Skoðun

Katrín og kvenhatrið

Ólafur Sveinsson skrifar

Nýjasta útspil stuðningsmanna Katrínar Jakobsdóttur um að það sé merki um kvenhatur og kvenfyrirlitningu (Jón Ólafsson og Berglind Rós Magnúsdóttir) að hafa efasemdir um framboð Katrínar til forsetaembættisins er athyglisvert, rétt eins og fliss Ragnars Kjartanssonar yfir orðinu elíta, vegna þess að öll tilheyra þau menningarelítunni sem Auður Jónsdóttir gagnrýndi nýlega í frægri grein í Heimildinni og njóta augljóslega góðs af nálægðinni við Katrínu og hennar öfluga stuðningsfólk. Þetta er gömul saga og ný, með valdið og misnotkun þess sem vinstrimenn og ekki síst konur á síðari árum hafa sárlega kvartað yfir að sé misnotað af valdhöfum til að þagga niður í þeim. En þegar þeir / þau / þær eru komin í valdastöður, beita viðkomandi oftar en ekki nákvæmlega sömu kúgunartækjum til að halda fólki og andstæðum skoðunum niðri. Þá eru engum raunverulegum rökum beitt, heldur eru fullyrðingum slengt fram til að gera andstæðinginn hlægilegan og aumkunarverðan og hann látinn vita, beint eða undir rós, að hann hafi verra af ef hann heldur áfram uppteknum hætti. Og fólk er síðan útilokað á ýmsan hátt til að láta það finna fyrir því og til að hræða aðra. Þessutan er það grátbroslegt, þegar þrjár mjög frambærilegar konur berjast um forsetaembættið, að saka Auði Jónsdóttur og allan þann fjölda kvenna sem efast um vegferð Katrínar Jakobsdóttur í þessu máli, um kvenfyrirlitningu.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×