Íslendingar þurfi að gæta hófs í vexti efnahagslífsins Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2024 19:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans kynntu versnandi verðbólguhorfur á fréttamannafundi í morgun. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla væru helstu ástæður þess að vextir væru ekki lækkaðir. Tíunda mánuðinn í röð ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir verða því óbreyttir í eitt ár því næsti vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en 21. ágúst. Seðlabankinn segir verðbólguna hafa reynst þrálátari er en gert var ráð fyrir og sé nú sex prósent. Á bláu línunni á þessari mynd sést hvernig húsnæðisverð er aftur farið að hækka með tilheyrandi áhrifum á verðbólguna.Grafík/Sara Þrátt fyrir það hefur verðbólga minnkað í helstu viðskiptalöndum þannig að verð á innfluttri vöru hefur farið lækkandi á undanförnum mánuðum, verð á innlendri vöru hefur einnig lækkað eftir mikla hækkun undanfarin tvö ár en verð á þjónustu hefur lækkað minna. Eftir töluverða lækkun á húsnæðisverði á síðasta ári er húsnæðisverð hins vegar aftur farið að hækka og hefur mest áhrif á verðbólguna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguvæntingar enn mjög miklar í þjóðfélaginu. „Það er bara mikill verðbólguþrýstingur og það er mikið í gangi hjá okkur.“ Þá sé áhrifa jarðhræringanna á Reykjanesi farið að gæta í efnahagslífinu. „Það er líka í rauninni verið að færa heilt eitt prósent þjóðarinnar um set. Það er verið að færa til heilt sveitarfélag. Það hefur áhrif á fasteignamarkaðinn,” segir Ásgeir. Versnandi verðbólguhorfur Brotalínan á þessari mynd sýnir verðbólguspá Seðlabankans frá í janúar. Óbrotnalínan sýnir hins vegar raunveruleikann og að verðbólga hefur minnkað mun hægar en spáð var.Grafík/Sara Þess vegna hafi verðbólguhorfur versnað frá spá bankans í janúar sem sést mörkuð hér með brotalínu. Óbrotna línan sýnir hins vegar raunveruleikann frá áramótum og spá um framhaldið. Þannig gerði Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga yrði að meðaltali 4,1 prósent á þessu ári en nú reiknar hann með að meðaltalsverðbólga þessa árs verði 5,9 prósent. Í skýrslu peningastefnunefndar kemur fram að efnahagslífið á Íslandi hafi jafnað sig mun fyrr og betur að loknum covid-faraldrinum en flest önnur vestræn ríki. Hér hafi verið gífurlegur hagvöxtur á undanförnum árum með tilheyrandi þenslu og vaxtaverkjum.Vísir/Vilhelm Þetta er ekki síst fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustunni og öðrum tengdum greinum með innflutningi þúsunda starfsmanna. Það setji aukinn þrýstinig á húsnæðiskerfið, auki neyslu og veltu og álag á alla helstu innviði landsins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann hafa fengið þann beiska kaleik að knýja fram hófsemi í vexti efnahagslífsins með vaxtahækkunum.Vísir/Vilhelm Erum við í raun að pissa í skóinn með öllum þessum hraða. Væri nær að gæta hófs í vextinum, til dæmis í ferðaþjónustunni? „Já, ég held að það væri nær að gæta hófs. Og það er að einhverju leyti það hlutverk sem Seðlabankinn hefur fengið; í rauninni að knýja fram hóf með vaxtahækkunum. Það er sá beiski kaleikur sem við höfum,“ segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn þyrfti hins vegar að sýna festu í að keyra verðbólguna niður og koma í veg fyrir að allt fari úr böndunum. Verðbólgan væri sameiginlegur óvinur Seðlabankans og verkalýðshreyfingarinnar en jákvæð áhrif hóflegra kjarasamninga hennar væru enn ekki komin fram. „Við erum líka að horfa á að kjarasamningarnir sem voru gerðir eru með uppsagnarákvæði. Verðbólga verður að vera komin niður fyrir 4,75 prósent á næsta ári eða í byrjun næsta árs. …Það væri náttúrlega ekki sérstaklega ábyrgt af Seðlabanka Íslands að fara að gera hluti sem myndu leiða til þess að samningarnir, forsenduákvæði samninganna, yrðu virkjuð eftir ár eða eitthvað álíka,” segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22 Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31 Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01 Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45 Seðlabankinn geti ekki annað en lækkað vexti Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann ekki geta annað en lækkað vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig nú þegar verðbólga mælist sex prósent. Verkalýðshreyfingin hafi farið að tilmælum bankans um hógværa kjarasamninga og nú væri komið að Seðlabankanum. 24. apríl 2024 11:46 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tíunda mánuðinn í röð ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir verða því óbreyttir í eitt ár því næsti vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en 21. ágúst. Seðlabankinn segir verðbólguna hafa reynst þrálátari er en gert var ráð fyrir og sé nú sex prósent. Á bláu línunni á þessari mynd sést hvernig húsnæðisverð er aftur farið að hækka með tilheyrandi áhrifum á verðbólguna.Grafík/Sara Þrátt fyrir það hefur verðbólga minnkað í helstu viðskiptalöndum þannig að verð á innfluttri vöru hefur farið lækkandi á undanförnum mánuðum, verð á innlendri vöru hefur einnig lækkað eftir mikla hækkun undanfarin tvö ár en verð á þjónustu hefur lækkað minna. Eftir töluverða lækkun á húsnæðisverði á síðasta ári er húsnæðisverð hins vegar aftur farið að hækka og hefur mest áhrif á verðbólguna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguvæntingar enn mjög miklar í þjóðfélaginu. „Það er bara mikill verðbólguþrýstingur og það er mikið í gangi hjá okkur.“ Þá sé áhrifa jarðhræringanna á Reykjanesi farið að gæta í efnahagslífinu. „Það er líka í rauninni verið að færa heilt eitt prósent þjóðarinnar um set. Það er verið að færa til heilt sveitarfélag. Það hefur áhrif á fasteignamarkaðinn,” segir Ásgeir. Versnandi verðbólguhorfur Brotalínan á þessari mynd sýnir verðbólguspá Seðlabankans frá í janúar. Óbrotnalínan sýnir hins vegar raunveruleikann og að verðbólga hefur minnkað mun hægar en spáð var.Grafík/Sara Þess vegna hafi verðbólguhorfur versnað frá spá bankans í janúar sem sést mörkuð hér með brotalínu. Óbrotna línan sýnir hins vegar raunveruleikann frá áramótum og spá um framhaldið. Þannig gerði Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga yrði að meðaltali 4,1 prósent á þessu ári en nú reiknar hann með að meðaltalsverðbólga þessa árs verði 5,9 prósent. Í skýrslu peningastefnunefndar kemur fram að efnahagslífið á Íslandi hafi jafnað sig mun fyrr og betur að loknum covid-faraldrinum en flest önnur vestræn ríki. Hér hafi verið gífurlegur hagvöxtur á undanförnum árum með tilheyrandi þenslu og vaxtaverkjum.Vísir/Vilhelm Þetta er ekki síst fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustunni og öðrum tengdum greinum með innflutningi þúsunda starfsmanna. Það setji aukinn þrýstinig á húsnæðiskerfið, auki neyslu og veltu og álag á alla helstu innviði landsins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann hafa fengið þann beiska kaleik að knýja fram hófsemi í vexti efnahagslífsins með vaxtahækkunum.Vísir/Vilhelm Erum við í raun að pissa í skóinn með öllum þessum hraða. Væri nær að gæta hófs í vextinum, til dæmis í ferðaþjónustunni? „Já, ég held að það væri nær að gæta hófs. Og það er að einhverju leyti það hlutverk sem Seðlabankinn hefur fengið; í rauninni að knýja fram hóf með vaxtahækkunum. Það er sá beiski kaleikur sem við höfum,“ segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn þyrfti hins vegar að sýna festu í að keyra verðbólguna niður og koma í veg fyrir að allt fari úr böndunum. Verðbólgan væri sameiginlegur óvinur Seðlabankans og verkalýðshreyfingarinnar en jákvæð áhrif hóflegra kjarasamninga hennar væru enn ekki komin fram. „Við erum líka að horfa á að kjarasamningarnir sem voru gerðir eru með uppsagnarákvæði. Verðbólga verður að vera komin niður fyrir 4,75 prósent á næsta ári eða í byrjun næsta árs. …Það væri náttúrlega ekki sérstaklega ábyrgt af Seðlabanka Íslands að fara að gera hluti sem myndu leiða til þess að samningarnir, forsenduákvæði samninganna, yrðu virkjuð eftir ár eða eitthvað álíka,” segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22 Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31 Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01 Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45 Seðlabankinn geti ekki annað en lækkað vexti Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann ekki geta annað en lækkað vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig nú þegar verðbólga mælist sex prósent. Verkalýðshreyfingin hafi farið að tilmælum bankans um hógværa kjarasamninga og nú væri komið að Seðlabankanum. 24. apríl 2024 11:46 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22
Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31
Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01
Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45
Seðlabankinn geti ekki annað en lækkað vexti Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann ekki geta annað en lækkað vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig nú þegar verðbólga mælist sex prósent. Verkalýðshreyfingin hafi farið að tilmælum bankans um hógværa kjarasamninga og nú væri komið að Seðlabankanum. 24. apríl 2024 11:46