Statham og Baltasar sameina krafta sína í væntanlegri hasarmynd Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. maí 2024 22:11 Baltasar og Statham sameina krafta sína í nýrri mynd. Leikarinn Jason Statham mun fara með aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndina á að kynna á Cannes-kvikmyndamarkaðnum sem fer fram í þessari viku. Hollywood-miðillinn Deadline greinir frá. Þar segir að myndin, sem enn á eftir að fá nafn, muni fjalla um aðalpersónuna Mason, leikinn af Statham, og líf hans á afskekktri skoskri eyju. Þegar hann bjargar ungri konu úr sjónum, sem hafði orðið úti í miklum stormi, hefst röð atburða sem verður til þess að griðarstaður hans á eyjunni verður að engu. Hann neyðist þá til að hætta í einangrun og horfast í augu við drauga fortíðar. Áformað er að tökur hefjist á myndinni í nóvember, og munu þær fara fram í kvikmyndaveri Baltasars í Gufunesi, auk tökudaga á Bretlandi. Bæði Statham og Baltasar verða framleiðendur fyrir sitt hvort framleiðslufyrirtækið. Framleiðslufyrirtækið Black bear kemur einnig að framleiðslu. Samkvæmt frétt Deadline mun Black bear kynna myndina á Cannes-markaðnum í þessari viku. Statham hefur gert garðinn frægan með frammistöðum sínum í ófáum hasarmyndunum. Til að mynda Fast and the furious, Expendables og Collateral. Mynd Baltasars Kormáks, Snerting, sem byggð er á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður heimsfrumsýnd 29. maí næstkomandi og verður frumsýnd í framhaldinu um allan heim. Þegar hafa um 5 milljónir manns horft á sýnishorn myndarinnar á YouTube. Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hollywood-miðillinn Deadline greinir frá. Þar segir að myndin, sem enn á eftir að fá nafn, muni fjalla um aðalpersónuna Mason, leikinn af Statham, og líf hans á afskekktri skoskri eyju. Þegar hann bjargar ungri konu úr sjónum, sem hafði orðið úti í miklum stormi, hefst röð atburða sem verður til þess að griðarstaður hans á eyjunni verður að engu. Hann neyðist þá til að hætta í einangrun og horfast í augu við drauga fortíðar. Áformað er að tökur hefjist á myndinni í nóvember, og munu þær fara fram í kvikmyndaveri Baltasars í Gufunesi, auk tökudaga á Bretlandi. Bæði Statham og Baltasar verða framleiðendur fyrir sitt hvort framleiðslufyrirtækið. Framleiðslufyrirtækið Black bear kemur einnig að framleiðslu. Samkvæmt frétt Deadline mun Black bear kynna myndina á Cannes-markaðnum í þessari viku. Statham hefur gert garðinn frægan með frammistöðum sínum í ófáum hasarmyndunum. Til að mynda Fast and the furious, Expendables og Collateral. Mynd Baltasars Kormáks, Snerting, sem byggð er á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður heimsfrumsýnd 29. maí næstkomandi og verður frumsýnd í framhaldinu um allan heim. Þegar hafa um 5 milljónir manns horft á sýnishorn myndarinnar á YouTube.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið