrir að nota sína eigin peninga, til að skoða gaumgæfilega hvaða kostnaður er fólginn í þeim greiðslukortum sem þeir nota og muna að þó hann kunni að virka lítill gildir hið fornkveðna að safnast þegar saman kemur. Höfundur er framkvæmdastjóri og annar stofnenda indó sparisjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Ókeypis lán í hverjum mánuði Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. 19. júní 2024 10:00 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Við veltum oft fyrir okkur hvort sé betra að nota kreditkort eða debetkort, og erum oft sannfærð um að önnur tegundin sé betri en hin. Báðar tegundir hafa svo sannarlega sína kosti og galla, en það er mikilvægt að hafa nokkrar staðreyndir á hreinu áður en við ákveðum okkur hvor þeirra ætti að verða fyrir valinu sem okkar greiðsluleið. En eitt er alveg ljóst - flestir bankar rukka ansi mörg gjöld fyrir notkun á kortum, og þau gjöld eru missýnileg. Við þekkjum öll færslugjöld og árgjöld, en kannski síður gjaldeyrisálagið, sem oft er langstærsta einstaka gjaldtaka í kortanotkun. Með alls konar tilfærslum getum við minnkað þennan kostnað, ef við erum með greiðslukort frá stóru bönkunum, en spurningin vaknar af hverju ættum við að þurfa þess? Af hverju ættum við að borga fyrir að nota okkar eigin peninga? En byrjum á að skoða hvort það sé í raun og veru einhver munur á því hvað hægt er að gera með ólíkum greiðslukortum, og þá er fínt að byrja á því að kveða þá lífseigu þjóðsögu í kútinn að það sé auðveldara að fá endurgreitt ef við notum kreditkort frekar en debetkort. Staðreyndin er sú að bæði VISA og Mastercard gera engan greinarmun á réttinum til endurgreiðslu eftir því hvort kreditkort eða debetkort er notað. Rétturinn til endurgreiðslu er hinn sami og í flestum tilvikum er biðin eftir endurgreiðslu hin sama. Önnur þjóðsaga er sú að hjá sumum söluaðilum verðum við að nota kreditkort því þeir taki ekki við debetkortum. Staðreyndin er sú að söluaðilum er óheimilt að hafna einni tegund korta en samþykkja aðra tegund frá sama kortafyrirtæki - ef þeir gera það eru þeir að brjóta gegn skilmálum kortafyrirtækjanna og gætu átt á hættu að missa posann. Þeir söluaðilar sem þetta segja ættu að vita betur og kynna sér sínar skuldbindingar. Reyndar var það þannig “í gamla daga” að fyrirkomulag kortagreiðslna var með allt öðrum hætti og þá gátu söluaðilar hafnað kortum að vild - en það er liðin tíð að slíkt sé heimilt. Stundum erum við líka beðin, á netinu, um að slá inn kreditkortanúmer (en ekki einfaldlega greiðslukortanúmer) og þá getum við vel slegið inn kortanúmer debetkortsins - það virkar alveg jafn vel. Í raun er það villandi að biðja um kreditkortanúmerið, það ætti að biðja um númer á greiðslukorti (sem getur verið debet- eða kreditkort). En til að skoða hvor kortategundin sé hagkvæmari er gott að ímynda sér hinn dæmigerða korthafa sem reikna má út úr hagtölum Seðlabanka Íslands. Debetkort: Hinn dæmigerði korthafi debetkorta notar kortið fyrir 190 þúsund krónur á mánuði, þar af fyrir um 37 þúsund í erlendum gjaldmiðlum. Hann notar kortið líka ca 30 sinnum í mánuði. Þetta er nú bara meðaltal allra debetkorta á Íslandi og segir kannski ekki alla söguna um hvernig við sjálf notum kortin okkar, en dugar fyrir okkar einfalda reikningsdæmi. Margir útgefendur debetkorta bjóða upp á “ókeypis” færslur upp að tilteknu marki, og ef við tökum tillit til þess þá greiðir fólk 19-20 krónur fyrir hverja færslu, þá gera það um 4.000 krónur á ári sem fara í færslugjöld. Algengt árgjald debetkorta er um 950 krónur á ári. En stóri kostnaðarliðurinn sést þegar við skoðum gengisálagið á erlenda kortaveltu, sem er ca 2.5% af hverri einustu krónu sem verslað er fyrir í erlendri mynt. Það gera um 13 þúsund krónur á hverju ári. Samtals kostar því debetkortið korthafann rétt tæplega 18 þúsund krónur á ári. Það er kostnaðurinn sem við greiðum fyrir að nota okkar eigin peninga. Kreditkort: Hinn dæmigerði korthafi kreditkorta notar kortið sitt fyrir ca 273 þúsund á mánuði, þar af fyrir um 65 þúsund erlendis, og notar kortið ca 30 sinnum í mánuði. Hið sama gildir hér að um meðaltal er að ræða og við kunnum að hafa allt aðra upplifun af okkar eigin notkun. Engin færslugjöld eru innheimt af kreditkortum, en hins vegar borgar fólk um 130 krónur í lægsta seðilgjald á mánuði, eða 1.460 krónur á ári (og mun meira ef við viljum fá eiginlegan seðil). Algengt er svo að árgjaldið sé í kringum 15 þúsund krónur, þó það geti vissulega verið mun lægra, eða um 3.500 krónur, og einnig mun hærra, eða allt upp í 45 þúsund krónur. Gengisálagið er svo stundum enn hærra en á debetkortum, eða um 2.7%, skv. verðskrá eins stóru bankanna, sem kostar hinn dæmigerða korthafa í kringum 23 þúsund krónur á ári. Hver svo sem ástæða hærra gjaldeyrisálags á kreditkortum en á debetkortum er, hlýtur hún að vera afar áhugaverð. Samtals kostar því kreditkortið á bilinu 28 þúsund krónur og allt upp í 70 þúsund krónur, allt eftir því hvaða tegund kreditkorts viðkomandi velur. Í sumum tilfellum er boðið upp á ýmis konar fríðindi eða þjónustu tengda kreditkortum sem er hið besta mál. Ferðatryggingar eru dæmi um slíkt, en snöggur samanburður á ferðatryggingum kreditkorta og ferðatryggingum tryggingafélaganna leiðir í ljós að hægt er að fá samskonar, eða jafnvel betri, tryggingu með því að kaupa hana af tryggingafélögunum fyrir mun lægri fjárhæð - og mörg okkar eru nú þegar með slíkar tryggingar inni í heimilistryggingunum og því er það alger óþarfi að hafa aðra tryggingu á kreditkortinu. Fyrir mörg okkar er því lítið áunnið með ferðatryggingum kreditkorta og fyrir okkur hin gæti verið góður kostur að taka slíkar tryggingar sjálfstætt og nota ódýrara kreditkort. Stundum er boðið upp á ferðapunkta sem safnast saman þegar kortið er notað. Slík fríðindi fylgja oft kortunum með hæstu árgjöldin og getur tekið ansi langan tíma að safna punktum fyrir ferðalagið. En þegar punktarnir eru komnir í hús er svo sannarlega hægt að nota þá í langþráð frí, en einungis með einu flugfélagi - sem er í samkeppni við önnur sem bjóða kannski mun hagstæðari verð til sömu áfangastaða. Og gleymum ekki að yfirleitt borgum við aukalega fyrir að tengjast slíkum punktakerfum. Stundum hefur verið talað um að þegar við notum kreditkortið fáum við ókeypis lán í allt að 37 daga og getum geymt peningana okkar á vaxtaberandi reikningi á meðan. Það er alveg satt og rétt, en segir bara hálfa söguna. Lánið er jú ókeypis, en bankinn ætlar ekki að gefa okkur eitt né neitt, þannig að hann sækir tekjurnar af láninu annars staðar frá. Ef við gefum okkur að eigandi kreditkortsins að ofan sé búinn að fullkomna fyrirkomulagið - og notar kortið sitt í hverjum mánuði til allra útgjalda, greiði kortareikninginn á réttum tíma og geymi 273 þúsund krónur inni á góðum sparireikningi þess á milli. Þá fær hann vexti af reikningnum sem nema um 23 þúsund krónum á ári, og þá er kostnaður korthafans, þegar allt er til tekið, á bilinu 5 til 47 þúsund krónur á ári. Það er hreint ekki slæmur kostur ef fólk er tilbúið að skipuleggja sig vel og sýna góðan aga við að millifæra á milli reikninga. En staðreyndin er sú að við slíkt gerum við fæst, enda viljum við bara að umsýslan með okkar eigin peninga sé einföld og skilvirk. Fyrir flest okkar, þá höfum við mögulega ekki tíma né vilja til að standa í slíku, en fyrir þau okkar sem það gera, þá eru kreditkort mun betri kostur en debetkort, séu einhvers konar þjónustugjöld almennt innheimt af slíkum kortum. Höfum svo í huga að ef við gleymum, þó ekki sé nema í einn dag, að borga kreditkortareikninginn okkar á réttum tíma, þá rukkar bankinn okkur umsvifalaust dráttarvexti sem eru 17% á ári. Nei, bankinn gefur okkur ekki neitt þegar kemur að kreditkortum, frekar en gosdrykkjaframleiðendur geta sagt að þeir gefi okkur 20 krónur í formi drykkjarumbúða í hvert skipti sem við kaupum vörurnar þeirra (þ.e. ef við förum með þær í endurvinnslu). Mig langar að hvetja alla viðskiptavini bankanna, sem finnst ósanngjarnt að borga fyrir að nota sína eigin peninga, til að skoða gaumgæfilega hvaða kostnaður er fólginn í þeim greiðslukortum sem þeir nota og muna að þó hann kunni að virka lítill gildir hið fornkveðna að safnast þegar saman kemur. Höfundur er framkvæmdastjóri og annar stofnenda indó sparisjóðs.
Ókeypis lán í hverjum mánuði Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. 19. júní 2024 10:00
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun