Fico ekki talinn í lífshættu Árni Sæberg skrifar 15. maí 2024 23:28 Fico var fluttur á spítala í bænum Banska Bystrica, þar sem hann gekkst undir vel heppnaða aðgerð. Jan Kroslak/AP Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki lengur talinn í lífshættu. Hann var skotinn fimm sinnum af ljóðskáldi á áttræðisaldri í dag. Þetta staðfestir Tomas Taraba, umhverfisráðherra Slóvakíu. Hann er einnig varaforsætisráðherra landsins. „Ég fékk áfall. Sem betur fer gekk aðgerðin vel, eftir því sem ég best veit. Ég tel að hann muni lifa banatilræðið af, hann er ekki talinn í lífshættu lengur,“ er haft eftir Taraba í frétt Reuters. Þar segir að ein kúla hafi rofið maga Ficos og önnur farið í gegnum lið. Árásin var gerð í bænum Handlova, um 180 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Bratislava. Ríkisstjórnarfundur hafði verið haldinn í bænum og Fico var staddur fyrir utan menningarhús bæjarins þegar hann var skotinn fimm sinnum. Talið að tilræðið hafi verið pólitískt Slóvakískir miðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn sé hinn 71 árs Juraj Cintula. Hann sé ljóðskáld og hafi gefið út þrjár bækur. „Banatilræðið var pólitísks eðlis og ákvörðun árásarmannsins um að fremja það var tekin skömmu eftir forsetakosningarnar,“ hefur Reuters eftir Sutaj Estok, innanríkisráðherra Slóvakíu. Þar vísar hann til forsetakosninganna í apríl þar sem hinn umdeildi Peter Pellegrini fór með sigur af hólmi. Hann er náinn bandamaður Ficos. Slóvakía Tengdar fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er sagður vera 71 árs gamall. Hann var handtekinn á vettvangi. 15. maí 2024 16:58 Forsætisráðherra Slóvakíu í lífshættu eftir skotárás Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás fyrr í dag. Hann er sagður vera með lífshættulega áverka. 15. maí 2024 13:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þetta staðfestir Tomas Taraba, umhverfisráðherra Slóvakíu. Hann er einnig varaforsætisráðherra landsins. „Ég fékk áfall. Sem betur fer gekk aðgerðin vel, eftir því sem ég best veit. Ég tel að hann muni lifa banatilræðið af, hann er ekki talinn í lífshættu lengur,“ er haft eftir Taraba í frétt Reuters. Þar segir að ein kúla hafi rofið maga Ficos og önnur farið í gegnum lið. Árásin var gerð í bænum Handlova, um 180 kílómetra norðaustur af höfuðborginni Bratislava. Ríkisstjórnarfundur hafði verið haldinn í bænum og Fico var staddur fyrir utan menningarhús bæjarins þegar hann var skotinn fimm sinnum. Talið að tilræðið hafi verið pólitískt Slóvakískir miðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn sé hinn 71 árs Juraj Cintula. Hann sé ljóðskáld og hafi gefið út þrjár bækur. „Banatilræðið var pólitísks eðlis og ákvörðun árásarmannsins um að fremja það var tekin skömmu eftir forsetakosningarnar,“ hefur Reuters eftir Sutaj Estok, innanríkisráðherra Slóvakíu. Þar vísar hann til forsetakosninganna í apríl þar sem hinn umdeildi Peter Pellegrini fór með sigur af hólmi. Hann er náinn bandamaður Ficos.
Slóvakía Tengdar fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er sagður vera 71 árs gamall. Hann var handtekinn á vettvangi. 15. maí 2024 16:58 Forsætisráðherra Slóvakíu í lífshættu eftir skotárás Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás fyrr í dag. Hann er sagður vera með lífshættulega áverka. 15. maí 2024 13:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þetta er vitað um árásarmanninn Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er sagður vera 71 árs gamall. Hann var handtekinn á vettvangi. 15. maí 2024 16:58
Forsætisráðherra Slóvakíu í lífshættu eftir skotárás Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir skotárás fyrr í dag. Hann er sagður vera með lífshættulega áverka. 15. maí 2024 13:13