Rekin út af fyrir litla töf, Nadía reddaði Fanneyju og Blikar sjóðheitir Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 12:31 Breiðablik hefur farið á kostum í upphafi tímabils í Bestu deildinni. vísir/Anton Það var nóg um að vera í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þegar þrír leikir fóru fram. Rauða spjaldið fór tvisvar á loft í Kaplakrika, hjá FH og Þrótti, en Breiðablik og Valur héldu áfram á sigurbraut. FH-ingar unnu dísætan sigur gegn Þrótti, 1-0, þar sem Breukelen Woodard skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma. Skömmu áður hafði liðsfélagi hennar, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það virtist vera fyrir afar litlar sakir en hún sparkaði boltanum frá sér rétt eftir að flautuð hafði verið rangstaða. Þróttur hafði áður mist Leu Björt Kristjánsdóttur af velli með beint rautt spjald á 66. mínútu, þegar hún braut af sér sem aftasti varnarmaður. Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin hjá FH og Þrótti Í Kópavogi voru Blikar í miklu stuði og skoruðu fimm mörk gegn Stjörnunni í fyrri hálfleik, í 5-1 sigri. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö þeirra og var það seinna afar glæsilegt, en Andrea Rut Bjarnadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir voru einnig á skotskónum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 fyrir Stjörnuna, þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af leiknum. Klippa: Mörk Breiðabliks og Stjörnunnar Blikar eru með fullt hús stiga eins og Valur sem slapp með skrekkinn í Keflavík og vann 2-1 sigur. Keflvíkingar komust yfir þegar landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir gerði sjaldséð mistök og missti fyrirgjöf Elvu Karenar Magnúsdóttur í markið. Það kom þó ekki að sök því Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin á 55. mínútu, með föstu skoti sem fór af varnarmanni, og Nadía Atladóttir skoraði svo sigurmarkið eftir góðan samleik við Katie Cousins. Klippa: Mörk Keflavíkur og Vals Fjórðu umferð deildarinnar lýkur í dag þegar Víkingur tekur á móti Þór/KA og Tindastóll mætir Fylki á Akureyri. Leikirnir hefjast klukkan 16, í beinni útsendingu, og verða svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18. Besta deild kvenna Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
FH-ingar unnu dísætan sigur gegn Þrótti, 1-0, þar sem Breukelen Woodard skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma. Skömmu áður hafði liðsfélagi hennar, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það virtist vera fyrir afar litlar sakir en hún sparkaði boltanum frá sér rétt eftir að flautuð hafði verið rangstaða. Þróttur hafði áður mist Leu Björt Kristjánsdóttur af velli með beint rautt spjald á 66. mínútu, þegar hún braut af sér sem aftasti varnarmaður. Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin hjá FH og Þrótti Í Kópavogi voru Blikar í miklu stuði og skoruðu fimm mörk gegn Stjörnunni í fyrri hálfleik, í 5-1 sigri. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö þeirra og var það seinna afar glæsilegt, en Andrea Rut Bjarnadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir voru einnig á skotskónum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 fyrir Stjörnuna, þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af leiknum. Klippa: Mörk Breiðabliks og Stjörnunnar Blikar eru með fullt hús stiga eins og Valur sem slapp með skrekkinn í Keflavík og vann 2-1 sigur. Keflvíkingar komust yfir þegar landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir gerði sjaldséð mistök og missti fyrirgjöf Elvu Karenar Magnúsdóttur í markið. Það kom þó ekki að sök því Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin á 55. mínútu, með föstu skoti sem fór af varnarmanni, og Nadía Atladóttir skoraði svo sigurmarkið eftir góðan samleik við Katie Cousins. Klippa: Mörk Keflavíkur og Vals Fjórðu umferð deildarinnar lýkur í dag þegar Víkingur tekur á móti Þór/KA og Tindastóll mætir Fylki á Akureyri. Leikirnir hefjast klukkan 16, í beinni útsendingu, og verða svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18.
Besta deild kvenna Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira