Blæs á sögusagnir um að McGregor sé að gera sér upp meiðslin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júní 2024 15:01 Dana White segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Conor McGregor hafi hætt við bardaga til að koma sér í betri samningsstöðu. Jeff Bottari/Zuffa LLC Dana White, forseti UFC-sambandsins, segir ekkert til í þeim orðrómi um það að írski bardagakappinn Conor McGregor hafi hætt við bardaga sinn við Michael Chandler vegna samningsstöðu sinnar við UFC. McGregor og Chandler áttu að mætast þann 29. júní næstkomandi, en stuttu áður en blaðamannafundur bardagakappanna átti að fara fram sendi UFC-sambandið frá sér yfirlýsingu þess efnis að svo yrði ekki. Hinn 35 ára gamli McGregor dró sig svo úr bardaganum í kjölfarið vegna meiðsla og því verður ekkert af endurkomu hans í búrið. Ekki í bili að minnsta kosti. Mikil spenna ríkti fyrir endurkomu McGregor, en hann hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier árið 2021. Strax fóru sögur á kreik um að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn, sem McGregor staðfesti svo sjálfur. Þó er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þá fóru einnig sögur á kreik um að ástæða þess að McGregor hafi hætt við bardagann hafi verið vegna þess að þessa dagana er Írinn í viðræðum við UFC-sambandið um nýjan samning. Núverandi samningur hans er að nálgast endalok sín, en Dana White hefur nú blásið á þær sögusagnir. „Conor McGregor, kannski mun hann berjast aftur og kannski ekki,“ sagði White. „Maður veit aldrei með stráka á þessu stigi. Maður veit aldrei hvenær maður fær að sjá þá berjast aftur.“ „McGregor myndi aldrei skipuleggja bardaga til að geta reynt að ná fram samningum eða til að fá meiri pening,“ bætti White við. „Conor McGregor er meiddur núna. Það er alveg klárt. Hann hefur aldrei gert neitt slíkt.“ MMA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
McGregor og Chandler áttu að mætast þann 29. júní næstkomandi, en stuttu áður en blaðamannafundur bardagakappanna átti að fara fram sendi UFC-sambandið frá sér yfirlýsingu þess efnis að svo yrði ekki. Hinn 35 ára gamli McGregor dró sig svo úr bardaganum í kjölfarið vegna meiðsla og því verður ekkert af endurkomu hans í búrið. Ekki í bili að minnsta kosti. Mikil spenna ríkti fyrir endurkomu McGregor, en hann hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier árið 2021. Strax fóru sögur á kreik um að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn, sem McGregor staðfesti svo sjálfur. Þó er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þá fóru einnig sögur á kreik um að ástæða þess að McGregor hafi hætt við bardagann hafi verið vegna þess að þessa dagana er Írinn í viðræðum við UFC-sambandið um nýjan samning. Núverandi samningur hans er að nálgast endalok sín, en Dana White hefur nú blásið á þær sögusagnir. „Conor McGregor, kannski mun hann berjast aftur og kannski ekki,“ sagði White. „Maður veit aldrei með stráka á þessu stigi. Maður veit aldrei hvenær maður fær að sjá þá berjast aftur.“ „McGregor myndi aldrei skipuleggja bardaga til að geta reynt að ná fram samningum eða til að fá meiri pening,“ bætti White við. „Conor McGregor er meiddur núna. Það er alveg klárt. Hann hefur aldrei gert neitt slíkt.“
MMA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira