Þurfa leyfi til að taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 19:05 Girona hefur í fyrsta sinn í sögu félagsins tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu, það er ef UEFA leyfir félaginu að taka þátt. Alex Caparros/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Girona tryggði sér nýverið þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er þó enn óvíst hvort liðið fái að taka þátt þar sem það er að hluta til í eigu City Football Group sem á meðal annars Englandsmeistara Manchester City. Það er ESPN sem greinir frá en þar segir að Girona bíði nú eftir staðfestingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þessa efnis að liðið megi taka þátt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25. Girona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með fræknum 4-2 sigri á nágrönnum sínum í Barcelona um liðna helgi en bæði lið leika í Katalóníu. Þar sem Girona er eitt af 13 liðum í eigu City Football Group þá er óvíst hvort liðið geti tekið þátt í Meistaradeildinni vegna reglugerðar UEFA. Sú reglugerð segir að ekki megi tvö lið með sama eiganda keppa í keppninni. Ef slíkt gerist þá er það liðið sem endar ofar í sinni deildarkeppni sem fær að taka þátt í Meistaradeildinni. Ef liðin enda í sama sæti þá er það félagið sem er með fleiri stig (e. coefficients). innan UEFA. Girona facing wait for UEFA green light to play in Champions League due to Man City / CFG links — also implications for Man Utd / Nice if United qualify for Europe https://t.co/58aWyTgrFb— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 6, 2024 Heimildir ESPN herma að það sé ólíklegt að Girona verði sent niður í Evrópudeildina en félagið þarf þó að útlista sérstöðu sína og fjárhagslegt sjálfstæði frá Manchester City fyrir fjárhagsnefnd UEFA. Ef félaginu tekst það þá fær það að taka þátt í Meistaradeildinni. Er það ástæðan fyrir því að RB Leipzig og FC Salzburg - sem eru bæði í eigu Red Bull Group – hafa bæði tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Sama á við um: Aston Villa og Vitoria Brighon & Hove Albion og Union Saint-Gilloise AC Milan og Toulouse. Manchester United og Nice þarf svo einnig að ganga í gegnum sama ferli ef þeim tekst að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð þar sem þau eru að hluta til í eigu INEOS, fyrirtækis Sir Jim Ratcliffe. Það er ef þau enda bæði í Evrópusæti sem verður að teljast ólíklegt úr þessu. Hvað Girona varðar þá bíður félagið í ofvæni eftir því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Reikna má með að Pere Guardiola, bróðir Pep Guardiola, ræði við UEFA í sumar en hann er stjórnarformaður Girona. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira
Það er ESPN sem greinir frá en þar segir að Girona bíði nú eftir staðfestingu frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, þessa efnis að liðið megi taka þátt í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2024-25. Girona tryggði sér sæti í Meistaradeildinni með fræknum 4-2 sigri á nágrönnum sínum í Barcelona um liðna helgi en bæði lið leika í Katalóníu. Þar sem Girona er eitt af 13 liðum í eigu City Football Group þá er óvíst hvort liðið geti tekið þátt í Meistaradeildinni vegna reglugerðar UEFA. Sú reglugerð segir að ekki megi tvö lið með sama eiganda keppa í keppninni. Ef slíkt gerist þá er það liðið sem endar ofar í sinni deildarkeppni sem fær að taka þátt í Meistaradeildinni. Ef liðin enda í sama sæti þá er það félagið sem er með fleiri stig (e. coefficients). innan UEFA. Girona facing wait for UEFA green light to play in Champions League due to Man City / CFG links — also implications for Man Utd / Nice if United qualify for Europe https://t.co/58aWyTgrFb— Mark Ogden (@MarkOgden_) May 6, 2024 Heimildir ESPN herma að það sé ólíklegt að Girona verði sent niður í Evrópudeildina en félagið þarf þó að útlista sérstöðu sína og fjárhagslegt sjálfstæði frá Manchester City fyrir fjárhagsnefnd UEFA. Ef félaginu tekst það þá fær það að taka þátt í Meistaradeildinni. Er það ástæðan fyrir því að RB Leipzig og FC Salzburg - sem eru bæði í eigu Red Bull Group – hafa bæði tekið þátt í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Sama á við um: Aston Villa og Vitoria Brighon & Hove Albion og Union Saint-Gilloise AC Milan og Toulouse. Manchester United og Nice þarf svo einnig að ganga í gegnum sama ferli ef þeim tekst að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð þar sem þau eru að hluta til í eigu INEOS, fyrirtækis Sir Jim Ratcliffe. Það er ef þau enda bæði í Evrópusæti sem verður að teljast ólíklegt úr þessu. Hvað Girona varðar þá bíður félagið í ofvæni eftir því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Reikna má með að Pere Guardiola, bróðir Pep Guardiola, ræði við UEFA í sumar en hann er stjórnarformaður Girona.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira