Nöfnum þéttbýliskjarna breytt til að þurrka út menningu Úígúra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2024 11:25 Skilti í Hotan býður gesti velkomna til bæjarins Samstöðu. AP/Andy Wong Yfirvöld í Kína hafa breytt heitum hundruð þorpa og bæja Úígúra og fjarlægt úr þeim tilvísanir í sögu, menningu og trú minnihlutahópsins. Breytingarnar eru taldar ná til 630 þéttbýliskjarna og áttu flestar sér stað á árunum 2017-2019. Stjórnvöld í Kína hafa verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og öðrum ríkjum fyrir harkalegar aðfarir sínar gegn Úígúrum, sem sumir hafa sagt jafngilda þjóðarmorði. Samkvæmt nýrri skýrslu Human Rights Watch og norsku samtakanna Uyghur Hjelp hafa aðgerðir Kínverja meðal annars falist í umfangsmiklum nafnabreytingum, sem hafa miðað að því að þurrka út menningar- og trúararf Úígúra. Nöfnum hefur meðal annars verið breytt með því að taka út tilvísanir í trúarbrögð, til að mynda orðin „mazar“ sem þýðir „helgidómur“ og „hoja“, sem þýðir „kennari“. Þá hafa orð sem vísa til leiðtoga og velda Úígúra verið tekin út. Samkvæmt skýrslunni bera samfélögin nú þess í stað hefðbundin kínversk heiti, sem eiga að vera jákvæð og upplyftandi. Má þar meðal annars nefna Samstöðu, sem áður hét Hvíta Moskan, og Rauða flagg, sem áður hét Dutar, eftir hefðbundnu hljóðfæri. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Kína ráðast í herferð af þessu tagi en henni hefur einnig verið beitt í Tíbet, sem nú er kallað Xizang í opinberum gögnum í Kína. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Kína Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og öðrum ríkjum fyrir harkalegar aðfarir sínar gegn Úígúrum, sem sumir hafa sagt jafngilda þjóðarmorði. Samkvæmt nýrri skýrslu Human Rights Watch og norsku samtakanna Uyghur Hjelp hafa aðgerðir Kínverja meðal annars falist í umfangsmiklum nafnabreytingum, sem hafa miðað að því að þurrka út menningar- og trúararf Úígúra. Nöfnum hefur meðal annars verið breytt með því að taka út tilvísanir í trúarbrögð, til að mynda orðin „mazar“ sem þýðir „helgidómur“ og „hoja“, sem þýðir „kennari“. Þá hafa orð sem vísa til leiðtoga og velda Úígúra verið tekin út. Samkvæmt skýrslunni bera samfélögin nú þess í stað hefðbundin kínversk heiti, sem eiga að vera jákvæð og upplyftandi. Má þar meðal annars nefna Samstöðu, sem áður hét Hvíta Moskan, og Rauða flagg, sem áður hét Dutar, eftir hefðbundnu hljóðfæri. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld í Kína ráðast í herferð af þessu tagi en henni hefur einnig verið beitt í Tíbet, sem nú er kallað Xizang í opinberum gögnum í Kína. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Kína Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira