Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 31. maí 2024 07:00 Gummi situr fyrir svörum í spurningarliðnum Ást er þessa vikuna. Gummi kíró Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi kíró, og unnusta hans Lína Birgitta Sigurðardóttir athafnakona hafa verið nánast óaðskiljanleg frá fyrstu kynnum. Þau trúlofuðu sig í París í Frakklandi í október 2022 eftir að Gummi bað um hönd Línu í Tuileries Garden, rómantíkin uppmáluð. Gummi segir þau bæði vera afar rómantísk: „Við skiljum eftir gjafir, falleg skilaboð og skipuleggjum reglulega eitthvað skemmtilegt fyrir hvort annað.“ Gummi situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók fyrsta skrefið eftir að hafa íhugað það í mjög stuttan tíma. Ég var á leið úr vinnuferð þar sem ég byrjaði að hugsa til Línu á þennan hátt og ákvað að senda henni skilaboð rétt fyrir svefn sem voru mistök því hún seenaði mig og ég gat þá auðvitað ekki sofnað svo auðveldlega, en sem betur fer svaraði hún já við stefnumóti og við höfum nánast verið óaðskiljanleg síðan þá. Fyrsti kossinn okkar: Fyrsti kossinn var á fyrsta stefnumótinu þegar ég bauð henni heim í mat og spurði hana síðar um kvöldið hvort ég mætti kyssa hana á frekar aulalegan hátt. Línu fannst það sjúklega fyndið og pínu rómantískt en svaraði játandi. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Samband okkar hefur þróast og breyst með tímanum og myndi ég lýsa því í dag sem kærleiksríku, djúpu og skemmtilegu. Það er svo magnað að sjá hvernig parsambönd þróast og hversu óhrædd við erum að tjá okkur um það sem okkur vantar í sambandinu, bæði um það sem virkar og virkar ekki. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Okkur finnst mjög næs að fara eitthvað saman þar sem enginn þekkir okkur og við getum aðeins slakað á saman. Fullkomið stefnumót væri td. erlendis á fallegum kampavínsbar og færum svo í kjölfarið á látlausan veitingastað. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Notting Hill. Ég elska lagið með Ronan Keating og það atriði. Uppáhalds break-up ballaðan mín er: Hmmmm, ekki viss. Kannski „Go your own way“ með Fleetwood Mac. Lagið okkar: Það var lengi vel lag með artistanum Lauv, ég man ekki alveg hvað lagið heitir. En ég myndi egja að lagið „At your worst“ með Callum Scott lag lýsir okkur afar vel þessa stundina. Eftirlætis maturinn okkar: Lína er blessunarlega byrjuð að borða kjöt. Mér finnst gott nautakjöt alveg æðislegt! En uppáhalds maturinn hennar Línu er grænmetislasagna sem ég geri fyrir hana reglulega. Eruði rómantísk? Já svo sannarlega, við skiljum eftir gjafir, falleg skilaboð og skipuleggjum reglulega eitthvað skemmtilegt fyrir hvort annað. Fyrsta gjöfin sem ég gaf konunni minni: Hermes armband. Fyrsta gjöfin sem konan mín gaf mér: Ilmvatn og íþróttaföt. Konan mín er: Gullfalleg, klár, hörkudugleg, kærleiksrík, næm á mínar tilfinningar, mikill stuðningur í einu og öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Rómantískasti staður á landinu: Staðurinn okkar er án efa Blue Lagoon Retreat. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Þegar ég varð fertugur og ætluðum að fara í rómó heitan pott. Það var svo drullu kalt úti að við gátum nánast ekki talað saman. Hver væri titillinn á ævisögunni ykkar? Sterkari saman. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við kryddum upp á tilveruna með helgarferðum erlendis, eldum rómó dinner heima í ró og næði. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að við verðum búsett með annan fótinn erlendis. Vera í stórum verkefnum tengdum tísku, heilsu og fyrirlestrum. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Það er stanslaus vinna og ekki auðvelt í amstri dagsins. En við tölum mikið saman og erum mjög opin um hvað við þráum í sambandinu, og hvað má betur fara. Bara það að tala saman er stundum nóg til að þess kveikja aftur á neistanum. Mér finnst líka mikilvægt að hugsa vel um mig andleg og líkamlega til þess að vera aðlaðandi fyrir Línu, vera vel til hafður og snyrtilegur þó svo að við séum bara heima í rólegheitunum. Ást er... ekki sjálfgefin tilfinning til makans heldur regluleg vinna, bæði huglægt sem og í verki. Þakklæti er sterkasta verkfærið þegar kemur að ást því það að vera þakklátur fyrir maka sinn er neistinn að ástinni. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á [email protected]. Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Sönn íslensk makamál: Gellugengisfall Makamál 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Gummi segir þau bæði vera afar rómantísk: „Við skiljum eftir gjafir, falleg skilaboð og skipuleggjum reglulega eitthvað skemmtilegt fyrir hvort annað.“ Gummi situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók fyrsta skrefið eftir að hafa íhugað það í mjög stuttan tíma. Ég var á leið úr vinnuferð þar sem ég byrjaði að hugsa til Línu á þennan hátt og ákvað að senda henni skilaboð rétt fyrir svefn sem voru mistök því hún seenaði mig og ég gat þá auðvitað ekki sofnað svo auðveldlega, en sem betur fer svaraði hún já við stefnumóti og við höfum nánast verið óaðskiljanleg síðan þá. Fyrsti kossinn okkar: Fyrsti kossinn var á fyrsta stefnumótinu þegar ég bauð henni heim í mat og spurði hana síðar um kvöldið hvort ég mætti kyssa hana á frekar aulalegan hátt. Línu fannst það sjúklega fyndið og pínu rómantískt en svaraði játandi. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Samband okkar hefur þróast og breyst með tímanum og myndi ég lýsa því í dag sem kærleiksríku, djúpu og skemmtilegu. Það er svo magnað að sjá hvernig parsambönd þróast og hversu óhrædd við erum að tjá okkur um það sem okkur vantar í sambandinu, bæði um það sem virkar og virkar ekki. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Okkur finnst mjög næs að fara eitthvað saman þar sem enginn þekkir okkur og við getum aðeins slakað á saman. Fullkomið stefnumót væri td. erlendis á fallegum kampavínsbar og færum svo í kjölfarið á látlausan veitingastað. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Notting Hill. Ég elska lagið með Ronan Keating og það atriði. Uppáhalds break-up ballaðan mín er: Hmmmm, ekki viss. Kannski „Go your own way“ með Fleetwood Mac. Lagið okkar: Það var lengi vel lag með artistanum Lauv, ég man ekki alveg hvað lagið heitir. En ég myndi egja að lagið „At your worst“ með Callum Scott lag lýsir okkur afar vel þessa stundina. Eftirlætis maturinn okkar: Lína er blessunarlega byrjuð að borða kjöt. Mér finnst gott nautakjöt alveg æðislegt! En uppáhalds maturinn hennar Línu er grænmetislasagna sem ég geri fyrir hana reglulega. Eruði rómantísk? Já svo sannarlega, við skiljum eftir gjafir, falleg skilaboð og skipuleggjum reglulega eitthvað skemmtilegt fyrir hvort annað. Fyrsta gjöfin sem ég gaf konunni minni: Hermes armband. Fyrsta gjöfin sem konan mín gaf mér: Ilmvatn og íþróttaföt. Konan mín er: Gullfalleg, klár, hörkudugleg, kærleiksrík, næm á mínar tilfinningar, mikill stuðningur í einu og öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Rómantískasti staður á landinu: Staðurinn okkar er án efa Blue Lagoon Retreat. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Þegar ég varð fertugur og ætluðum að fara í rómó heitan pott. Það var svo drullu kalt úti að við gátum nánast ekki talað saman. Hver væri titillinn á ævisögunni ykkar? Sterkari saman. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við kryddum upp á tilveruna með helgarferðum erlendis, eldum rómó dinner heima í ró og næði. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að við verðum búsett með annan fótinn erlendis. Vera í stórum verkefnum tengdum tísku, heilsu og fyrirlestrum. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Það er stanslaus vinna og ekki auðvelt í amstri dagsins. En við tölum mikið saman og erum mjög opin um hvað við þráum í sambandinu, og hvað má betur fara. Bara það að tala saman er stundum nóg til að þess kveikja aftur á neistanum. Mér finnst líka mikilvægt að hugsa vel um mig andleg og líkamlega til þess að vera aðlaðandi fyrir Línu, vera vel til hafður og snyrtilegur þó svo að við séum bara heima í rólegheitunum. Ást er... ekki sjálfgefin tilfinning til makans heldur regluleg vinna, bæði huglægt sem og í verki. Þakklæti er sterkasta verkfærið þegar kemur að ást því það að vera þakklátur fyrir maka sinn er neistinn að ástinni. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á [email protected].
Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Sönn íslensk makamál: Gellugengisfall Makamál 57 ára á OnlyFans: „Ég sýni erótískar hreyfingar en ekki kynlíf“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira