Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. maí 2024 16:39 Ferðamenn á Suðurlandsbraut velta fyrir sér hvert skuli halda. Vísir/vilhelm Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá ferðaþjónustunni fyrir sumarið. Kristófer Oliversson formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir fyrir minna hafa verið bókað undanfarið hjá hótelum og gististöðum en áður. „Það eru kannski örlitlar blikur á lofti hjá hótelum og gististöðum en við teljum að rætist úr því. Það er mikið framboð af flugi og það er að rætast úr maí á suðvesturhorninu og Suðurlandinu. Apríl var óneitanlega heldur dræmari en hefur verið og kannski er sumarið að fara eitthvað rólegra af stað,“ segir Kristófer. Fólkið komi með flugi og þar vanti ekki framboðið. Kristófer er ekki með nákvæmar tölur um bókanir. „Það eru engar risasveiflur. Ísland er orðið mjög dýrt, við getum ekki horft fram hjá því. Við erum í samkeppni við önnur lönd sem hefur ekki hækkað eins mikið hjá. Eins og hótelin, þetta er mjög fjármagnsþung grein. Við finnum vel fyrir ástandinu. Þetta eru gríðarlega dýrar fasteignir og fjármagnsþungar svo vextirnir hafa gríðarleg áhrif á okkar afkomu,“ segir Kristófer. „Það sem skiptir okkur mestu máli er ástandið í viðskiptalöndunum. Er fólk að ferðast? Þegar það fer að taka ákvörðun, hvernig er ástandið hér á Íslandi. Eru há verð eða lág verð? Fyrir fjölda gesta skiptir engu máli fyrir fólk í Mið-Evrópu hvort það fer til Noregs, Finnlands eða Íslands. Það fer á norðurslóðir. Þetta er alltaf okkar barátta að halda okkar sérstöðu og vera eftirsóknarverð.“ Þá segir hann jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. „Lokun Bláa lónsins og opnun sitt á hvað í ljósi þessara jarðhræringa hefur haft veruleg áhrif nú í vetur. Við fundum fyrir því strax 11. nóvember að það stöðvuðust allar bókanir og hægðist á öllu saman. Við vorum að vona að það væri að róast yfir því en við sjáum hvar næsta eldgos kemur upp.“ Ferðamennska á Íslandi Verðlag Hótel á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá ferðaþjónustunni fyrir sumarið. Kristófer Oliversson formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir fyrir minna hafa verið bókað undanfarið hjá hótelum og gististöðum en áður. „Það eru kannski örlitlar blikur á lofti hjá hótelum og gististöðum en við teljum að rætist úr því. Það er mikið framboð af flugi og það er að rætast úr maí á suðvesturhorninu og Suðurlandinu. Apríl var óneitanlega heldur dræmari en hefur verið og kannski er sumarið að fara eitthvað rólegra af stað,“ segir Kristófer. Fólkið komi með flugi og þar vanti ekki framboðið. Kristófer er ekki með nákvæmar tölur um bókanir. „Það eru engar risasveiflur. Ísland er orðið mjög dýrt, við getum ekki horft fram hjá því. Við erum í samkeppni við önnur lönd sem hefur ekki hækkað eins mikið hjá. Eins og hótelin, þetta er mjög fjármagnsþung grein. Við finnum vel fyrir ástandinu. Þetta eru gríðarlega dýrar fasteignir og fjármagnsþungar svo vextirnir hafa gríðarleg áhrif á okkar afkomu,“ segir Kristófer. „Það sem skiptir okkur mestu máli er ástandið í viðskiptalöndunum. Er fólk að ferðast? Þegar það fer að taka ákvörðun, hvernig er ástandið hér á Íslandi. Eru há verð eða lág verð? Fyrir fjölda gesta skiptir engu máli fyrir fólk í Mið-Evrópu hvort það fer til Noregs, Finnlands eða Íslands. Það fer á norðurslóðir. Þetta er alltaf okkar barátta að halda okkar sérstöðu og vera eftirsóknarverð.“ Þá segir hann jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. „Lokun Bláa lónsins og opnun sitt á hvað í ljósi þessara jarðhræringa hefur haft veruleg áhrif nú í vetur. Við fundum fyrir því strax 11. nóvember að það stöðvuðust allar bókanir og hægðist á öllu saman. Við vorum að vona að það væri að róast yfir því en við sjáum hvar næsta eldgos kemur upp.“
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Hótel á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira