Forsetakosningar á Eyrarbakka – munu sakna buffsins frá Guðna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2024 20:05 Elín Eyrún Herbertsdóttir, (t.v.), sem er í 9. bekk og Bryndís Rós van Duin, sem er í 10. bekk en þær sáu um að merkja við nemendur og afhenda þeim kjörseðlana í kosningunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Gnarr verður næsti forseti Íslands ef marka má forsetakosningar, sem fóru fram í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag. Einn nemandi gaf Baldri Þórhallssyni sitt atkvæði því hann á kött, sem heitir Baldur. Það var spennan í loftinu í skólanum í morgun þegar kosningarnar fóru fram en reynt að líkja eins mikið og hægt var eftir alvöru forsetakosningum. Síðustu daga hafa nemendur kynnt sér vel alla frambjóðendur og reynt að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum. „Við vildum finna út úr því hvað krökkunum finnst hérna í 7. til 10. bekk og finna út hvort þetta eigi eftir að vera eitthvað svipað og úrslitin verða 1. júní eða hvort þetta verður svipað skoðanakönnunum og svo líka að fræða þau um lýðræði, hvernig er pælingin á bak við þetta, af hverju að kjósa, er kosningarétturinn mikilvægur,” segir Charlotte Sigrid á Kósini, kennari á Eyrarbakka. Charlotte Sigrid á Kósini kennari á Eyrarbakka, sem var allt í öllu varðandi skipulag og framkvæmd kosninganna í skólanum í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um var að ræða 50 nemendur, 25 stráka og 25 stelpur, engir kennarar eða aðrir starfsmenn skólans fengu að kjósa. Kosningaþátttaka var 70% og auðir og ógildir seðlar voru átta. Hlutfall utankjörfundaratkvæða var 2,8%. „Við höfum það hlutverk að skrá alla, sem taka þátt í kosningunni og passa upp á að allir kjósi. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segja vinkonurnar Elín Eyrún Herbertsdóttir, sem er í 9. Bekk og Bryndís Rós Van–Duin, sem er í 10. bekk En má ég spyrja, hvað kusuð þið? „Jón Gnarr, Jón Gnarr, ef þú ert eldri en átján þá myndi ég kjósa hann. Já, ég er sammála,” segir vinirnir Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk. Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk en þeir kusu báðir Jón Gnarr.Magnús Hlynur Hreiðarsson Var þetta erfitt val? „Smá, já, svolítið jú smá”. En eigið þið eftir að sakna Guðna forseta? „Alveg svakalega, já mjög, því hann er alltaf með buffið, við eigum eftir að sakna þess,” segja vinkonurnar Berta Sóley Grímsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. bekk. Berta Sóley Grétarsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. Bekk segjast eftir að sakna Guðna forseta og buffsins, sem hann er svo oft með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Má á ég spyrja þig hvern þú kaust? „Baldur því hann er með safna nafn á kötturinn minn“, segir Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk. Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk, sem kaus Baldur en köttur Lúkasar heitir því nafni og því fannst honum tilvalið að kjósa hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kosningarnar gengu vel og brutu upp skólastarfið í skólanum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Forsetakosningar 2024 Grunnskólar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Það var spennan í loftinu í skólanum í morgun þegar kosningarnar fóru fram en reynt að líkja eins mikið og hægt var eftir alvöru forsetakosningum. Síðustu daga hafa nemendur kynnt sér vel alla frambjóðendur og reynt að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum. „Við vildum finna út úr því hvað krökkunum finnst hérna í 7. til 10. bekk og finna út hvort þetta eigi eftir að vera eitthvað svipað og úrslitin verða 1. júní eða hvort þetta verður svipað skoðanakönnunum og svo líka að fræða þau um lýðræði, hvernig er pælingin á bak við þetta, af hverju að kjósa, er kosningarétturinn mikilvægur,” segir Charlotte Sigrid á Kósini, kennari á Eyrarbakka. Charlotte Sigrid á Kósini kennari á Eyrarbakka, sem var allt í öllu varðandi skipulag og framkvæmd kosninganna í skólanum í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um var að ræða 50 nemendur, 25 stráka og 25 stelpur, engir kennarar eða aðrir starfsmenn skólans fengu að kjósa. Kosningaþátttaka var 70% og auðir og ógildir seðlar voru átta. Hlutfall utankjörfundaratkvæða var 2,8%. „Við höfum það hlutverk að skrá alla, sem taka þátt í kosningunni og passa upp á að allir kjósi. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segja vinkonurnar Elín Eyrún Herbertsdóttir, sem er í 9. Bekk og Bryndís Rós Van–Duin, sem er í 10. bekk En má ég spyrja, hvað kusuð þið? „Jón Gnarr, Jón Gnarr, ef þú ert eldri en átján þá myndi ég kjósa hann. Já, ég er sammála,” segir vinirnir Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk. Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk en þeir kusu báðir Jón Gnarr.Magnús Hlynur Hreiðarsson Var þetta erfitt val? „Smá, já, svolítið jú smá”. En eigið þið eftir að sakna Guðna forseta? „Alveg svakalega, já mjög, því hann er alltaf með buffið, við eigum eftir að sakna þess,” segja vinkonurnar Berta Sóley Grímsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. bekk. Berta Sóley Grétarsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. Bekk segjast eftir að sakna Guðna forseta og buffsins, sem hann er svo oft með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Má á ég spyrja þig hvern þú kaust? „Baldur því hann er með safna nafn á kötturinn minn“, segir Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk. Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk, sem kaus Baldur en köttur Lúkasar heitir því nafni og því fannst honum tilvalið að kjósa hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kosningarnar gengu vel og brutu upp skólastarfið í skólanum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Forsetakosningar 2024 Grunnskólar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira