Guðrún - Réttlátur og víðsýnn biskup sem fylgir samtímanum Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir skrifar 29. apríl 2024 17:01 Geislandi, vitur, hvetjandi og trú eru nokkur orð sem lýsa sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur. Við í Vox Populi, yngri kirkjukór Grafarvogskirkju, höfum fylgt Guðrúnu síðan 2008, Guðrún hóf störf um vorið og kórinn var stofnaður um haustið. Öll þessi ár hefur Guðrún staðið þétt við bakið á okkur. Hún hefur glaðst með okkur, sungið með okkur, gefið okkur ráð, stappað í okkur stálinu og gefið okkur fjölbreytt tækifæri til söngs. Hún hefur verið vinsæll prestur meðal meðlima Vox Populi til að sinna hinum ýmsum athöfnum, enda köllum við hana hirðprestinn okkar. Í gegnum árin, hafa margir meðlimir, og fjölskyldur þeirra, beðið hana um að gifta, skíra og jarða ástvini sína. Hún hefur því verið með okkur í gleði og sorg og allt þar á milli. Guðrún er með einstaklega hlýja nærveru sem þú finnur fyrir um leið og hún mætir á svæðið. Hún hlustar af athygli, er einlæg og auðmjúk sem gerir það að verkum að þú treystir henni fyrir hugmyndum þínum, skoðunum, gleðifréttum og áhyggjuefnum. Hún sýnir skilning og gefur ráð, ef þess er beðið, án þess að dæma. Í hennar návist finnur þú að þú ert hluti af hópnum og skiptir máli. Hún hefur gott lag á að mæta okkur unga fólkinu þar sem við erum stödd og opna dyr kirkjunnar þannig að okkur finnist við eiga heima þar óháð kyni, kynhneigð, þjóðfélagsstöðu, eða þjóðerni. Í augum Guðrúnar eru allir einstaklingar jafnir. Hún er kraftmikil og hugmyndarík, en það sem er ekki síður mikilvægt er að hún fylgir hugmyndum sínum alla leið. Hún gerir það þó ekki ein, því eins og sannur leiðtogi útdeilir hún verkefnum og nýtir styrkleika annarra. Hún hefur einstakt lag á því að fá fólk saman í hugmyndavinnu en þannig þróast hugmyndir hennar með fjölbreyttum hópi, innan sem utan Grafarvogskirkju og komast í framkvæmd. Guðrún er gleðigjafi og samkvæm sjálfri sér, hún er jákvæð og gefur mikið af sér. Hún er opin fyrir nýjum hugmyndum og leitar ráða hjá aðilum með ólíkar skoðanir til að geta tekið sem besta ákvörðun. Hún hefur góða samskiptafærni og les vel í aðstæður, sem er gríðarlega góður kostur. Síðast en ekki síst þá elskar hún að vera prestur og sinnir starfi sínu af alúð og miklum áhuga. Prédikanirnar hennar eru á mannamáli, hún tengir efni dagsins við aðstæður sem auðvelt er að máta sig við og útskýrir hvað biblíusögurnar gætu þýtt. Við höfum verið ótrúlega lánsöm að starfa með Guðrúnu í öll þessi ár og styðjum hana hiklaust alla leið til biskups. Við trúum því af öllu hjarta að hún sé rétta manneskjan í embættið og geti gert svo margt fyrir þjóðkirkjuna. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi félagar Vox Populi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Geislandi, vitur, hvetjandi og trú eru nokkur orð sem lýsa sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur. Við í Vox Populi, yngri kirkjukór Grafarvogskirkju, höfum fylgt Guðrúnu síðan 2008, Guðrún hóf störf um vorið og kórinn var stofnaður um haustið. Öll þessi ár hefur Guðrún staðið þétt við bakið á okkur. Hún hefur glaðst með okkur, sungið með okkur, gefið okkur ráð, stappað í okkur stálinu og gefið okkur fjölbreytt tækifæri til söngs. Hún hefur verið vinsæll prestur meðal meðlima Vox Populi til að sinna hinum ýmsum athöfnum, enda köllum við hana hirðprestinn okkar. Í gegnum árin, hafa margir meðlimir, og fjölskyldur þeirra, beðið hana um að gifta, skíra og jarða ástvini sína. Hún hefur því verið með okkur í gleði og sorg og allt þar á milli. Guðrún er með einstaklega hlýja nærveru sem þú finnur fyrir um leið og hún mætir á svæðið. Hún hlustar af athygli, er einlæg og auðmjúk sem gerir það að verkum að þú treystir henni fyrir hugmyndum þínum, skoðunum, gleðifréttum og áhyggjuefnum. Hún sýnir skilning og gefur ráð, ef þess er beðið, án þess að dæma. Í hennar návist finnur þú að þú ert hluti af hópnum og skiptir máli. Hún hefur gott lag á að mæta okkur unga fólkinu þar sem við erum stödd og opna dyr kirkjunnar þannig að okkur finnist við eiga heima þar óháð kyni, kynhneigð, þjóðfélagsstöðu, eða þjóðerni. Í augum Guðrúnar eru allir einstaklingar jafnir. Hún er kraftmikil og hugmyndarík, en það sem er ekki síður mikilvægt er að hún fylgir hugmyndum sínum alla leið. Hún gerir það þó ekki ein, því eins og sannur leiðtogi útdeilir hún verkefnum og nýtir styrkleika annarra. Hún hefur einstakt lag á því að fá fólk saman í hugmyndavinnu en þannig þróast hugmyndir hennar með fjölbreyttum hópi, innan sem utan Grafarvogskirkju og komast í framkvæmd. Guðrún er gleðigjafi og samkvæm sjálfri sér, hún er jákvæð og gefur mikið af sér. Hún er opin fyrir nýjum hugmyndum og leitar ráða hjá aðilum með ólíkar skoðanir til að geta tekið sem besta ákvörðun. Hún hefur góða samskiptafærni og les vel í aðstæður, sem er gríðarlega góður kostur. Síðast en ekki síst þá elskar hún að vera prestur og sinnir starfi sínu af alúð og miklum áhuga. Prédikanirnar hennar eru á mannamáli, hún tengir efni dagsins við aðstæður sem auðvelt er að máta sig við og útskýrir hvað biblíusögurnar gætu þýtt. Við höfum verið ótrúlega lánsöm að starfa með Guðrúnu í öll þessi ár og styðjum hana hiklaust alla leið til biskups. Við trúum því af öllu hjarta að hún sé rétta manneskjan í embættið og geti gert svo margt fyrir þjóðkirkjuna. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi félagar Vox Populi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun