„Það var ekkert annað í hausnum á mér“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 26. apríl 2024 21:31 Elín Klara var öflug í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Ég var eiginlega að upplifa sama mómentið aftur. Ég bara tók boltann og ég var að fara að skora, það var ekkert annað í hausnum á mér,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigur á Fram í framlengdum leik. Haukar fengu víti þegar leiktíminn rann út í venjulegum leiktíma marki undir, annan leikinn í röð. Elín Klara tók vítið og skoraði af öryggi og kom leiknum í framlengingu þar sem Haukar höfðu betur, 28-25. Aðspurð út í spilamennsku liðsins hafði Elín Klara þetta að segja. „Mér fannst við eiga alveg smá inni, sérstaklega í fyrri hálfleik varnarlega. Við spiluðum samt mjög góða vörn svona undir lokin og í framlengingunni, frábær vörn. Ég er bara virkilega stolt af liðinu og bara frábær karakter hjá öllum. Þetta var bara geðveikt.“ Elín Klara fékk tveggja mínútna brottvísun í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar. Haukar voru á þessum tíma marki yfir og áttu eftir að vera manni færri stóran hluta þess sem eftir var af leiknum. Haukum tókst þó að halda marki sínu hreinu á þessum kafla. „Mér fannst það ekki vera tvær mínútur en svona er þetta bara stundum. Þetta leit kannski út fyrir að ég hafi farið í andlitið á henni, en ég hafði samt fulla trú á því að við myndum bara verjast, frábær vörn sérstaklega þarna einum færri.“ Þriðji leikurinn í þessu einvígi fer fram næsta miðvikudag. „Þetta verður erfiður leikur. Við erum ekki komnar með neitt. Maður þarf að vinna þrjá leiki og við þurfum bara að gíra okkur upp í næsta leik og næsti leikur verður virkilega erfiður.“ Aðspurð hvort hún vonaðist eftir því að fara á vítalínuna eftir að leiktíminn yrði runninn út í þeim leik, líkt og í síðustu tveimur leikjum, þá svaraði Elín Klara á þennan veg. „Við verðum að sjá til,“ sagði Elín Klara og hló. Olís-deild kvenna Haukar Fram Tengdar fréttir Þórey Anna mögnuð og Valur sigri frá úrslitum Valur vann öruggan 34-23 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Liðið leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sæti sitt í úrslitunum með heimasigri á þriðjudag. 26. apríl 2024 21:11 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Haukar fengu víti þegar leiktíminn rann út í venjulegum leiktíma marki undir, annan leikinn í röð. Elín Klara tók vítið og skoraði af öryggi og kom leiknum í framlengingu þar sem Haukar höfðu betur, 28-25. Aðspurð út í spilamennsku liðsins hafði Elín Klara þetta að segja. „Mér fannst við eiga alveg smá inni, sérstaklega í fyrri hálfleik varnarlega. Við spiluðum samt mjög góða vörn svona undir lokin og í framlengingunni, frábær vörn. Ég er bara virkilega stolt af liðinu og bara frábær karakter hjá öllum. Þetta var bara geðveikt.“ Elín Klara fékk tveggja mínútna brottvísun í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar. Haukar voru á þessum tíma marki yfir og áttu eftir að vera manni færri stóran hluta þess sem eftir var af leiknum. Haukum tókst þó að halda marki sínu hreinu á þessum kafla. „Mér fannst það ekki vera tvær mínútur en svona er þetta bara stundum. Þetta leit kannski út fyrir að ég hafi farið í andlitið á henni, en ég hafði samt fulla trú á því að við myndum bara verjast, frábær vörn sérstaklega þarna einum færri.“ Þriðji leikurinn í þessu einvígi fer fram næsta miðvikudag. „Þetta verður erfiður leikur. Við erum ekki komnar með neitt. Maður þarf að vinna þrjá leiki og við þurfum bara að gíra okkur upp í næsta leik og næsti leikur verður virkilega erfiður.“ Aðspurð hvort hún vonaðist eftir því að fara á vítalínuna eftir að leiktíminn yrði runninn út í þeim leik, líkt og í síðustu tveimur leikjum, þá svaraði Elín Klara á þennan veg. „Við verðum að sjá til,“ sagði Elín Klara og hló.
Olís-deild kvenna Haukar Fram Tengdar fréttir Þórey Anna mögnuð og Valur sigri frá úrslitum Valur vann öruggan 34-23 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Liðið leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sæti sitt í úrslitunum með heimasigri á þriðjudag. 26. apríl 2024 21:11 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Þórey Anna mögnuð og Valur sigri frá úrslitum Valur vann öruggan 34-23 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Liðið leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sæti sitt í úrslitunum með heimasigri á þriðjudag. 26. apríl 2024 21:11