Bakslag í streymi Silja Snædal Drífudóttir skrifar 28. apríl 2024 13:00 Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag. Þeir viðra þar ýmsar (misgáfulegar) skoðanir og pælingar, meðal annars að samfélagið eigi að færast (aftur) í þá átt að konan sé heima að hugsa um heimilið en karlinn útivinnandi. Patrik segir jafnframt að svona ætli hann og kærasta hans að hafa þetta hjá sér. Þeir passa sig allir þrír á að taka fram að fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því hentar, „bæði“ kynin eru góð í allskonar og svo slá þeir þessu öllu upp í ákveðið grín. En öllu gríni fylgir alvara. Fyrir mér, og að ég held flestum konum og minnihlutahópum, er þetta ekkert grín. Við höfum nefnilega fylgst með öðrum löndum takmarka réttindi okkar sem áratugalöng barátta skilaði okkur.Bandaríkin eru þar nærtækt dæmi þar sem fjölmörg fylki hafa takmarkað verulega yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Skoðanabræður og Patrik vilja reyndar slá þessari baráttu og komu kvenna inn á vinnumarkaðinn upp í kapítalískt samsæri í dulbúningi frelsisbaráttu. Það sem við höfum látið hafa okkur að fíflum- að vera komnar út á vinnumarkaðinn, orðnir forsetar og jafnvel forsætisráðherrar! Hvar endar þetta samsæri? Mig langar ekki að gefa þessu hlaðvarpi það mikið vægi að telja það geta breytt lögum en einhvers staðar hljóta þessar samfélagsumræður að eiga sín upptök. Og því fylgir ábyrgð að vera frægur tónlistarmaður sem börn og unglingar líta upp til eða halda úti vinsælu hlaðvarpi þar sem samfélagsmál eru kryfjuð. Í spjalli sínu mála þeir upp mynd af samfélagi þar sem allir eru ánægðir því konan fær loksins að sinna sínu eðlislæga hlutverki - að vera “nurturing”- samkvæmt Patrik, og losnar undan veseninu sem fylgir því að vera útivinnandi og þurfa að standa sig á öllum vígstöðvum. Karlinn getur svo loksins verið eina fyrirvinna heimilisins sem samkvæmt Snorra Mássyni er æðsta takmark allra karla. Málið er að við höfum prófað þetta. Fyrir nokkrum áratugum síðan. Við vitum að konur eru í talsvert meiri hættu á að festast í samböndum sem þær vilja ekki vera í, jafnvel ofbeldissamböndum, ef þær eru fjárhagslega háðar maka sínum. Ef að viðmiðið er að karlinn er útivinnandi og konan heimavinnandi mun launamunur kynjanna verða talsvert meiri en hann er í dag og konur geta þá sömuleiðis gleymt því að vera einhleypar, hvað þá með börn. Ég þori varla að hugsa út í hvað yrði um hinsegin einstaklinga enda virðist hinseginleikinn ekki spila inn í heimsmynd þessara manna. Ég er sammála þeim að pressan á konur í nútímasamfélagi er gríðarleg enda er krafa um nánast fullkomnun á öllum sviðum. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað til að létta á þessari pressu. Það þarf að bæta leikskólamálin verulega svo að konur neyðist ekki til að vera heima sökum þess að börn fá ekki leikskólapláss. Við vitum nefnilega að í gagnkynhneigðum pörum eru það frekar konur sem neyðast til að fara út af vinnumarkaði þar sem þær eru að meðaltali ennþá með lægri laun en karlar. Því þarf einnig að útrýma kynbundnum launamuni sem er því miður ennþá vandamál árið 2024. Ég held nefnilega að fæstir vilji þennan veruleika sem vinirnir þrír lýsa. Veruleika þar sem það borgar sig að karlinn sé sá eini útivinnandi því samkvæmt Patrik getur það tvöfaldað innkomu heimilanna (ég leyfi mér að setja spurningamerki við þessa staðhæfingu). Þrátt fyrir alhæfingar þeirra tel ég að æðsta takmark allra karla sé ekki að geta séð óstuddir fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Að þeir séu alltaf í vinnunni og missi af uppeldi barnanna sinna og öðrum gæðastundum. Ég tel að flest okkar vilja vera í sambandi sem einkennist af ást, virðingu og jafnrétti frekar en fjárhagslegu hæði. Einnig tel ég og vona að flest okkar vilji búa í samfélagi sem einkennist af þessum sömu gildum þar sem konum stendur fleira til boða en að stunda pilates og opna kaffihús. Höfundur er nemi í hagnýtri jafnréttisfræði og þátttakandi á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fjölmiðlar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag. Þeir viðra þar ýmsar (misgáfulegar) skoðanir og pælingar, meðal annars að samfélagið eigi að færast (aftur) í þá átt að konan sé heima að hugsa um heimilið en karlinn útivinnandi. Patrik segir jafnframt að svona ætli hann og kærasta hans að hafa þetta hjá sér. Þeir passa sig allir þrír á að taka fram að fólki er auðvitað frjálst að gera það sem því hentar, „bæði“ kynin eru góð í allskonar og svo slá þeir þessu öllu upp í ákveðið grín. En öllu gríni fylgir alvara. Fyrir mér, og að ég held flestum konum og minnihlutahópum, er þetta ekkert grín. Við höfum nefnilega fylgst með öðrum löndum takmarka réttindi okkar sem áratugalöng barátta skilaði okkur.Bandaríkin eru þar nærtækt dæmi þar sem fjölmörg fylki hafa takmarkað verulega yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama. Skoðanabræður og Patrik vilja reyndar slá þessari baráttu og komu kvenna inn á vinnumarkaðinn upp í kapítalískt samsæri í dulbúningi frelsisbaráttu. Það sem við höfum látið hafa okkur að fíflum- að vera komnar út á vinnumarkaðinn, orðnir forsetar og jafnvel forsætisráðherrar! Hvar endar þetta samsæri? Mig langar ekki að gefa þessu hlaðvarpi það mikið vægi að telja það geta breytt lögum en einhvers staðar hljóta þessar samfélagsumræður að eiga sín upptök. Og því fylgir ábyrgð að vera frægur tónlistarmaður sem börn og unglingar líta upp til eða halda úti vinsælu hlaðvarpi þar sem samfélagsmál eru kryfjuð. Í spjalli sínu mála þeir upp mynd af samfélagi þar sem allir eru ánægðir því konan fær loksins að sinna sínu eðlislæga hlutverki - að vera “nurturing”- samkvæmt Patrik, og losnar undan veseninu sem fylgir því að vera útivinnandi og þurfa að standa sig á öllum vígstöðvum. Karlinn getur svo loksins verið eina fyrirvinna heimilisins sem samkvæmt Snorra Mássyni er æðsta takmark allra karla. Málið er að við höfum prófað þetta. Fyrir nokkrum áratugum síðan. Við vitum að konur eru í talsvert meiri hættu á að festast í samböndum sem þær vilja ekki vera í, jafnvel ofbeldissamböndum, ef þær eru fjárhagslega háðar maka sínum. Ef að viðmiðið er að karlinn er útivinnandi og konan heimavinnandi mun launamunur kynjanna verða talsvert meiri en hann er í dag og konur geta þá sömuleiðis gleymt því að vera einhleypar, hvað þá með börn. Ég þori varla að hugsa út í hvað yrði um hinsegin einstaklinga enda virðist hinseginleikinn ekki spila inn í heimsmynd þessara manna. Ég er sammála þeim að pressan á konur í nútímasamfélagi er gríðarleg enda er krafa um nánast fullkomnun á öllum sviðum. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað til að létta á þessari pressu. Það þarf að bæta leikskólamálin verulega svo að konur neyðist ekki til að vera heima sökum þess að börn fá ekki leikskólapláss. Við vitum nefnilega að í gagnkynhneigðum pörum eru það frekar konur sem neyðast til að fara út af vinnumarkaði þar sem þær eru að meðaltali ennþá með lægri laun en karlar. Því þarf einnig að útrýma kynbundnum launamuni sem er því miður ennþá vandamál árið 2024. Ég held nefnilega að fæstir vilji þennan veruleika sem vinirnir þrír lýsa. Veruleika þar sem það borgar sig að karlinn sé sá eini útivinnandi því samkvæmt Patrik getur það tvöfaldað innkomu heimilanna (ég leyfi mér að setja spurningamerki við þessa staðhæfingu). Þrátt fyrir alhæfingar þeirra tel ég að æðsta takmark allra karla sé ekki að geta séð óstuddir fyrir heimili sínu og fjölskyldu. Að þeir séu alltaf í vinnunni og missi af uppeldi barnanna sinna og öðrum gæðastundum. Ég tel að flest okkar vilja vera í sambandi sem einkennist af ást, virðingu og jafnrétti frekar en fjárhagslegu hæði. Einnig tel ég og vona að flest okkar vilji búa í samfélagi sem einkennist af þessum sömu gildum þar sem konum stendur fleira til boða en að stunda pilates og opna kaffihús. Höfundur er nemi í hagnýtri jafnréttisfræði og þátttakandi á vinnumarkaði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun