„Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. maí 2024 20:28 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Haraldur Guðjónsson Thors Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með seinni hálfleik liðsins sem skilaði tveimur mörkum. „Í fyrri hálfleik vorum við til baka. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera hugrakkar og þá komu bestu mínútur sem við höfum spilað á tímabilinu. Við spiluðum boltanum okkar á milli og vorum hugrakkar. Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði og spiluðum frábærlega,“ sagði Nik sem var í skýjunum með seinni hálfleik Breiðabliks sem skilaði sigrinum. Valur var töluvert betri í fyrri hálfleik og gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik en Nik sagði að veðrið hafi einnig spilað inn í. „Veðrið setti strik í reikninginn. Valur skapaði fullt af færum á hættulegum svæðum en við spiluðum góða vörn sem lið. Í seinni hálfleik breyttum við um leikkerfi og það skilaði sér.“ Eftir klukkutíma leik gerði Nik tvær breytingar einu marki undir sem skilaði sér og eftir það gerðu Blikar tvö mörk. „Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ]kom inn á og var frábær. Hún kom með orku og við þurftum að hrista upp í hlutunum. Við breyttum um kerfi og Olla fór upp á topp og sýndi gæðin sem hún hefur.“ Aðspurður af hverju hann breytti um leikkerfi sagði Nik að hann vildi halda betur í boltann. „Við þurftum að halda betur í boltann miðað við hvernig vindurinn var. Við þurftum að vera með fleiri á miðjunni og fara í demant.“ Veðrið var langt frá því að vera gott og það rigndi mikið ásamt því var mikið rok en Nik var ánægður með hvernig liðið leysti aðstæður í seinni hálfleik en ekki fyrri hálfleik. „Í fyrri hálfleik gáfum við ekkert á okkur en gerðum ekkert heldur en í seinni hálfleik notuðum við veðrið okkur í hag. Ég get ekki sagt að annað liðið hafi verið yfirburðar út frá veðri.“ Fram að þessum leik hafði bæði Breiðablik og Valur unnið alla fimm leikina í Bestu deildinni en eftir úrslit kvöldsins eru Blikar á toppnum með fullt hús stiga. „Við höfum unnið alla leikina þannig ég geri ráð fyrir að við séum liðið sem önnur lið þurfa að vinna. Þetta hefur verið frábær byrjun þar sem við erum með sex sigra í sex leikjum og það er gott að fara inn í landsleikjahlé á þeim stað sem við erum á,“ sagði Nik Anthony Chamberlain að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
„Í fyrri hálfleik vorum við til baka. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera hugrakkar og þá komu bestu mínútur sem við höfum spilað á tímabilinu. Við spiluðum boltanum okkar á milli og vorum hugrakkar. Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði og spiluðum frábærlega,“ sagði Nik sem var í skýjunum með seinni hálfleik Breiðabliks sem skilaði sigrinum. Valur var töluvert betri í fyrri hálfleik og gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik en Nik sagði að veðrið hafi einnig spilað inn í. „Veðrið setti strik í reikninginn. Valur skapaði fullt af færum á hættulegum svæðum en við spiluðum góða vörn sem lið. Í seinni hálfleik breyttum við um leikkerfi og það skilaði sér.“ Eftir klukkutíma leik gerði Nik tvær breytingar einu marki undir sem skilaði sér og eftir það gerðu Blikar tvö mörk. „Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ]kom inn á og var frábær. Hún kom með orku og við þurftum að hrista upp í hlutunum. Við breyttum um kerfi og Olla fór upp á topp og sýndi gæðin sem hún hefur.“ Aðspurður af hverju hann breytti um leikkerfi sagði Nik að hann vildi halda betur í boltann. „Við þurftum að halda betur í boltann miðað við hvernig vindurinn var. Við þurftum að vera með fleiri á miðjunni og fara í demant.“ Veðrið var langt frá því að vera gott og það rigndi mikið ásamt því var mikið rok en Nik var ánægður með hvernig liðið leysti aðstæður í seinni hálfleik en ekki fyrri hálfleik. „Í fyrri hálfleik gáfum við ekkert á okkur en gerðum ekkert heldur en í seinni hálfleik notuðum við veðrið okkur í hag. Ég get ekki sagt að annað liðið hafi verið yfirburðar út frá veðri.“ Fram að þessum leik hafði bæði Breiðablik og Valur unnið alla fimm leikina í Bestu deildinni en eftir úrslit kvöldsins eru Blikar á toppnum með fullt hús stiga. „Við höfum unnið alla leikina þannig ég geri ráð fyrir að við séum liðið sem önnur lið þurfa að vinna. Þetta hefur verið frábær byrjun þar sem við erum með sex sigra í sex leikjum og það er gott að fara inn í landsleikjahlé á þeim stað sem við erum á,“ sagði Nik Anthony Chamberlain að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira